Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 40

Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 40
 18. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið vinnuvélar Sigurvin Leifsson, bílstjóri hjá húseiningafyrirtækinu Smell- inn á Akranesi, er með dálítið smellinn vagn aftan í bílnum fyrir ósamsett hús. „Þessi vagn er sérhannaður úti í Þýskalandi til að flytja þær hús- einingar sem Smellinn framleið- ir,“ segir Sigurvin. Hann er á leið- inni frá Akranesi til Grindavík- ur með farm og er að dæla olíu á bifreiðina í Mosfellsbænum þegar í hann næst. Vagninn er 15-20 cm frá götunni og líkastur flotkví í laginu. Einingarnar standa uppi á rönd á palli eða fleti, eins og það er kallað. Sigurvin segir engan lyftara eða krana þurfa við fermingu bíls- ins eða affermingu. „Vagninn er á glussatjökkum. Við slökum honum bara niður, opnum hliðið að aftan og bökkum undir fletið, sem áður er búið að festa einingarnar á inni í verksmiðjunni. Lyftum svo vagn- inum upp aftur. Glussatjakkar eru þrír hvoru megin á hliðum vagns- ins. Þeir eru dregnir aftur og fram og lyft upp eftir því sem dyra- og hurðagöt á einingunum gefa tilefni til. Tjakkarnir halda einingunum föstum eins og þvingur þannig að hægt er að keyra með þær á fullri ferð. Fletið er svo bara skilið eftir á byggingarsvæði því maður er ekki háður neinum krana. Síðar safnar maður saman fletunum og tekur þau í einn bunka, sex til sjö saman, og fer með þau upp á Skaga. Þau eru svipuð og gámafleti nema miklu mjórri og styttri, aðeins 1,50 á breidd og 9 metra löng.“ Vagninn kom frá Þýskalandi fullbúinn að sögn Sigurvins. „Við fórum út til að skoða gripinn þegar hann var á byggingarstigi og létum bæta við þriðja tjakknum hvoru megin sem heldur eining- unum skorðuðum. Elsti vagninn okkar er ekki með svoleiðis búnað heldur þarf að binda allt í honum með strekkjurum.“ Sigurvin er í lokin spurður hvort húsaeiningarnar taki ekki veður á sig í vindstrengjum undir Hafnarfjallinu en gerir ekkert úr því. Vagninn sé svo lágur að þyngdarpunkturinn verði ekki hættulega hár. „Það eina sem þarf að varast er brýrnar og auðvitað kemst ég ekki alltaf í göngin ef farmurinn er hár. Þá fer ég bara Hvalfjörðinn.“ gun@frettabladid.is Líkastur flotkví í laginu Vagninn er lágur og hægt að slaka honum alveg niður á jörð þegar verið er að ferma hann og afferma. Sigurvin ofan í vagninum góða. Húseiningarnar eru skorðaðar uppi á rönd á fletinu og haggast ekki í keyrslu. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON Aukin meðvitund er orðin meðal atvinnurekenda um mikilvægi öryggisbúnaðar og persónuhlífa. „Öryggisfatnaðurinn er að verða stór hluti af viðskiptun- um. Menn eru farnir að fylgja þeim kröfum og reglum sem eru um notkun á öryggis- og sýni- leikafatnaði. Það er náttúrlega misjafnt eftir starfsstéttum hversu langt er gengið en mörg fyrirtæki eru farin að taka alfatnað á starfsfólkið,“ segir Kristján Einarsson, sölustjóri fyrirtækjasviðs Dynjanda, sem verslar með vinnu- og frístunda- fatnað auk öryggisfatnaðs. „Það má eiginlega segja að við séum með öryggið frá A til Ö,“ útskýrir Kristján en öryggis- fatnaðurinn er aðalsmerki fyrirtækisins. Nú er það skylda fyrir- tækja að útvega réttu persónu- hlífarnar fyrir sitt starfsfólk og þar af leiðandi hafa þau við- skipti aukist. „Það liggur við að það sé orðið algilt að fyrirtæki fati starfsfólk sitt upp frá toppi til táar. Jafnvel þó að ekki sé þörf á sýnileikafatnaði eru menn að útvega sínu starfs- fólki venjulegan fatnað líka. Ástæðan er bæði sú að fyrir- tækin séu snyrtileg út á við og starfsfólkið snyrtilegt og þetta er auglýsing þar sem fyrirtæki láta oft merkja fatnaðinn,“ segir Kristján og bætir við að menn séu auk þess orðnir mun meðvitaðri um öryggismálin. Dynjandi er í samstarfi við Vinnueftirlitið og fylgist náið með þeim breytingum og reglum sem gilda. Helstu nýjungarnar í öryggisfatnaði eru svokallað- ar heilsársflíkur. „Mörg fyrir- tæki eru farin að klæða starfs- fólkið í flíkur sem halda bæði veðri og vindum. Hjá okkur er nýtt efni sem kallast Pro Tech og hefur verið geysilega vinsælt. Þetta eru flíkur sem auðvelda fyrirtækjum kaupin þar sem þau þurfa yfirleitt að kaupa færri flíkur. Til dæmis er hægt að kaupa léttan og þunnan, ófóðraðan jakka sem heldur bæði veðri og vindum og starfsmenn geta þá ýmist verið í flíspeysu eða skyrtu innan undir. Fyrirtæki eru mikið til hætt að kaupa þetta ódýra rusl og reyna frekar að fjár- festa í gæðum,“ segir Kristján, sem telur að þetta haldist í hendur við að nú er góð tíð hjá fyrirtækjum og þau hafa efni á þessu. Kristján segir að fyrir nokkrum árum hafi þetta verið mun erfiðara og mönnum oft blöskrað verðið. Auk þess hafi aðbúnaður verkafólks verið töluvert í umræðunni. „Stéttarfélögin eru meðvituð um að þessir hlutir séu í lagi og eins hefur Vinnueftirlitið staðið sig vel í kynningu á þessu. Þeir kynna vel fyrir sínu fólki hverjar eru skyldur atvinnurekenda og menn eru almennt orðnir með- vitaðri um þessa hluti,“ segir Kristján en Dynjandi er með áratuga reynslu og sérþekkingu á viðurkenndum öryggisbúnaði í íslensku atvinnulífi. hrefna@frettabladid.is Allt fyrir öryggið Kristján Einarsson telur að aukin meðvitund sé meðal atvinnurekenda um mikilvægi öryggisbúnaðar og persónuhlífa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í atvinnutæki? Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.