Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 88
56 18. október 2007 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Garðar Bergmann Gunnlaugsson er uppalinn hjá ÍA eins og bræður hans, tvíburarnir Arnar og Bjarki, og hefur löngum þótt mikill markvarðahrellir. Garðar er sem stendur, þegar tveimur umferðum er ólokið í sænsku 1. deildinni Super- ettan, markahæsti leikmaður deildarinnar með 17 mörk í 25 leikjum og lið hans Norrköping er þegar búið að tryggja sér sæti í efstu deildinni Allsvenskan að ári. „Það er búið að ganga framar vonum hjá mér og liðinu í sumar og það er virkilega gaman að fylgja eftir góðu gengi mínu hjá Norrköping í fyrra,“ sagði Garðar og kvað sér líða vel í Svíþjóð. „Ég á enn eitt ár eftir af samningi mínum við Norrk- öping. Það er gott að vera í Svíþjóð og það er hugur í bæði mér og klúbbnum að semja, en það slitnaði reyndar upp úr samningaviðræðum á dögunum en ég held að það leysist allt snemma á næsta ári,“ sagði Garðar bjartsýnn á framtíð sína hjá liðinu. „Markmiðið hjá okkur verður til að byrja með halda sæti okkar í deildinni, en við slógum til að mynda út tvö efstu deildarlið í bikarkeppninni í ár, þannig að við eigum vel heima í efstu deild,“ sagði Garðar sem skoraði meðal annars sigurmark Norrköping gegn AIK í 3. umferð bikarkeppninnar. Hjá Norrköping leikur einnig Stefán Þór Þórðarson en hann er á leiðinni frá félaginu á fornar slóðir til ÍA eftir tímabilið. „Það er náttúrulega agalegt að missa hann þar sem við náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan, en auk hans er Bruno Santos annar framherji liðsins einnig á förum frá liðinu. Þannig að ég á von á því að við reynum að styrkja liðið talsvert fyrir næsta tímabil og hef í raun sjálfur minnstar áhyggjur af því. Ég persónulega er að minnsta kosti mjög spenntur fyrir því að taka næsta skrefið í boltanum og ná að sanna mig í Allsvenskan á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá hjá mér er nú samt að klára þetta tímabil vel og taka markakóngstitilinn í 1. deildinni,“ sagði Garðar ákveðinn. GARÐAR GUNNLAUGSSON: ER SEM STENDUR MARKAHÆSTUR Í SÆNSKU 1. DEILDINNI Í FÓTBOLTA Tilbúinn að taka næsta skref í boltanum > FH-ingar á ferð og flugi Davíð Þór Viðarsson fór á dög- unum til reynslu hjá Norrköping, þar sem Stefán Þór Þórðarson og Garðar Bergmann Gunnlaugs- son hafa slegið í gegn. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Davíð eiga von á því að sænska liðið myndi tala við FH um hugsanleg kaup á honum. Sverrir Garð- arsson fer á mánudag til reynslu hjá norska liðinu Viking, en staðan er öllu óljósari hjá Matthíasi Guðmundssyni sem fer líklega til reynslu til sænska liðsins GAIS á næstunni. FÓTBOLTI Hún er einkennileg yfirlýsingin á heimasíðu Fylkis sem ber heitið „Bull og vitleysa“. Þar kvarta Fylkismenn sáran yfir því að ekki hafi verið haft samband við þá við vinnslu fréttar sem birtist síðastliðinn þriðjudag þar sem fram kemur að félagið fái 30 prósent af söluverði Ragnars Sigurðssonar verði hann seldur frá IFK Gautaborg. Yfirlýsingin er ekki síst einkennileg í ljósi þess að fram kemur að samningurinn sé trúnaðarmál og að Fylkir muni ekki nú, frekar en áður, gefa upplýsingar um samningamál. Fréttablaðinu var fullkunnugt um þessa afstöðu Fylkismanna og þess vegna tók því eðlilega ekki að tala við þá. Það staðfesta þeir sjálfir í yfirlýsingunni. Heimildir Fréttablaðsins eru traustar og blaðið stendur við fréttina. - hbg Yfirlýsing Fylkis: Vísað á bug FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðsins, er á topp 10 lista yfir heitustu bitana á markaðnum þegar félagsskipta- glugginn opnar í janúar, sam- kvæmt nýlegri samantekt ítalska blaðsins La Gazzetta dello sport. „Hinn góði Eiður er fallinn í 5.