Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 18
fréttir og fróðleikur Um 3.700 neytendur Hagar hafa ákveðið að meina Verðlagseftirliti ASÍ að gera verðkannanir í verslunum sínum. ASÍ ætlar að vinna eftir sínum eigin leikreglum ef versl- anir sýna ekki samstarfs- vilja. Talsmenn neytenda og viðskiptaráðherra telja að deiluaðilar eigi að setjast niður og komast að samkomulagi. Talsmaður neytenda er tilbúinn til að gera sitt ef eftir því verður leitað. Ágreiningur er milli Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, Haga og Alþýðusambands Íslands, ASÍ, um framkvæmd könnunar sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði nýlega. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur gagnrýnt ASÍ fyrir óvönduð vinnubrögð og segir eftirlitsmenn- ina bera saman epli og appelsínur. Ekki verði gripið til handalögmála og aldrei muni standa á Högum að ræða málin en eftirlitsmönnum ASÍ verði meinað verðlagseftirlit í verslunum Haga meðan dóm- kvaddir menn skera úr um það hversu áreiðanleg vinnubrögð ASÍ séu. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, telur Haga stundum vera með áróðursher- ferð. „Ábyrgðin á verðtöku er gagnkvæm. Þegar við tökum verð fara verslunarstjórar yfir verðið og kvitta fyrir að það sé rétt,“ segir hann og viðurkennir að mis- tök hafi stundum átt sér stað. „Við höfum alltaf sagt að við erum ekki óskeikul í þessu frekar en þeir.“ Gylfi segir að deilan hafi stig- magnast frá því að verðstríðinu lauk 2005. ASÍ hafi talið mikilvægt að verðstríðið hafi varanleg áhrif fyrir neytendur. Aðhaldi hafi verið fylgt eftir og deilur um fram- kvæmdina spunnist upp. „Samkomulag var við SVÞ um sömu reglur fyrir alla. Fyrir utan kröfu um að við hættum að birta tölur fyrir einstakar verslanir og reikna út meðalverð á einstakri vöru þá hafa fáar tillögur komið um það með hvaða hætti þetta gæti verið öðruvísi en gagnrýnin hefur verið gríðarleg. ASÍ hefur ítrekað komist að þeirri niður- stöðu að Bónus sé ódýrasta versl- unin og alla tíð viljað finna leik- reglur sem hentar báðum aðilum. En þetta er verðlagseftirlit og ætl- ast er til þess að fólk átti sig á því hvaða verðlag er í búðum. Maður verður að nefna búðina.“ Sigurður Þ. Jónsson, fram- kvæmdastjóri SVÞ, segir að löngu sé ljóst að ekkert samkomulag sé um verklagsreglur. „Við erum búnir að gefa þetta frá okkur. Við teljum að alltof mikil athygli sé á matvörunni sem er ekki nema tólf prósent af útgjöldum heimilanna. Það ætti að snúa sér að 88 prósent- unum og skoða hvar verðbreyting- ar eiga sér stað. Við teljum þá umræðu miklu þroskaðri og áhugaverðari en að þrátta um það hvað ákveðin vara kostaði í síð- ustu viku í einhverri búð,“ segir hann. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra er fylgjandi verðlagseft- irliti og bendir á að ASÍ sé frjálst að sinna því. „Ég hvet þá eindreg- ið til að ná niðurstöðu í þessu máli,“ segir hann og telur fráleitt að meina ASÍ að gera kannanir. „Verðkannanir skipta miklu máli. Með þeim geta neytendur fylgst með verðlagsþróun og valið versl- anir eftir verði. Bónus varð stór- veldi af því að almenningur vissi að þar var að finna vöru á lágu verði,“ segir hann. Talsmenn neytenda telja að verðlagseftirlitið skipti miklu máli. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir það liggja í augum uppi að verðkannanir hafi gildi fyrir almenning. Almenningur hafi ekki tíma eða aðstöðu til þess í dagsins önn að bera saman verð á vörum til daglegs brúks. „Gildi þessara verðkannana er nokkuð augljóst og nauðsynlegt að þær haldi áfram,“ segir hann. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir að viðbrögð verslunar- innar valdi sér vonbrigðum. Ekkert vafamál sé að verðkannan- ir séu mikilvægar, þær ýti undir samkeppni og hafi jákvæð áhrif á verðlag í landinu. „Ég væri ósátt- ur við að verslunin kæmist upp með að stoppa slíkar kannanir,“ segir hann. Bæði Jóhannes og Gísli eru þeirr- ar skoðunar að æskilegast sé að deiluaðilar setjist niður og reyni að ná samkomulagi. „Ég legg meg- ináherslu á að menn komi sér upp úr skotgröfunum og komi sér saman um leikreglum en það verð- ur að gera ráð fyrir því í leikregl- unum að kannanirnar upplýsi neytendur sem best. Það verður ekki gert með því að hætta að birta nöfn seljenda,“ segir Jóhannes. Gylfi segir að ASÍ muni halda áfram að gera verðkannanir. „Ef þeir ætla að meina okkur að koma inn í búðina með merkimiðann á hattinum um að við séum frá Verð- lagseftirliti ASÍ þá mun ASÍ hætta að vinna eftir þeim sameiginlegu reglum sem við höfum sett okkur þar sem við höfum gefið þeim tækifæri til að leiðrétta listana og fá afrit af þeim. ASÍ mun halda áfram að gera verðkannanir. Verslanaeigendur geta ekki bann- að neytendum að fá að vita hvaða verð er á vörunum þeirra. Ef ekk- ert samstarf verður um það þá fá þeir ekki að vita hvaða vörur við erum að taka.“ ASÍ heldur áfram með kannanir Fyrirtækið sem sprengdi borgarstjórn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.