Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 2
Arnar, á að skella sér á skeljarnar á næstunni? Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Stjórn Varðar, fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, fundaði um borgarmál í gær og þar var ákveðið að halda lokað- an fund síðdegis í dag fyrir stjórn- ir sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, ásamt borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum munu borgarfulltrúarnir skýra sín sjónarmið varðandi atburðarásina sem leiddi til slita meirihlutasam- starfs Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í borgarstjórn. Þetta var ákveðið að tillögu starfshóps sem var myndaður á laugardag til að fara yfir með hvaða hætti best væri að upplýsa félagsmenn sjálfstæðisfélaganna um stöðu flokksins og framtíðar- sýn borgarfulltrúanna í borgar- málum. Starfshópurinn var skipað- ur sjö stjórnarmönnum Varðar. Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar, segir starfshópinn hafa fundað tvisvar og að enginn borg- arfulltrúi hafi verið kallaður fyrir á þeim fundum. „Um var að ræða lítinn starfshóp innan stjórnarinn- ar sem fór yfir hvernig ætti að standa að því að upplýsa stjórnir félaganna. Það er allt og sumt.“ Aðspurð segir Marta það af og frá að starfshópurinn hafi verið stofn- aður til að leita að blóraböggli meirihlutaslitanna, enda hafi stjórnin ítrekað á fundi sínum í gær fyrri ályktun þar sem lýst var yfir fullu trausti og stuðningi við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðis- flokksins undir stjórn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borg- arstjóra. Ræða ástæður samstarfsslita Tveir þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að skipuð verði nefnd til að kanna hvort aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) brjóti gegn stjórnar- skrá. Vitnað er til álits forseta EFTA-dóm- stólsins, sem hefur fært rök fyrir því að samningur- inn sé yfirþjóðlegur, sem stang- ast á við ákvæði stjórnarskrár, eins og sagt var frá í Fréttablað- inu nýverið. Vilja þingmennirn- ir Katrín Júlíusdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson að fimm manna nefnd verði skipuð til að fjalla um þetta álitaefni, og hún skili niður- stöðu fyrir 1. október 2008. Kanna hvort EES standist stjórnarskrá Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagn- rýnir næstum 100 prósenta launa- hækkun Páls Magnússonar útvarpsstjóra harðlega, en laun Páls hækkuðu um næstum 90 pró- sent þegar Ríkisútvarpinu (RÚV) var breytt í opinbert hlutafélag 1. apríl síðastliðinn. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Páll Magnússon með 1,5 milljónir á mánuði í heildarlaun en þau voru um 800 þúsund krónur áður en RÚV var breytt. Stjórn RÚV ohf. samþykkti hækkunina einróma á fundi sínum skömmu eftir að félagið var stofnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- kona Vinstri grænna, segir hækk- unina fara gegn því sem rætt hafi verið um áður en ákveðið var að breyta rekstrarformi RÚV. Hún telur hækkunina vera hluta af „græðgisvæðingu“ í samfélaginu. „Þetta er eins konar staðfesting á því að menn ætluðu sér að vera í eigin heimi í þessu opinbera hluta- félagi. Mér finnst þetta vera hluti af græðgisvæðingunni í samfélag- inu,“ segir Kolbrún. Hún segir launahækkunina ekki skynsam- lega og með henni sé misfarið með opinbert fé. „Ég held að það sé ein- hver ákafi í mönnum í dag að kom- ast í hálaunastörf. Forstjórar stóru fyrirtækjanna hafa sett fordæmi og nú til dags telst enginn vera maður með mönnum nema hann sé með meira en milljón á mánuði. Hjá hinu opinbera eru menn að ofmeta sig og misskilja starf sitt með því að fara fram á svona laun. Ríkisútvarpið er fyrst og fremst þjónusta við almenning í landinu. Launahækkun starfsmanna hjá ríkinu, sem setur á þá kónga- skikkju, felur í sér bruðl með opin- bert fé. Og þessi hækkun er það svo sannarlega.“ Baldvin Þór Bergsson, formað- ur Starfsmannasamtaka Ríkisút- varpsins, segir há laun útvarps- stjóra koma á óvart. Líklegt sé að hækkunin verði rædd innan stjórn- ar félagsins. „Ég geri ráð fyrir því að boða stjórnarfund fljótlega þar sem þessi mál verða til umræðu. Það þarf að ræða það einnig hvort aðrir starfsmenn hafa fengið svona miklar hækkanir. En því er ekki að leyna að það kemur á óvart að stjórnendur fái 90 prósenta hækkun. Ef endurskoðun kjara- samninga hjá almennum starfs- mönnum tekur mið af þessari hækkun, sem mér finnst ekki óeðli- legt að hún geri, þá er það fagnað- arefni.