Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 62
Í grunnskólum á að kenna tónmennt. Það stendur í námsskrá. Samt eru
dæmi um að skólum takist illa eða alls ekki að sinna þessari kennslu. Kannski
hugga menn sig við að þetta sé þó bara aukagrein. Heyr á endemi!
Í árþúsundir var tónlist sökkullinn í menntun ungmenna, í bland við lest-
ur og reikning auðvitað. Ég veit ekki hvenær þetta breyttist eða hver
breytti því og af hverju.
Má ég árétta hér eitt og annað sem kemur þessu við?
1) Fyrstu skólaárin eiga að byggja upp námsfærnina, leggja grunninn.
Lestur, málþroski og rökhugsun skipta hér miklu. Þetta verður að kenna.
Þar fyrir utan held ég að markmið grunnnáms sé aðeins eitt: Að þjálfa
samhæfingu hugar og atferlis. Það opnar þær rásir sem síðan eru lífæð-
in í hverju því sem maðurinn tekur sér fyrir hendur. Til er fag sem sér-
staklega fæst við þetta: Tónlist. Engin önnur grein býr yfir sama jafn-
vægi vitsmuna og athafnar, skynjunar og skilnings, sjálfstæðis og
samvinnu.
2) „Vissulega þarf að gera veg listnáms sem mestan.“ Svo mælir fagurgal-
andi atkvæðaveiðarinn. Hægan! Málið snýst ekki um listir. Og þótt tón-
listin sé þroskameðalið snýst það ekki heldur um tónlist. Við erum að
tala um menntun barnanna okkar. Mér gæti verið slétt sama um tónlist
almennt, það vill bara svo til að hún hefur þennan eiginleika sem er ein-
stakur og sem börnin þarfnast.
3) Vörumst að bókgera um of fög eins og tónlist og íþróttir. Íþróttafræði
getur ekki komið í stað íþrótta eða fróðleikur um tónlist í stað söngs. Tón-
list er fyrst og fremst iðja og hún eykur menntun og vellíðun barnanna.
4) Eða halda einhverjir að tilgangur tónmennta sé umfram annað fræðsla,
svona til að gera börnin þátttakendur í menningunni síðar meir? Eru þá
íþróttir kenndar til að auka aðsókn á völlinn? Nei, tónmennt er fyrir
börnin, ekki menninguna. Þau þurfa fyrst og fremst að uppgötva þá tón-
list sem þau sjálf búa yfir. Manneskja sem hefur fengið góða menntun
þarf nefnilega ekki að læra að listir skipta máli, hún finnur það.
5) Ég er ekki að segja að önnur listmennt sé aukaatriði í náminu heldur ein-
faldlega að hún kemur ekki í stað tónlistarinnar. Tónmenntin er reyndar
til góðs fyrir allar aðrar listir.
6) Ef stjórnvöld standa aðgerðarlaus meðan tónmenntakennsla hopar í
skólunum er það forkastanleg vanræksla, ekki á tónlistarnámi, ekki á
listnámi eða menningu, heldur á MENNTUN.
Atli Ingólfsson er tónskáld og starfar í Reykjavík. Hann mun skrifa
vikulega pistla um tónlist og tónmennt í Fréttablaðið í vetur.
Þroskatól
Leikfélag Akureyrar frum-
sýnir 15. september næst-
komandi leikritið Óvitar
eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Leikritið sló í gegn þegar það kom
fyrst fyrir sjónir landsmanna árið
1979, en það þótti endurspegla sam-
tíma sinn á skarpan en þó gaman-
saman hátt. Þó að margt hafi breyst
á þeim árum sem liðin eru síðan
leikritið var samið segir Guðrún
Helgadóttir, höfundur þess, að það
eigi enn fullt erindi við börn og for-
eldra í dag.
„Þótt þetta verk sé aðeins komið
til ára sinna geta áhorfendur enn
notið þess, enda samskipti fullorð-
inna og barna tímalaust viðfangs-
efni. Það hefur lítið sem ekkert
verið hróflað við leikgerðinni, eftir
því sem ég best veit. Leikritið fær
bara að standa eins og það hefur
verið,“ segir Guðrún. Sú breyting
hefur þó verið gerð á verkinu að
tónlist hefur verið bætt við það.
