Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 25
Sampo flaggaði nýverið 5,4 pró- senta hlut í Nordea, stærsta fjár- málafyrirtæki Norðurlanda. Aðeins einn hluthafi fer með stærri hlut í Nordea en Sampo, en það er sænska ríkið sem held- ur utan um fimmtungshlut. Sænska hægri stjórnin hefur boðað sölu á hlut sínum og má ætla að Sampo muni fylgjast grannt með gangi mála. Markaðsvirði hlutarins er um 137 milljarðar króna. Sampo, sem er að stærstum hluta í eigu Existu, situr á digr- um sjóðum eftir sölu á banka- starfsemi fyrirtækisins. Talið er að fimm milljarðar evra liggi í sjóðum finnska fjármálafyrir- tækisins um þessar stundir. Flaggaði í Nordea Sampo lét vita af 5,4 prósenta eignarhlut í félaginu. Viðræður FL Group um yfirtöku á breska leikjafyrirtækinu Inspired Gaming Group ganga snurðulaust fyrir sig samkvæmt heimildum og má ætla að yfirtökunni ljúki form- lega um næstu mánaðamót. Gengið hefur verið frá fjármögnun vegna kaupanna. Yfirtökutilboð FL Group hljóðar upp á 385 pens á hlut í Inspired Gaming Group og er markaðsvirði félagsins samkvæmt því 35,5 millj- arðar íslenskra króna. FL Group á fyrir 18,9 prósenta hlut í Inspired Gaming Group, en á vordögum keypti FL Group tíu prósenta hlut í félaginu á 240,5 pens á hlut. Inspired Gaming Group er skráð á AIM-markaðinn í Kauphöllinni í London, sem er sérsniðinn fyrir smærri og millistór fyrirtæki. Bréf í félaginu stóðu í tæpum 366 pens- um á hlut um miðjan dag í gær og eiga því talsvert í land með að ná þeirri upphæð sem FL Group býður. Inspired Gaming Group selur leikjavélar og hugbúnað fyrir afþreyingar- og leikjamarkað. FL Group lýkur yfir- töku um mánaðamót Fyrir endann sér á yfirtöku FL Group á Inspired Gaming Group. Fjármögnun vegna kaupanna er klár. Heildarlaunakostnaður hækkaði um 0,7 prósent í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu á öðrum árs- fjórðungi, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launakostnað- ur lækkaði hins vegar um 2,7 pró- sent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um tæp tvö pró- sent í samgöngum og flutningum og um 0,1 prósent í iðnaði. Árshækkun heildarlaunakostn- aðar frá öðrum ársfjórðungi árs- ins 2006 var á bilinu 6,5 prósent til 11,3 prósent. Mest var hækkunin í iðnaði, en minnst í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu. Mest hækkun í verslun á öðrum ársfjórðungi Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,2 prósent. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,32 prósent milli mánaða, samkvæmt nýjustu mæl- ingum Hagstofunnar. Það er í sam- ræmi við spár greiningardeilda bankanna. Þær bjuggust við hækk- un á bilinu 1,2 til 1,4 prósent. Eins og vanalegt er vógu útsölu- lok þungt í hækkun vísitölunnar. Verð á fatnaði og skóm hækkaði til að mynda um 13,5 prósent. Þá hafði veruleg hækkun á fasteigna- verði og hækkandi matvælaverð jafnframt áhrif til hækkunar. Í Tilefni, útgáfu greiningardeild- ar Kaupþings, segir að hætta sé á að lækkun á gengi krónunnar að undanförnu hafi í för með sér tals- verðan verðbólguþrýsting. Gengis- lækkun sé líkleg til að kynda undir frekari verðhækkunum á næstu mánuðum. Þá sé vinnumarkaður- inn enn yfirspenntur og því allt útlit fyrir að frekari kostnaðar- áhrifa muni gæta í náinni framtíð. Verðbólguhorfur til skamms tíma hafi því versnað. Verðbólgan eykst í samræmi við spár 17:00 www.hi.is/ams Rannsóknasetur um smáríki Fjallað verður um hvernig smáríki í Evrópu hafa breyst úr fátækum kotríkjum í auðug borgríki. Áhersla verður lögð á að skýra hvernig smáríkjum eins og Íslandi og Írlandi hefur tekist að byggja upp auð og hefja útrás til stærri og voldugri ríkja. The Source of Wealth in Small States Opin ráðstefna föstudaginn 14. september frá kl. 9:00 til 17:00 í hátíðarsal Háskóla Íslands á vegum Rannsóknaseturs um smáríki Uppspretta auðæfa í smáríkjum Ireland's Experience Small States an Financial Centres Hádegisverðarhlé frá 11:45 til 13:00 Kaffiveitingar milli 14:30 og 14:45 13:00 Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Björn Rúnar Guðmundsson forstöðumaður í greiningadeild Landsbankans Liechtenstein's Ongoing Economic Success Georges Baur, Deputy Head of Mission, Mission of Liechtenstein to the EU The Celtic Tiger: Tax Cuts and Economic Reforms Brendan Walsh, Professor Emeritus, University College Dublin The Icelandic Economic Miracle, 1991-2007 Hannes H. Gissurarson, Professor of Political Science, University of Iceland Reynir Harðarson listrænn stjórnandi, CCP Games Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri Caoz Sóley Stefánsdóttir grafískur hönnuður Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Ireland: The Road to Globalisation Alan Dukes, Director General, Institute for European Affairs The Internationalisation of the Irish Economy Frank Barry, Professor of International Business and Development, Trinity College Dublin Ireland's Celtic Tiger: The Social Impact of Economic Growth Paedar Kirby, Professor of International Politics and Public Policy at the University of Limerick, Ireland Fundarstjóri: Baldur Þórhallsson formaður stjórnar Rannsóknaseturs um smáríki Commentator: Katrín Ólafsdóttir Associate Professor, Reykjavík University Commentator: Gunnar Ólafur Haraldsson Director, Institute of Economic Studies Málstofustjóri: Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands Dagskrá: Opnunarávörp09:00 Sköpunargleði í útrás Samantekt og ráðstefnuslit Útrás Promens14:45 Móttaka Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað kl. 8:30 og er kaffi og meðlæti í boði fyrir opnun. Fyrri hluti ráðstefnunnar, frá 9:00 til 14:30, fer fram á ensku en eftir það á íslensku. Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Björn Rúnar Guðmundsson forstöðumaður Georges Baur, Dep. Head of Mission, Liechtenstein to the EU Hannes H. Gissurarson, Prof. of Political Science Brendan Walsh, Prof. Emeritus Reynir Harðarson, listrænn stjórnandi, CCP Games Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Caoz Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens Alan Dukes, Director General, Institute for European Affairs Frank Barry, Prof. of International Business and Development Paedar Kirby, Prof. of International Politics and Public Policy Baldur Þórhallsson form. stjórnar Rannsóknaseturs Katrín Ólafsdóttir, Associate Professor, Reykjavík University Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gunnar Ó. Haraldsson Director, Institute of Economics Studies Landsbankinn styrkir ráðstefnuhaldið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.