-6. sæti í goggunarröðinni yfir framherja Barcelona og er 29 ára og því geta Barcelona-menn ekki ætlast til að fá neitt nálægt því sem þeir borguðu fyrir hann á sínum tíma,“ segir í umfjöllun um Eið. En ásamt Eið Smára nefndi blaðið meðal annarra þá Andriy Shevchenko, Juan Roman Riquelme, Lukas Podolski og Peter Crouch sem góða kosti. - óþ La Gazzetta dello sport: Eiður Smári einn sá heitasti EFTIRSÓTTUR Mörg lið eiga eftir að keppast um Eið Smára í janúar sam- kvæmt La Gazzetta dello sport. NORDICPHOTOS/GETTY ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafstöðvar Bensín- og díselrafstöðvar í stærðum 2,5 kW -4,2 kW. HAGSTÆTT VERÐ FÓTBOLTI Englendingar þurfa á aðstoð að halda frá öðrum liðum í sínum riðli eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik gegn Rússum í Moskvu en leikið var á gervigrasi. Wayne Rooney kom Englendingum yfir í fyrri hálfleik með stórglæsilegu marki en í síð- ari hálfleik var dæmt á hann víti sem virtist vera glórulaus dómur enda átti brotið sér stað utan teigs. Pavluchenko skoraði úr vítinu og bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar þegar Paul Robin- son varði skot og sló boltann klaufalega út í teiginn þar sem eft- irleikurinn var auðveldur fyrir Pavluchenko. Steve McClaren, landsliðseinvaldur Englendinga, var langt frá því að vera sáttur við vítaspyrnudóminn. „Við vorum með þennan leik í höndunum en töpum samt. Þetta er mjög gremjulegt. Ég var að enda við að horfa aftur á þennan vítaspyrnudóm og hann er algjört hneyksli. Brotið á sér augljóslega stað fyrir utan teig. Línuvörður- inn var ekkert að flagga heldur var það dómarinn sem tók þessa ákvörðun úr talsverðri fjarlægð og þessi ákvörðun hans breytti svo sannarlega þessum leik,“ sagði McClaren reiður en fram að vítinu var ekkert sem benti til þess að Rússar myndu gera nokkuð í leikn- um. „Þetta leit svo vel út hjá okkur og við gerðum rétta hluti. Viðhorf leikmannanna var frábært og menn lögðu sig alla í leikinn. Við vörðumst vel, skoruðum og Rúss- arnir voru að verða uppiskroppa með hugmyndir. Svo kom vítið og þessar fjórar mínútur voru lyg- inni líkastar,“ sagði McClaren sem var ekki á því að gagnrýna leik- menn sína. Rússum nægir að vinna síðustu tvo leiki sína á riðlinum gegn Ísra- el og Andorra en England verður að vinna Króata og treysta á að Rússar misstigi sig. henry@frettabladid.is England í vondum málum eftir slæmt tap í Rússlandi Möguleikar enska landsliðsins á því að komast á EM dvínuðu verulega í gær þegar liðið tapaði fyrir Rússum á gervigrasinu í Moskvu. Mjög svo umdeilt víti kom Rússum inn í leikinn í síðari hálfleik. Steve McClaren var æfur af reiði. ENGLAND EKKI Á EM? Rússar fagna hér öðru marki sínu á gervigrasinu í Moskvu í gær. Tapið gerði líklega út um vonir Englands að komast á EM. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Undankeppni EM: A-RIÐILL: Kasakstan-Portúgal 1-2 Byakov - Makukula, Ronaldo. Aserbaijan-Serbía 1-6 Belgía-Armenía 3-0 Stig efstu liða: 1. Pólland 24, 2. Portúgal 23, 3. Serbía 20, 4. Finnland 20, 5. Belgía 15, 6. Armenía 9. B-RIÐILL: Úkraína-Færeyjar 5-0 Georgía-Skotland 2-0 Frakkland-Litháen 2-0 Thierry Henry 2 Stig efstu liða: 1. Frakkland 25, 2. Skotland 24, 3. Ítalía 23, 4. Úkraína 16, 5. Litháen 10, 6. Georgía 10. C-RIÐILL: Malta-Moldavía 2-3 Tyrkland-Grikkland 0-1 Bosnía-Noregur 0-2 - Hagen, B.H. Riise. Stig efstu liða: 1. Grikkland 25, 2. Noregur 20, 3. Tyrkland 18, 4. Bosnía 13, 5. Ungverja- land 12, 6. Moldavía 9. D-RIÐILL: San Marínó-Wales 1-2 Írland-Kýpur 1-1 Þýskaland-Tékkland 