Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 20

Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 20
hagur heimilanna Skjöldur Eyfjörð hárgreiðslumaður lumar á góðu húsráði frá ömmu sinni. Þjóðleikhúsið, Borgar- leikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru öll með sama miðaverð á almennar sýningar, eða 3.100 krón- ur. Samkeppnin kemur helst fram þegar keypt eru áskriftarkort. Miðaverð er þá ódýrast hjá Leikfélagi Akureyrar, en Borgarleik- húsið gerir best við öryrkja, aldraða og námsmenn. Engin verðsamkeppni er hjá stóru leikhúsunum þremur, ef miðað er við almennt miðaverð, sem er 3.100 krónur. Hins vegar er nokkur verðmun- ur þegar litið er til áskriftarkorta, það er þegar viðskiptavinir kaupa miða á nokkrar sýningar í senn. Þannig kostar miðinn 1.975 krón- ur hjá Leikfélagi Akureyrar (LA) þegar keyptur er aðgangur að fjór- um sýningum í senn á 7.900 krónur og dygði aurinn annars fyrir tveim- ur og hálfri sýningu. Leikfélagið slær og samkeppn- ina út með afslætti sínum fyrir 25 ára og yngri og námsmenn. Þeir fá fjórar sýningar á 3.950 krónur, eða 987 krónur og 50 aura fyrir hvern miða. Öryrkjar og aldraðir fá ekki sérstakan afslátt af áskriftarkort- um hjá LA. Hjá Borgarleikhúsi kostar mið- inn 2.080 þegar keypt er inn á fimm sýningar í einu á 10.400 krónur, kaupandi fær því um 1,7 sýningar í kaupbæti. Þjóðleikhúsið selur dýrustu áskriftarkortin, því sýningin kost- ar 2.500 krónur þá keyptir eru fimm miðar á 12.500 krónur. Ein sýning er ókeypis, miðað við almennt verð. Í Borgarleikhúsinu fá öryrkjar og aldraðir 700 króna afslátt á almennar sýningar. Námsmenn njóta nokkuð betri kjara og fá 1.200 króna afslátt, kaupi þeir miðann samdægurs. Í Þjóðleikhúsi fá öryrkjar og aldr- aðir 600 króna afslátt af almennum miðum en námsmenn 500 króna afslátt. Hjá Leikfélagi Akureyrar fá 25 ára og yngri, námsmenn, öryrkj- ar og aldraðir einnig 500 króna afslátt af almennu miðaverði. Miðaverð á söngleiki er 3.600 krónur hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Akureyr- ar sker sig einnig úr að þessu leyti en einungis 2.600 krónur kostar á söngleikinn Óvitann. Lítil verðsamkeppni í stóru leikhúsunum Við erum bræður, ég og Rumsfeld

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.