Tónlistina semur Jón Ólafsson og
söngtexta gerir Davíð Þór Jónsson.
Óvitar var síðast sett upp í
atvinnuleikhúsi veturinn 1988-1989,
en þá var það á fjölum Þjóðleik-
hússins. Guðrún tekur því fagnandi
að ný kynslóð barna fái nú tæki-
færi til þess að kynnast leikritinu.
„Það er bara eðlilegt að setja reglu-
lega upp verk sem höfða til barna.
Þannig kynnast þau leikhúsinu. Það
á sér líka stað svo mikil og hröð
endurnýjun í þessum áhorfenda-
hópi að það þarf að gæta þess að
setja sem oftast upp sígild verk, til
að mynda leikrit Thorbjörns Egner,
til þess að kynslóðir barna missi
hreinlega ekki af þeim.“
Óvitar er fjölskylduleikrit sem
er ekki síst sérstakt fyrir þær sakir
að þar leika fullorðnir hlutverk
barna og börn hlutverk fullorðinna.
Hátt í 500 börn komu í prufur fyrir
leikritið í apríl síðastliðnum sem
sýnir svo ekki er um að villast að
leiklistaráhugi yngstu kynslóðar-
innar er óumdeilanlega fyrir
hendi.
„Nokkrir af krökkunum sem tóku
þátt í upprunalegu uppfærslunni
eru í dag orðnir þjóðfrægir leikar-
ar. Þar má nefna Steinunni Ólínu
Þorsteinsdóttur, Benedikt Erlings-
son og Halldóru Geirharðsdóttur.
Því má vel vera að í barnahópnum
sem tekur nú þátt í uppfærslunni
leynist leikarar framtíðarinnar,“
segir Guðrún hlæjandi.
Guðrún er spennt fyrir uppsetn-
ingu Leikfélags Akureyrar. „Ég hef
ekki brugðið mér norður til þess að
fylgjast með æfingum, en Sigurður
Sigurjónsson leikstýrir fríðum hópi
leikara, fullorðinna og barna, og
því getur varla verið annað en vel
að verki staðið.“ Af þeim leikurum
sem taka þátt í sýningunni má
nefna Guðjón Davíð Karlsson, Hall-
grím Ólafsson, Kristínu Þóru Har-
aldsdóttur og Þráin Karlsson.
Þrátt fyrir að hafa ekki verið við-
stödd æfingar ætlar Guðrún að
sjálfsögðu að sjá verkið þegar sýn-
ingar hefjast. „Já, við förum öll
stórfjölskyldan. Það er orðið það
langt síðan að verkið var síðast sett
upp að barnabörnin mín hafa ekki
haft tækifæri til þess að sjá það.
Því er tilvalið fyrir okkur að fara
saman til Akureyrar og bregða
okkur í leikhús.“
Guðrún er sem stendur að vinna
að barnabók sem hún vill þó segja
sem minnst um. „Ég er svo feimin
að ég vil helst ekkert tala um mín
verk fyrr en þau eru tilbúin.“ Hún
hefur gefið út hjá Eddu undanfarin
ár, en sem kunnugt er hafa nýverið
átt sér stað nokkrar breytingar á
vettvangi bókaútgáfu hérlendis.
Guðrún kemur því til með að gefa
út sínar næstu bækur hjá hinu nýja
Forlagi. „Það er svolítið skemmti-
legt að þegar ég byrjaði að gefa út
bækur var það hjá Iðunni sem á
þeim tíma var stýrt af Valdimar
Jóhannssyni en nú er það Jóhann
Páll, sonur Valdimars, sem gefur út
bækur mínar. Þannig er útgáfusaga
mín komin í hring,“ segir Guðrún
að lokum.
Í dag verður opnuð sýning í Hafnar-
borg á ljósmyndum bresk-bandaríska
myndlistarmannsins Denis Masi.
Hann er fæddur í Vestur-Virginíu í
Bandaríkjunum árið 1942 og mennt-
aður við Seton Hall í New Jersey,
Slade School of Fine Art í London og
Brera-listaháskólann í Mílanó. Masi
hefur haldið einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum víða um heim og
kennt við þekkta listaháskóla eins og
Central Saint Martins College of Art,
Goldsmiths College í London og Glas-
gow School of Art.