0-3 - Sionko, Matejovsky, Plasil. Stig efstu liða: 1. Tékkland 23, 2. Þýskaland 23, 3. Írland 16, 4. Kýpur 14, 5. Slóvakía 13, 6. Wales 13. E-RIÐILL: Rússland-England 2-1 Pavluuchenko 2 (1 víti) - Wayne Rooney. Makedónía-Andorra 3-0 Stig efstu liða: 1. Króatía 26, 2. England 23, 3. Rússland 21, 4. Ísrael 17, 5. Makedónía 11, 6. Eistland 4. F-RIÐILL: Danmörk-Lettland 3-1 Tomasson, Laursen, Rommedahl - Gorkss. Liechtenstein-Ísland 3-0 Svíþjóð-Norður Írland 1-1 Mellberg - Lafferty. Stig liða: 1. Svíþjóð 23, 2. Spánn 22, 3. Dan- mörk 17, 4. Norður-Írland 17, 5. Lettland 9, 6. Ísland 8, 7. Liechtenstein 7. G-RIÐILL: Lúxemborg-Rúmenía 0-2 Holland-Slóvenía 2-0 Sneijder, Huntelaar. Albanía-Búlgaría 1-1 Stig efstu liða: 1. Rúmenía 26, 2. Holland 23, 3. Búlgaría 19, 4. Albanía 11, 5. Slóvenía 11, 6. Hvíta-Rússland 11. N1-deild karla: Valur-Akureyri 30-26 (15-13) Mörk Vals (skot): Fannar Friðgeirsson 6 (7), Sigfús Páll Sigfússon 6 (8), Ingvar Árnason 5 (5), Baldvin Þorsteinsson 5/4 (10/4), Arnór Gunnarsson Malmquist 4 (6), Elvar Friðriksson 3 (8), Kristján Þór Karlsson 1 (1). Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15/2 (35/4, 43%), Pálmar Pétursson 6 (11/1, 55%). Hraðaupphlaup: 1 (Arnór). Fiskuð víti: 4 (Ingvar 3, Baldvin). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Goran Gusic 4/2 (9/4), Jónatan Þór Magnússon 3/2 (5/3), Einar Logi Friðjónsson 3 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Rúnar Sigtryggsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 12 (37/4 32%), Elmar Kristjánsson 1 (6 17%). Hraðaupphlaup: 1 (Heiðar Þór). Fiskuð víti: 6 (Magnús 4, Hörður Fannar 2). Utan vallar: 8 mínútur Iceland Express-deild kvk: Hamar-Haukar 76-85 Þýski handboltinn: Gummersbach-Nordhorn 34-32 Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Gum- mersbach. Fuchse Berlin-Flensburg 21-29 Alexander Petersson lék ekki með Flensburg ekki frekar en Einar Hólmgeirsson. Balingen-Hamburg 27-28 ÚRSLIT HANDBOLTI Valur vann Akureyri 30-26 í síðasta leik 5. umferðar N1- deildar karla í handbolta í gær- kvöld. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Valsmanna í deildinni í ár. Leikurinn var í jafnvægi fram- an af og Valsmenn leiddu til að mynda leikinn 10-9 eftir 20 mínút- ur og í hálfleik var staðan 15-13. Valsmenn byrjuðu leikinn betur í seinni hálfleik og tóku örugga forystu, en gestirnir frá Akureyri voru ekki af baki dottnir en náðu þó aldrei að minnka muninn nema niður í tvö mörk í stöðunni 26-24. Það var ekki síst fyrir ágæta markvörslu Ólafs Hauks Gísla- sonar sem tók 15 skot í leiknum og fór sérstaklega mikinn í síðari hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 30-26 og þar með hafa Valsmenn loksins unnið sinn fyrsta leik á tímabilinu og Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn, en ekki spila- mennsku sinna manna. „Mér fannst vanta upp á gæðin í spilamennsku okkar og við vorum alltaf að hleypa þeim aftur og aftur inn í leikinn, þegar við áttum að vera búnir að klára dæmið fyrir löngu. Það vantaði einhvern neista í okkur í leiknum og við vorum klaufar að vera utan vallar í 12 mínútur,“ sagði Óskar sem telur lið sitt eiga mikið inni. „Þetta fer að smella hjá okkur og ég tel að Evrópuleikirnir eigi eftir að hjálpa okkur að komast í gang. Við eigum Erni líka alveg inni og ég hef fulla trú á því að við séum að komast almennilega í gang.“ - óþ Valur vann Akureyri 30-26 í síðasta leik 5. umferðar N1-deildar karla í gærkvöld: Loksins unnu Valsmenn leik SEIGUR Sigfús Páll Sigfússon átti fínan leik fyrir Valsmenn í gærkvöld og skoraði 6 mörk úr 8 skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.