“ Ómar Benediktsson, stjórnar- formaður RÚV ohf., segir launin taka mið af breyttu starfssviði útvarpsstjóra sem gegni umfangs- meira starfi nú en hann gerði áður en rekstrarformsbreytingin gekk í gegn. Áður hafi verið átta yfir- menn en nú séu þeir fimm og svið hvers og eins sé umfangsmeira en það hefði verið áður. Ómar vildi ekki gefa upp laun annarra yfir- manna hjá RÚV. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra en hún er erlendis. Segir RÚV ohf. vera að bruðla með fé Kolbrún Halldórsdóttir gagnrýnir launahækkun útvarpsstjóra harðlega og seg- ir hana „bruðl með opinbert fé“. Við munum taka mið af þessari hækkun við endurskoðun kjarasamninga, segir formaður Starfsmannasamtaka RÚV ohf. Áætlað er að Kaffistofa Samhjálpar flytji í Borgartún 1. Þangað til opnar Samhjálp eldhús sitt fyrir utangarðsmenn að nýju á Hverfisgötu 44. Húsið við Hverfisgötu 44 var flutt á dögunum upp á Bergstaðastræti. „Við gátum ekki verið í kaffistof- unni á meðan og þurftum að loka henni. Við fengum þá inni til bráðabirgða í ágætri aðstöðu í Fíladelfíu- kirkjunni,“ segir Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar. Þótt Kaffisofa Samhjálpar fyrir heimilislausa verði aftur opnuð á næstunni þegar vatn og rafmagn hefur verið tengt að nýju er ekki ætlunin að vera þar lengi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær Samhjálp aðstöðu fyrir kaffistofuna í Borgartúni 1 næstu þrjú árin að minnsta kosti. Guðni segist ekki vilja staðfesta þetta en segir að verið sé að afla tilskilinna leyfa fyrir starfseminni á nýjum stað. Guðni segist vonast til að kaffistofan geti flutt á nýja staðinn um miðjan nóvember. „Húsnæðið verður mun betra en niðri á Hverfisgötu. Það er allt gert upp og verður rýmra og betra að mörgu leyti,“ segir hann Á heimasíðu Samhjálpar segir að kaffistofan sé fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Á hverjum degi fái að jafnaði um 70 manns þar súpu og smurt brauð eða heitan mat. Verið er að taka skýrslu fyrir dómi af Lettunum þrettán sem leituðu til Afls starfs- greinafélags fyrir nokkru vegna gruns um vangoldin laun í vinnu á vegum GT verktaka. Búist er við að skýrslutökunni ljúki í dag og að mennirnir geti haldið af landi brott í lok vikunnar. Hjá Ríkislögreglustjóra feng- ust þær upplýsingar í gær að í kjölfar skýrslutökunnar yrði tekin ákvörðun um framhald málsins, hvort einhverjir teld- ust hafa stöðu sakborninga og þá hverjir. Tekur skýrslur af Lettunum Óprúttnir sund- laugargestir í Selárdalslaug við Vopnafjörð hafa ítrekað unnið þar skemmdarverk og gengið illa um svæðið. Laugin er nokkuð fjarri byggð og í raun ávallt opin þótt mælst sé til þess að í hana sé farið á ákveðnum tímum. Á fréttasíðu Vopnafjarðar kemur fram að vegna andstyggilegrar aðkomu hafi verið ákveðið að loka lauginni. Slíkt komi þó mörgum illa meðal annars skólabörnum sem verða af sundtímum vegna aðgerðanna. Skólabörn verða af skólasundi Vatni úr Hálslóni var hleypt á aðrennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar í gær. Jóhann Kröyer, verkefnisstjóri Lands- virkjunar við gangagerðina, ræsti formlega búnaðinn sem lyftir aðallokunum í inntakinu við Hálslón þannig að vatnið tók að streyma inn. Aðrennslisgöngin eru um fjörutíu kílómetra löng. Reiknað er með því að fullur þrýstingur verði kominn á þau fyrir næstu mánaðamót, samkvæmt tilkynn- ingu á heimasíðu Landsvirkjunar. Fljótlega upp úr því getur raforkuframleiðsla hafist í virkjuninni. Vatni hleypt á aðrennslisgöng Ökufantur á fer- tugsaldri var handtekinn í Kópa- vogi í gærkvöld en maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja og áfengis. Að sögn varðstjóra ók maður- inn á bíl við Blikahjalla en um borð í honum voru kona og lítið barn. Barnið var flutt á slysadeild en meiðsl þess voru ekki talin alvarleg. Ökumaðurinn gerði sér lítið fyrir og stakk af slysstað og hélt áfram að aka á ofsahraða um borgina. Ökuferðinni lauk sem fyrr segir í Kópavogi. Bíll mannsins er töluvert skemmdur og rannsakar lögregla hvort hann hafi valdið tjóni víðar á ferð sinni. Ók á bifreið og stakk síðan af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.