Hann hefur búið og starfað í Evr-
ópu síðan á sjöunda áratugnum og
tengst ýmsum listhreyfingum sem
flokkast til jaðarsins, til að mynda
hinni ítölsku Arte Povera. Þó hefur
nálgun hans á myndlist einnig verið
fræðileg og þannig tengst hugtaka-
listinni sem þróaðist í Bretlandi og í
Bandaríkjunum fyrir rúmum fjöru-
tíu árum. Þá er Masi óhræddur við
að taka þátt í fræðilegri umfjöllun
um myndlist og hefur verið virkur á
því sviði. Fræðin eru honum hug-
leikin og má sjá þess merki á sýn-
ingunni í Hafnarborg, en þar má
meðal annars sjá ljósmynd af
franska heimspekingnum Jacques
Derrida sem lést árið 2004.
Jón Proppé heimspekingur
hefur kynnt sér verk Masi. Hann
segir tengsl á milli Hafnarborgar
og tiltekinnar kynslóðar lista-
manna í Lundúnum hafa orðið til
þess að Masi setur nú upp sýningu
hér. „Masi er kunningi Boyle-fjöl-
skyldunnar sem sýndi í Hafnar-
borg fyrir nokkrum árum, og varð
það til þess að vekja áhuga hans á
að sýna hér. Þessir listamenn til-
heyra tiltekinni kynslóð sem hóf
að sýna í London á áttunda ára-
tugnum í söfnum eins og ICA.“
Verk Masi hafa þróast í áranna
rás. „Á áttunda áratugnum vann
hann aðallega að stórum innsetning-
um en hann fór að einbeita sér meira
að ljósmyndum eftir að hann vann
innsetningu sem skynjaði áhorfend-
ur og tók myndir af þeim. Út frá
þessu verki kviknaði áhugi Masi á
portrettljósmyndun,“ segir Jón.
Á sýningunni í Hafnarborg verð-
ur Masi með tuttugu ljósmynda-
seríur sem settar eru saman úr sam-
tals 214 ljósmyndum í mismunandi
stærðum. Mest ber á myndum sem
hann tók á fjöldasamkomum og
hátíðum á Ítalíu. Enn fremur má sjá
á sýningunni portrettljósmyndir
sem hann tók í Frakklandi og í
Bandaríkjunum. Myndirnar eru
allar teknar á árunum 2001 til 2006.
Jón segir ljósmyndirnar, sem
teknar eru á fjöldasamkomum,
endurspegla áhuga Masi á mörkum
einstaklingsins og félagsverunnar.
„Þessar myndir eru teknar á bæjar-
eða hverfishátíðum í litlum ítölskum
bæjum. Masi rannsakar smáatriðin
í þessum viðburðum og skrásetur
þá sem myndlistarmaður frekar en
fréttaljósmyndari. Hann notar lins-
una til að draga einstök andlit út úr
hópnum og leita að kjarna andrúms-
loftsins sem myndast á fjöldasam-
komum.“
Ljósmyndirnar á sýningunni hafa
pólitíska og félagslega skírskotun.
„Myndirnar sýna hvernig svona
samkomur sem haldnar eru í smá-
bæjum og innan tiltekinna hverfa
skapa samkennd á meðal fólks.
Hátíðarhöldin standa fyrir og
styrkja félagskennd þessara samfé-
laga og auka þannig á samhjálp
manna í millum,“ bendir Jón á.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá 11 til 17 og fimmtu-
daga er opið til 21. Síðasti sýningar-
dagur er mánudagurinn 6. október.
Samkomur skrásettar
Hvað er að
frétta af
landsliðinu?
Bláir skuggar
SIGURÐUR FLOSASON
TÓNLEIKAR
FÍH salnum Rauðagerði
Fös. 21. sept. kl. 20:30
Forsala: midi.is
PÉTUR ÖSTLUND JÓN PÁLL BJARNASON ÞÓRIR BALDURSSON
S ÓLR Ú N BRAGADÓTT IR S I GUR ÐUR F LO SASON
TÓNLEIKAR
Laugarneskirkju
mið. 26. sept. kl. 20:30
Forsala: midi.is