Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Launamunur kynjanna hefur aukist Gefur öðrum tækifæri Gott en gæti verið enn betra Tíu og hálfum milljarði króna verður varið til mótvægisaðgerða vegna aflasamdráttar næstu tvö fiskveiðiár. Sex og hálfur milljarður fer til nýrra verkefna og framkvæmdum á samgönguáætlun fyrir rúma fjóra milljarða verður flýtt. Til viðbótar verða framlög til vísinda og rann- sókna aukin. Aðgerðunum er ætlað að draga úr neikvæðum áhrifum af samdrætti í aflamarki þorsks sem tilkynnt var um í byrjun júlí. Enn er á huldu hver og hvar áhrifin verða nákvæmlega og sumar ákvarðanir því hvorki stað- né tímasettar. Fjórir ráðherrar; Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kynntu mótvægisaðgerðir ríkis- stjórnarinnar á fundi með frétta- mönnum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fjármálaráðherra og iðnaðar- ráðherra báru mestan þunga af starfinu og nutu meðal annars aðstoðar Byggðastofnunar sem í samvinnu við atvinnuþróunarfé- lög úti um land hafði samband við forsvarsmenn fjölda útgerða til að greina stöðuna. Þau samtöl leiddu í ljós að ólíklegt sé að til fjölda- uppsagna komi á næstu mánuðum – útgerðarmenn muni bíða fram yfir áramót og sjá hvernig mál þróast. Þó er líklegt að skipum verði lagt fyrr og lengur á þessu fiskveiðiári en verið hefur og vinnsluhús muni loka fyrr og leng- ur en fyrri ár. Aðgerðirnar skiptast í verkefni sem ætlað er að hafa áhrif strax og til lengri tíma og snúa ýmist að einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Áætlað er að til verði 500-600 ný störf eða náms- pláss og eru þá ótalin störf sem skapast vegna flýtingar fram- kvæmda. Meðal staða þar sem ný störf verða til eru Patreksfjörður, Ísafjörður, Bolungarvík, Hólma- vík, Sauðárkrókur, Húsavík, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. Árni Mathiesen sagði vinnu við mótvægisaðgerðirnar hafa verið erfiða enda kringumstæðurnar erfiðar. Hagvöxtur sé víða og mikil þensla en erfiðleikar annars staðar. „Ég vona að okkur hafi tek- ist vel til,“ sagði Árni. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir sagði reynsluna sýna að vaxtar- sprotar kæmu upp þar sem hlúð væri að menntun og menningar- málum og því væri reynt að styrkja innviði samfélaganna sem vonandi skilaði sér inn í framtíð- ina. Hún sagði ríkisstjórnina ætla að tvöfalda rannsóknarsjóðina á kjörtímabilinu sem væri afar þýð- ingarmikið fyrir Ísland sem þekk- ingarsamfélag. Sérstaklega væri horft til hafrannsókna og þorsk- eldis. Össur Skarphéðinsson sagði mótvægisaðgerðirnar nú þær öfl- ugustu sem nokkur ríkisstjórn hefði nokkru sinni gripið til and- spænis erfiðleikum. Hann sagði víst að ekki yrðu allir ánægðir og engin ein leið væri rétt við að útdeila liðsinni af þessu tagi. Um aukin framlög til Byggðastofnun- ar tók hann fram að liðsinni henn- ar við fyrirtæki yrði á faglegum forsendum. „Það eru engir tékkar sem berast í pósti. Hún reynir að teygja sig langt í gegnum lenging- ar lána og frestun afborgana en það er ekki um það að ræða að rík- isstjórnin sturti peningum í von- laus dæmi.“ Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst sérstaklega ánægð með þær aðgerðir sem beinast að konum og innflytjendum. „Ég held að fjölg- un daga sem fiskvinnslur geta greitt fyrir vegna hráefnisskorts muni koma verulega til góða fyrir konur sem vinna í fiskvinnslu. Svo er ég sérstaklega stolt af þeirri byltingu sem verður á starfsemi fjölmenningarsetursins þar sem fjármagn er aukið um 150 prósent og störfum fjölgað úr einu og hálfu í sex.“ Vona að okkur hafi tekist vel til Telur tillögurn- ar ómarkvissar Finnst ýmislegt vanta upp á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.