Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 4
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Fossvogskirkju í kvöld 18. okt. kl. 20. Fyrirlesari Gréta Sigurðardóttir. Allir velkomnir! Makamissir Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september er þriðjungi minna en lögreglan hefur gefið út fram til þessa. Í stað rúmlega 60 kílóa af fíkni- efnapökkum sem lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu sagði að hefðu verið teknir í skútunni, daginn eftir að efnin voru tekin, er um að ræða tæplega 40 kíló af fíkniefn- um. Um er að ræða 14 kíló af e- töfludufti, tæp 24 kíló af amfetam- íni og 1.800 e-töflur, sem vega, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins, um 800 grömm. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu efndi til fréttamannafundar þar sem efnin voru sýnd og leyfðar myndatökur hinn 21. september. Í tilkynningu frá lögreglunni þá sagði: „Bráðabirgðaniðurstöður benda til að fíkniefnapakkarnir sem fundust í skútunni séu rúm- lega 60 kg. Um er að ræða amfet- amín, e-töfluduft (um 14 kíló) og e- töflur. E-töflurnar eru um 1.800 talsins.“ Spurður um ástæðu þess að þarna muni heilum 20 kílóum af fíkniefnum segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn, sem haft hefur með höndum upp- lýsingagjöf um málið til fjölmiðla, að ekki hafi verið forgangsverk- efni að vigta nákvæmlega hversu mikið magnið hafi verið á fyrstu dögum rannsóknar. Í tilkynningu frá lögreglu hafi verið um að ræða heildarþyngd á fíkniefnapökkun- um sem slíkum. „Það fór líka svolítil vinna í að aðskilja efnin, umbúðir og annað. Það voru efni í þessu sem sett voru í til að þyngja þessar töskur. Svo er þetta spurning um rann- sóknarhagsmuni að gefa magnið ekki nákvæmlega upp,“ útskýrir Friðrik Smári enn fremur. Spurður hvaða efni hefðu verið sett í töskurnar, auk fíkniefnanna og hvers vegna, svaraði Friðrik Smári að tilgangurinn hefði verið til að „vera klár á að setja þetta í sjóinn og láta það sökkva“. Hann kvaðst ekki vilja gefa upp hvað hefði verið í töskunum, auk fíkni- efnanna. „Okkur er enginn akkur í því að segja þetta magn meira heldur en það er,“ segir Friðrik Smári. „ Það er ekkert slíkt sem liggur að baki þessu.“ Spurður af hverju lögreglan hafi ekki sent frá sér aðra tilkynningu til að leiðrétta þennan mikla mis- mun á magni segir Friðrik Smári menn ekki hafa hugsað út í það. Pólstjörnufíkniefnin 40 en ekki 60 kíló Fíkniefnin sem haldlögð voru í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn í september vega þriðjungi minna en lögregla hafði greint frá. Nákvæm vigtun magnsins ekki forgangsverkefni á fyrstu dögum rannsóknarinnar, segir yfirlögregluþjónn. „Ég hefði aldrei getað trúað þessu,“ segir Hólmar Þór Stefánsson húsasmiður sem nýlega var greindur með nýrnabilun. Verið er að leita að heppilegum nýrnagjafa fyrir Hólmar en sjálfur hefur hann hafið störf í þágu nýrnasjúkra. Þegar hann hélt upp á fertugsafmælið sitt á Players síðastliðinn föstudag afþakkaði hann gjafir en bað gesti um að greiða 2.000 króna aðgangseyri inn í veisluna eða leggja inn á safnreikning. Ágóðinn af söfnuninni er um 570 þúsund en þá fjárhæð notar Hólmar til að greiða fyrir ómsjá sem nýtist helst nýrnasjúku fólki. Tækið ætlar hann svo að gefa Landspítalanum auk hjólabúnað- ar til að flytja það milli deilda. „Ef það verður afgangur vil ég að deildin noti hann í eitthvað annað sem vantar, þó það væri ekki annað en nýtt bollastell,“ segir hann. Hólmar segist aldrei hafa búist við þeim viðtökum sem söfnunin fékk og gleðst sérstaklega yfir því að svo virðist sem framtak hans hafi blásið nýju lífi í samtök nýrnasjúkra en starfsemi þess hefur verið fremur lítil að undanförnu. Verið er að gera tilraunir með að aðskilja þorsk og ýsu í botnvörpu þannig að tegundirnar hafni í aðskildum hólfum vörpunnar. Þetta kemur fram á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar. Með aðferðinni sem notuð er má til dæmis aðgreina ýsu og þorsk þar sem tegundirnar hegða sér með ólíkum hætti í botnvörpu. Náist tilætlaður árangur er vonast til þess að hægt verði að auka veiði á þeim tegundum sem ætlunin er að veiða en um leið sjá til þess að smáþorskur og aðrar tegundir sleppi. Að þessu verður unnið áfram á vegum Hafrannsókna- stofnunarinnar á næstu vikum og mánuðum. Tilraunir til að aðskilja tegundir í botnvörpu „Þetta eru heilmikil tíma- mót því þetta er í fyrsta skipti í sögu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi sem sérsamband innan ÍSÍ er fært úr Reykjavík og út á land,“ segir Þórunn Sif Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri Skíða- sambands Íslands. Höfuðstöðvar Skíðasambands- ins hafa verið fluttar á Akureyri og verður skrifstofa þess opnuð formlega í sameiginlegu rými með Íþrótta- og Ólympíusam- bandi Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar á morgun. Skíðasambandið flytur norður Ársþing ASÍ hefst í dag. Á þinginu verður fjallað um breytingatillögu varð- andi lágmarks bótarétt í velferð- arkerfinu. „Við erum að kynna til- lögu um að skilgreina bótaréttinn út frá tekjudreifingunni í landinu. Það er ný hugsun,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, flytur stefnuræðu og síðan verður ávarp félagsmálaráðherra. „Það er ljóst að kjaramálin eru á vettvangi landssambandanna og aðildarfélaganna og menn eru að samstilla sig hvað það varðar,“ segir Gylfi. Tillaga um lág- marks bótarétt Allsherjarleit stend- ur yfir í Taílandi að kanadískum barnaskólakennara sem er eftir- lýstur af alþjóðalögreglunni Int- erpol fyrir barnaníð. Landamæraverðir voru á varðbergi svo að Christopher Paul Neil, sem kom til Taílands á fimmtudaginn, takist ekki að flýja úr landi. Interpol dreifði ljósmynd af Neil víða um heim á þriðjudag eftir að bera tókst kennsl á hann á um 200 myndum sem sýndu hann misnota unga víetnamska og kambódíska drengi. Neil hafði brenglað andlit sitt á myndunum en lögreglu tókst að skýra mynd- ina. Allsherjarleit að barnaníðingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.