Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 24
nám, fróðleikur og vísindi Kennarar hugsa gjarnan meira um fræðslustarfið og þroska nemenda en þeim ber líka að sýna nemend- um umhyggju og áhuga og miðla þannig þessum gildum í kennslustarfinu, að sögn Ingólfs Á. Jóhannes- sonar, prófessors á Akur- eyri. Umhyggja kennara fyrir nemend- um á að vera kjarni skólastarfsins í öllum skólum á öllum skólastig- um. Umhyggjan er samt ekki endi- lega fyrsta hugtakið sem kemur upp í hugann þegar rætt er um framhaldsskóla eða háskóla þó að hún geri það í tengslum við leik- skóla og grunnskóla. Kennarar þurfa að búa sér til áhuga og umhyggju á öllum skólastigum ef slíkt er ekki fyrir hendi. Þetta kemur fram í erindi Ing- ólfs Ásgeirs Jóhannessonar, próf- essors við Háskólann á Akureyri, sem hann heldur á málþingi Kenn- araháskóla Íslands, KHÍ, í dag undir yfirskriftinni Umhyggjan á heima í öllum skólum: hlutverk viðfangsefni og sjálfsmynd kenn- ara á 21 öld. „Við erum svo mörg, sérstak- lega á efri skólastigunum, sem hugsum um fræðsluhlutverkið í kennslustarfinu. Allir kennarar hugsa mikið um að koma nemend- um til þroska og margir hugsa um umhyggjuna en ég held það sé ekki endilega það fyrsta sem fólki dettur í hug í framhaldsskóla og háskóla. Ég velti fyrir mér hvort kennarar þurfi ekki að læra að sýna meiri umhyggju,“ segir Ingólfur. „Engu máli skiptir hvert skóla- stigið er. Kennurum ber að miðla umhyggju, áhuga og tengslum í gegnum vinnubrögð sín frekar en að kenna staðreyndir um það,“ segir hann. „Við prófum fólk í íslensku og eðlisfræði en höfum ekki þróað aðferðir til að meta til dæmis samskiptahæfni fólks eða áhuga þó að það sé líka hluti af veruleikanum.“ Kennarastarfið er að breytast og margir kennarar upplifa aukn- ar kröfur. Spurningin er hvernig kennarar hugsa um sjálfa sig og starfið sitt. „Ég held að sumum kennurum finnist breytingarnar erfiðar og að einhverju leyti búum við ekki nægilega vel að skólun- um. Ég hef tilhneigingu til að taka undir það að kröfur til kennara hafi aukist, kennarar þurfa að sinna fleiri viðfangsefnum,“ segir hann. Ingólfur ætlar líka að fjalla um ólíkar kröfur til karla og kvenna út frá umhyggjunni og veltir upp spurningunni hvort umhyggjan sé talin kvenmannsverk og aginn karlmannsverk í kennarastarfinu. „Ég vil meina að það sé mjög skað- legt fyrir skólastarfið og sjálfs- mynd kennara að ætla fólki hluta úr starfinu út frá kyni af því að hvort tveggja er mikilvægt svo lengi sem aginn er skikkanlegur og fólki líður vel.“ Sýna á nemend- um umhyggju Ég velti fyrir mér hvort kennarar þurfi ekki að læra að sýna umhyggju. Heillaðist af hafrétti strax á fyrsta ári B&L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.