Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 27
SPRON hefur óskað eftir skrán- ingu í Kauphöllina, OMX Nordic Exchange Iceland, næsta þriðju- dag. Tímasetningin er í takt við fyrri áætlanir sparisjóðsins, en í haust var rekstrarformi hans breytt í hlutafélag. Hagnaður SPRON fyrstu átta mánuði ársins nemur 12,2 millj- örðum króna samkvæmt óendur- skoðuðu uppgjöri, en vegna skráningarinnar birti sjóðurinn í gær helstu niðurstöður þess, auk þess að fara yfir þróunina sept- ember og það sem af er þessum mánuði. Þar kemur meðal annars fram að söluhagnaður sjóðsins af eignarhlut hans í Icebank í þess- um mánuði hafi numið 3,3 millj- örðum króna, en markaðsvirði fjögurra prósenta hlutarins sem haldið var eftir hafi aukist um 0,6 milljarða. Heildareignir SPRON eru eftir fyrstu átta mánuðina sagðar hafa numið 211,8 milljörðum króna. September er sagður hafa ein- kennst af miklum sveiflum á fjár- málamarkaði og sagt að horfur séu á að niðurstöður níu mánaða uppgjörs sjóðsins verði heldur lakari en á miðju ári. „Við bindum miklar væntingar við skráninguna og teljum að með henni standi fjárfestar í SPRON betur að vígi en áður,“ segir Guð- mundur Hauksson sparisjóðs- stjóri. Hann segir að ákveðið hafi verið að halda áfram með skrán- inguna þrátt fyrir sveiflur á fjár- málamarkaði og á ekki von á að sveiflurnar hafi mikil áhrif á verðmyndun bréfanna. „Okkar afkoma er góð þrátt fyrir sveiflur og horfur góðar,“ segir hann. SPRON skráð eftir helgina Icebank sameinar Behrens fyrirtækjaráðgjöf starfsemi bankans eftir kaup á öllu hlutafé Behrens. Viðskiptin voru gerð opinber í gær, en kaupverð og aðrir skilmálar sagðir trúnaðarmál. „Stofnendur og stærstu eigendur Behrens eru Aðal- steinn Jóhannsson og Sigurð- ur Smári Gylfason. Við kaup- in ganga þeir til liðs við Icebank og mynda kjarnann í fyrirtækjaráðgjöf bankans,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Þar kemur fram að á undanförnum árum hafi Behrens haslað sér völl á sviði ráðgjafar við kaup og sölu á fyrirtækjum hér og í Eystrasaltsríkjunum. „Félagið hefur einnig sinnt verkefnum í öðrum löndum Austur-Evrópu, svo sem Tékklandi, Ser- bíu og Rúmeníu. Félagið rekur starfs- stöðvar í Reykjavík, í Riga í Lettlandi og Vilnius í Litháen.“ Tólf manns starfa hjá Behrens, þar af sex utan landsteinanna og verða þeir allir starfs- menn Icebank. Starfsstöðvar Behrens í Lettlandi og Litháen verða fyrstu starfsstöðvar bankans á erlendri grund. Icebank kaupir Behrens Fyrstu útrásarskref Icebank stigin með kaupunum. Ísland er í tíunda sæti yfir lönd þar sem auðveldast er að eiga við- skipti í heiminum. Þetta sýnir ný úttekt Alþjóðabankans sem gefin var út í rit- inu Doing Business 2008. Úttektin er unnin árlega en þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Ísland hefur bætt sig frá því í fyrra og fer upp um tvö sæti. Singapúr er í fyrsta sætinu, Nýja-Sjáland í því öðru og Bandaríkin í þriðja sæti. Öll Norðurlöndin skora tiltölulega hátt. Ísland er þó ofar þeim öllum, að Danmörku undanskilinni, sem er í fimmta sæti. Melissa Johns, sérfræðingur Alþjóðabankans, kynnti skýrslu Alþjóðabankans á morgunverðar- fundi Útflutningsráðs og Við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins í gær. Sagði hún meðal annars þau lönd sem eru ofarlega á lista hafa lagt sig fram við að draga úr allri skriffinnsku, fjar- lægt óþarfa hindranir og standa sig vel í verndun eignaréttar fjárfesta. Ísland gæti auðveldlega komist upp í fimmta sæti list- ans með því að bæta fjárfestavernd. Í því fælist meðal annars að auka gagnsæi í við- skiptum með hluta- bréf. Við gerð skýrslunar voru reglu- gerðir og áhrif þeirra á viðskipta- umhverfi 178 landa metin. Tíu atriði sem hafa áhrif á starfsum- hverfi fyrirtækja eru tekin með í reikninginn, þeirra á meðal hversu auðvelt er að stofan fyrirtæki, hvert ráðningarferli starfsmanna er og hversu virkt dómskerfi við- komandi landa er. Viðskipti hér auðveld Mike Bair, yfirmanni Boeing 787 Dreamliner-verkefnisins, hefur verið skipt fyrir Pat Shanahan, sem áður gegndi aðstoðarfor- stjórastöðu yfir eldflaugavarnar- kerfum hjá bandaríska flugvéla- framleiðandanum. Ákvörðunin um breytingarnar kemur í kjölfar tilkynningar um hálfsársseinkun á framleiðslu Dreamliner-vélar- innar fyrir örfáum dögum síðan. Mike Bair verður hins vegar aðstoðarforstjóri yfir viðskipta- þróun og markaðssetningu far- þega- og fraktvéla og tekur þar við af Mike Cave, sem fær stöðu hjá yfirstjórn Boeing. Tilkynnt var um breytingarnar í gær en þær taka þegar gildi, samkvæmt tilkynningu flugfélagsins. Mike Bair hefur farið fyrir þróun og byggingu Dreamliner-þotunnar allt frá byrjun verkefnisins árið 2004. Þotan er sögð brjóta blað í flugsögunni fyrir nýstárlega hönn- un, visthæfni og aðbúnað fyrir bæði áhöfn og farþega. Upphaf- lega stóð til að afhenda fyrstu vél- arnar ANA-flugfélaginu í Japan í maí næstkomandi. Draumavélin fær nýjan stjóra HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Harður og þ rautseigur þ egar á þarf að halda – mjúkur, lipur og þægilegur í dagsins önn. Að mæta ólíkum þ örfum og bregðast hárrétt við mismunandi aðstæðum; þ etta eru kröfur samtímans. Til afgreiðslu strax. Komdu og reynsluaktu Mitsubishi Pajero. Áræðni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.