Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 78
„Þetta kom okkur óvart og við erum frekar miður okkar yfir þessu,“ segir Örn Árnason leikari um brotthvarf kollega síns og vinar, Randvers Þorlákssonar, úr Spaugstofunni. Að sögn Arnar var það Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, sem tók ákvörðunina um brotthvarf Randvers. Randver er einn af upphafs- mönnum Spaugstofunnar. Í sam- tali við Fréttablaðið í gær stað- festi hann brotthvarf sitt en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Randver gat ekki gefið neina eina ástæðu fyrir brotthvarfi sínu, sagðist bara ekki verða með og að svona hefðu kaupin gengið fyrir sig á eyrinni. Randver sagðist ekki vita hvort hann myndi snúa aftur að ári, hann hugsaði einfald- lega ekki svona langt fram í tím- ann. Örn Árnason sagði þetta ekki hafa verið þeirra ákvörðun held- ur hefði hún komið frá Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra RÚV. Þórhallur vildi hins vegar ekki tjá sig neitt frekar um brott- hvarf Randvers og sagði það leik- arans að greina frá sínum starfs- lokum í Efstaleitinu. Hann sagði að töluverðar breytingar yrðu á Spaugstofunni og nefndi meðal annars gestaleikara sem yrðu reglulega hjá þeim. Meðal þeirra sem koma fyrir í fyrsta þættinum eru Hilmir Snær Guðnason, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. „Þórhallur vildi breytingar,“ segir Örn. „Auðvitað erum við ekki sáttir, en hvað eigum við að gera? Við erum fimm verktakar sem erum að vinna fyrir Sjón- varpið og ef dagskrárstjórinn vill breytingar þá verður svo að vera,“ heldur Örn áfram. Ekki verður ráðinn maður í stað Randvers. Á vef Mannlífs kom fram í gær að drög hefðu verið lögð að brotthvarfi Randvers síð- astliðið vor. Randver hefur verið með Spaugstofunni frá því að hún birt- ist fyrst á skjám landsmanna árið 1985. Frá árinu 1989 hefur Spaug- stofan krufið mikilvæg mál á laugardagskvöldum og notið ein- stakra vinsælda hjá landsmönn- um. Í fyrra náði Spaugstofan þeim einstaka árangri að taka upp sinn 300. þátt. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það er nú bara kaffi og kleina í mötuneyti Ríkissjónvarpsins og kannski eitt rúnstykki með svona á góðum degi.“ „Jú, við leigjum auðvitað flugvél, þetta er beint flug til Kína. Hvað hún verður stór á hins vegar enn eftir að staðfesta, en enn eru nokk- ur sæti laus,“ segir Dögg Hjalta- lín, fjárfestatengill hjá Eimskipum. Fyrirtækið býður starfsmönnum sínum og helstu viðskiptavinum í sannkallaða lúxusferð á kjaraverði til Kína í tilefni af því að fyrirtæk- ið opnar risastóra frystigeymslu í borginni Quingdao. Verðið er aðeins 119 þúsund krónur fyrir tvíbýli í fimm daga en 139 þúsund fyrir einbýli. Eimskip hyggjast greiða niður ferðina að hluta. Ef bókað er sæti á Business Class hækkar verðmiðinn ögn, 214 þús- und í tvíbýli en 234 þúsund í ein- býli. Herlegheitin hefjast á Keflavík- urflugvelli miðvikudaginn 3. okt- óber. Flogið verður beint til hafn- arborgarinnar sem er rómuð fyrir náttúrufegurð. Þar er allt sem hugurinn girnist; veitingastaðir, verslanir og fallegar baðstrendur. Gestirnir munu sofa úr sér ferðaþreytuna á Shangri La, fimm stjörnu hóteli í miðborg Quingdao en þaðan er stutt í verslanir og á ströndina. Dögg segir fyrirtækið ekki taka allt hótelið á leigu en stærstur hluti þess verður þó und- irlagður starfsmönnum og við- skipavinum Eimskipa. Fyrirtækið býður í kvöldmat á föstudeginum en Dögg gat ekki staðfest hvort einhverjir skemmtikraftar á vegum fyrirtækisins myndu halda uppi stemningunni. Hún bjóst þó fastlega við því að borgaryfirvöld í Qingdao myndu bjóða upp á ein- hverjar slíkar skemmtanir. Eimskip í lúxusferð til Kína Ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir býr í Kaupmannahöfn og starfar þar hjá Steen Evald en hann er annar af tveimur opinberum ljós- myndurum dönsku konungsfjöl- skyldunnar. Undanfarið hafa þau unnið að því að mynda herferðina ONE fyrir Bono, söngvara U2, sem miðar að því að útrýma fátækt í þriðja heiminum og vekja almenn- ing til vitundar um ástandið sem þar ríkir. Margar af þekktustu stjörnum Dana mættu í myndatöku og lögðu málefninu lið, meðal annars fyrir- sætan Helena Christensen sem er einmitt góðvinkona Bono sjálfs. Helena tók jafnframt myndir fyrir bandarísku herferðina, enda ein- beitir hún sér nú að ljósmyndun. „Ef allir þeir sem geta gæfu bara eitt prósent af tekjum sínum gætum við gert eitthvað ótrúlegt í sameiningu. Þetta virkar svo ein- falt,“ segir Aldís. Afraksturinn úr myndatökunum verður sýndur í sýningarrými Normann Copen- hagen á Østerbrogade 70. „Sýn- ingin opnar í dag og stendur út september. Hún inniheldur bæði myndir og myndbönd frá okkur. ONE-bolirnir verða líka til sölu en allur ágóði rennur til samtakanna. Merkið á bolunum er hannað af eiginkonu Bono, Ali Hewson, en þau verða líklega bæði þarna á morgun,“ segir Aldís. Áhugasamir geta kynnt sér ONE og lagt sitt af mörkum á www.one. Myndaði Helenu Christensen fyrir Bono Hvað er að frétta af skjálftanum? Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.