Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 46

Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 46
 13. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14 fréttablaðið ísmót 2007 Dómnefnd valdi Carat - Hauk gullsmið, Smáralind í Kópavogi, skartgripaverslun ársins í flokki gullsmiða. Dómnefndin horfði þar einkum til nútímalegrar hönnunar með fáguðu yfirbragði, fagmennsku og gæða. Unnið er markvisst starf í markaðsmálum og markaðsáætlun vel útfærð. Fyrirtækið er vel staðsett og aðgengilegt og vel er hugsað um viðskiptavini og starfsmenn. Stöðug hugmyndavinna er í gangi, vöruþróun er stunduð, vörur smekklega settar fram og starfsmenn sýnilegir við vinnu sína. Carat – Haukur gullsmiður skartgripaverslun ársins Dómnefnd valdi Snyrtistofuna Ágústu, Hafnarstræti 5 í Reykjavík, stofu ársins í flokki snyrtistofa. Dómnefndin horfði þar einkum til fagmennsku, langrar forystu, aðlaðandi hönnunar, hlýleika og traustvekjandi starfsemi. Við rekstur stofunnar hefur verið lögð áhersla á að fylgjast vel með og vera leiðandi í nýjungum. Áhersla hefur alltaf verið á fag- mennsku, góða þjónustu og áreið- anleika. Stofan er björt og notaleg og mikið lagt upp úr því að viðskipta- vininum líði vel meðan á meðferð stendur. Faglega er staðið að markaðs- setningu stofunnar, samskiptum við viðskiptavini og mannauðsmálum. Framtíðaráform og framtíðarsýn stofunnar ber vitni um framhald árangursríks rekstrar og að stofan verði áfram í fararbroddi. Snyrtistofan Ágústa – snyrtistofa ársins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.