Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 37
Nikótín ætti að vera fáanlegt í vörum sem valda ekki heilsutjóni, til að hjálpa reykingamönnum sem geta með engu móti hætt að reykja. Þetta segja læknar við Konunglega læknaháskól- ann á Englandi (Royal College of Physicians) sem skora á bresk heilbrigðisyfirvöld að gefa leyfi fyrir framleiðslu gervisígarettna sem sjá reykinga- mönnum fyrir nikótínskammtinum. Lyfjalög í Bret- landi hindra þróun og markaðssetningu þess konar vörutegunda á þeim forsendum að nikótín sé ávana- bindandi. Nikótíntyggjó og önnur hjálparmeðul inni- halda mun minna nikótín en er í sígarettu og duga skammt til að venja fólk af óslökkvandi löngun. „Reykingamenn geta ekki hætt vegna þess að þeir eru ofurseldir nikótínfíkninni, en það er ekki nikótínið í sígarettunum sem drepur heldur þau hundruð eiturefna sem fylgja með í reyknum,“ segir prófessor John Britton, stjórnarformaður RCP. „Það besta sem reykingamenn gera fyrir heilsu sína er að steinhætta reykingum. Hins vegar eru milljónir reykingamanna ófærar um og ólíkleg- ar til að drepa endanlega í sígarettunni og nikótín- vörur gætu einmitt komið þeim að gagni, án þess að verða þeim að fjörtjóni.“ Breska heilbrigðisráðuneytið hefur málið til skoðunar og segir forgangsverkefni að minnka reykingar landsmanna, en læknar við RCP fullyrða að saklausar nikótínvörur, eina og gervisígarettur, gætu afstýrt milljónum dauðsfalla. Fjórðungur fullorðinna Breta flokkast undir að vera stórreykingafólk. Árlega tekst tæplega fimm prósentum af þeim reykingamönnum, sem þrá ekkert frekar en að losna við fíkina, að hætta að reykja. Nikótín lífgjöf reykingafólks Geislameðferð er í mörgum til- fellum hluti af þeirri meðferð sem konur fá við nýgreint brjóstakrabbamein. Yfirleitt er meðferðunum raðað þannig upp að byrjað er á skurðaðgerð. Síðan eru krabbameinslyf gefin ef þörf er á því og í framhaldinu geisla- meðferð að gefnum ákveðnum forsendum. Að lokum eru kon- urnar settar á móthormóna- meðferð ef krabbameinið reyn- ist vera hormónanæmt. Um það bil 1% af brjóstakrabbameinum greinast hjá karlmönnum og það sem hér er sett fram á jafnt við þá eins og konurnar. Þær forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi áður en hafin er geislameðferð tengist annars vegar umfangi skurðaðgerðar- innar og útbreiðslu sjúkdómsins. Þegar gerður er fleygskurður þar sem æxlið sjálft er fjarlægt og nánasta umhverfi þess en brjóstið að öðru leyti látið halda sér er í framhaldinu gefin geisla- meðferð á þann brjóstvef sem eftir er. Þá er gert ráð fyrir að geislameðferðin nái að eyða hugsanlegum krabbameinsfrum- um sem gætu hafa orðið eftir við skurðaðgerðina. Það hefur sýnt sig að fleygskurður þar sem geislameðferð er gefin í fram- haldi er jafngóð meðferð eins og ef allt brjóstið er fjarlægt. Stundum þarf að fjarlægja allt brjóstið og er þá talið nauðsyn- legt að gefa geislameðferð í framhaldinu ef æxlið er mjög stórt eða ef margir eitlar úr hol- höndinni reynast vera með krabbameinsfrumur. Þá er geislameðferð gefin á brjóst- kassann þar sem brjóstið var og á eitlastöðvar í holhöndinni. Geislameðferð er því regla ef gerður er fleygskurður en í undantekningartilfellum er geisla- meðferð gefin ef brjóstið er fjar- lægt. Oftast þurfa konurnar að koma í 25 skipti til að fá geisla- meðferð þar sem meðferðin er gefin alla virka daga þ.e. fimm sinnum í viku. Meðferðin tekur því 5 vikur. Áður en geislameðferðin byrjar fer fram undirbúningur. Í honum felst m.a. sneiðmynda- taka þar sem sneiðmyndir eru teknar af brjóstkassanum. Það er gert til að hægt sé að útbúa þrívíddarmynd af brjóstkassa konunnar í sérstöku tölvuundir- búningskerfi. Með þessu móti er það gert auðveldara að sjá hver afstaða brjósts og brjóstkassa er til legu lungna og hjarta. Hægt er að herma eftir geislameðferð- inni í tölvukerfinu og því betur hægt að meta hvað mikið af geisluninni fer inn í nærliggj- andi líffæri og þá hvernig best er að haga meðferðinni þannig að óæskileg geislun verði sem minnst. Leitast er við að sem minnst fari í nærliggjandi lunga og helst ekkert í hjarta. Þessi tækni hefur gert það mögulegt að draga mjög úr aukaverkunum í þessum líffærum. Það hefur einnig sýnt sig að geislameðferð dregur ekki eingöngu úr líkunum á endurkomu brjóstakrabba- meins heldur hefur einnig aukið lífslíkur kvennanna. Aftur á móti veldur geislameðferð aukaverk- unum meðan á meðferðinni stendur og í einhvern tíma þar á eftir. Aðallega er um að ræða húðbruna sem stundum er mjög vægur en einstaka sinnum kemur fram húðflögnun eins og um sólbruna er að ræða. Sýkingar eru sjaldgæfar. Nokkuð algeng er þreyta og orkuleysi sem getur staðið yfir í nokkurn tíma eftir lok meðferðarinnar. Þegar á heildina er litið er ljóst að geislameðferð er mikilvægur hluti af meðferð við nýgreindu brjóstakrabbameini að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og að auka- verkanir eru oftast vel þolanlegar. Það verður samt alltaf að hafa í huga að ekki eru tveir einstakl- ingar eins. Því er vel fylgst með konunum í geislameðferðinni bæði af hjúkrunarfræðingum og geislafræðingum deildarinnar ásamt læknum. Að meðferð og undirbúningi geislameðferðar- innar koma einnig starfsfólk geislaeðlisfræðideildar, það er geislaeðlisfræðingar, hjúkrunar- fræðingar og geislafræðingar. Það er eingöngu hægt að undir- búa og gefa geislameðferð á einum stað á landinu það er á Landspítalanum við Hringbraut í svokallaðri K-byggingu. Geislameðferð er einnig gefin ef um ólæknandi brjóstakrabba- mein er að ræða. Eðli meðferð- arinnar breytist frá því að vera læknandi yfir í að vera meðferð þar sem markmiðið er að draga úr einkennum. Ekki þarf að gefa eins mörg skipti eins og við læknandi meðferð til að draga úr einkennum. Stundum nægir að gefa eitt skipti geislameðferð og allt upp í tíu skipti. Dæmi um slíka meðferð er geislameðferð á bein vegna verkja frá beina- meinvörpum. Þar er tilgangur- inn að draga úr verkjunum þannig að hægt sé að takmarka verkjalyfjameðferð. Geislameðferð hefur því fjöl- breyttu hlutverki að gegna við meðferð brjóstakrabbameina. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að tvinna saman mismun- andi meðferðarleiðir ekki bara í brjóstakrabbameinum heldur einnig við mörg önnur krabba- mein. Hlutverk geislameðferðar við meðhöndlun krabbameina heldur því áfram að vera mikil- vægt og mikilvægi hennar jafn- vel aukist með tækniframförum innan þessarar meðferðarleiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.