Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 10
Saurgerlasýking- in, sem greinst hefur í átta manns hér á landi að undanförnu, kom upp víðs vegar um landið. Upp- runi hennar er af innlendum toga en ekki hefur tekist að finna hann enn. „Við erum enn að vinna í þessu máli og freista þess að afla betri upplýsinga,“ segir Guðrún Sig- mundsdóttir, yfirmaður sóttvarna- deildar landlæknisembættisins. Af þeim einstaklingum sem veikst hafa voru þrír á höfuðborg- arsvæðinu, tveir á Norðurlandi, einn á Austurlandi og tveir í Vest- mannaeyjum. Sjúklingarnir voru á aldrinum tveggja til 61 árs. Farið hefur verið yfir ítarlegan spurningalista um matvælaneyslu og ferðalög fólksins fyrir veikind- in, en það hefur ekki leitt til nið- urstöðu um uppruna sýkingarinn- ar. „Þessi dreifing sjúklinga um landið segir okkur að þetta sé í vöru sem hefur verið dreift um allt land,“ segir Guðrún. „Við erum því að athuga hvort þetta hefur greinst annars staðar í Evr- ópu.“ Helsta smitleið saurgerilsins er með menguðum matvælum og vatni. Matvælasýkingar eru oft- ast tengdar afurðum nautgripa en einnig öðrum matvælum sem hafa mengast. Helsta einkenni sýking- arinnar er niðurgangur, oft blóð- ugur. Saurgerlasýking víða um land Bandaríkjaþing, þar sem demókratar eru í meiri- hluta, hefur undanfarna daga gert sitt besta til að koma George W. Bush forseta í vandræði á alþjóða- vettvangi. Bæði kínversk og tyrk- nesk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við, annars vegar heim- boði Dalaí Lama til Bandaríkj- anna og hins vegar ályktun þings- ins um að fjöldamorðin á Armenum á árum fyrri heims- styrjaldarinnar skuli teljast þjóð- armorð. Kínverjar hafa nú þegar hætt við þátttöku í fundi um kjarnorku- mál Írana og hóta frekari refsi- viðbrögðum. Tyrkir hóta sömu- leiðis refsiaðgerðum og utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna segist fastlega gera ráð fyrir að samband Bandaríkjanna og Tyrklands muni versna á næst- unni. Ofan á kröfuna um brotthvarf bandaríska hersins frá Írak, sem Bush þarf reglulega að kljást við, þá gera þessi verk þingsins forset- anum erfiðara fyrir í tafli sínu á alþjóðavettvangi. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir Bush vegna þess að um þessar mundir þarf hann mjög á aðstoð Tyrkja og Kínverja að halda, bæði í stríðinu í Írak og svo til að halda aftur af meintum kjarnorkuáform- um Írans og Norður-Kóreu. Tyrknesk stjórnvöld hafa ávallt neitað því að fjöldamorðin á Armenum hafi verið fyrirfram skipulögð. Engin áform hafi verið um að útrýma armensku þjóðinni og þar af leiðandi geti morðin engan veginn fallið undir skilgrein- ingu þjóðarmorðs. Í síðustu viku samþykkti utan- ríkismálanefnd Bandaríkjaþings samt ályktun þar sem Bandaríkin lýsa því yfir að fjöldamorðin á Armenum skuli teljast þjóðarmorð. Lengi vel þótti flest benda til þess að þingið myndi einnig samþykkja þessa ályktun, en í gær varð ljóst að stuðningsmönnum þess á þingi hafði snögglega fækkað mjög. Bush forseti hafði hvatt þingmenn eindregið til að samþykkja ekki þessa ályktun vegna þess hve tengslin við Tyrkland eru mikil- væg. Kínversk stjórnvöld hafa sömu- leiðis alla tíð haft horn í síðu Dalaí Lama. Þau líta svo á að með kröf- um sínum um sjálfstjórn Tíbets stefni hann að því að grafa undan yfirráðum Kína. Allir útlendingar sem styðja Dalaí Lama eru í augum Kínverja að skipta sér af kínversk- um innanríkismálum. Bandaríkjaþing lét þessa afstöðu Kínverja þó ekki koma í veg fyrir að veita Dalaí Lama í gær gullorðu Bandaríkjaþings, sem er æðsta borgaralega viðurkenning sem þingið getur veitt. Bush forseti var viðstaddur og hafði fyrr um daginn hitt Dalaí Lama, en bauð þó ekki fjölmiðlum að taka myndir eins og þó er oftast gert á sambærilegum fundum. Bush forseti í bóndabeygju Bandaríkjaþing hefur veitt Dalaí Lama gullorðu og hafði áform um að lýsa morðin á Armenum þjóðar- morð. Hörð viðbrögð kínverskra og tyrkneskra yfirvalda hafa gert Bandaríkjaforseta erfitt fyrir. 66 °N or ðu r/ ok t0 7 REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is Valhöll Kláðafrí ullarnærföt Stærðir 80-92 cm Bolur 3.200 kr. Buxur 2.500 kr. Spói Kláðafrí ullarnærföt Stærðir 80-92 cm Bolur 2.100 kr. Buxur 1.800 kr. Spói Ullarlambhúshetta 1.800 kr. Hlýtt og mjúkt fyrir minnsta fólkið „Fjölskyldan hafði þetta alltaf á tilfinningunni. Það var alltaf eitthvað að þegar þau fóru yfir landamæri og meira vesen en þegar aðrir fóru yfir. Þessar grunsemdir reyndust rétt- ar,“ segir Halldór Þorgeirsson, eiginmaður Guðnýjar, dóttur Hall- dórs Laxness. Fram hefur komið í Fréttablað- inu að Chay Lemoine var nýlega neitað um aðgang að ákveðnum leynilegum skjölum FBI um Hall- dór Laxness. Lemoine benti í því samhengi á skjöl sem hann fékk aðgang að um njósnir frá Íslandi; skeyti þar sem utanlandsferðum Laxness var lýst. Margt af því sem Lemoine hefur grafið upp kom áður fram í bók Halldórs Guðmundssonar um Nóbelsskáldið. „Halldór Guðmundsson komst að því að Bjarni Benediktsson bað bandaríska sendiherrann um að hjálpa sér að ófrægja Halldór Lax- ness,“ segir Halldór Þorgeirsson, sem telur að gögnin sem Lemoine var neitað um „gætu verið gögn sem tengjast Bjarna eða öðrum íslenskum ráðamönnum“. Hann kveður það styrkja tilgátu sína að utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hafi komið í veg fyrir að Lemoine fengi gögnin. Staðfestir gamlar grunsemdir Ekki stendur til að stofna embætti umboðsmanns sjúklinga, sagði Guðlaug- ur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra á Alþingi í gær. Hann við- urkenndi að það geti verið flókið fyrir sjúklinga að þekkja rétt sinn, en nálgast megi þann vanda á marga vegu. Þorvaldur Ingvarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á því sem hann kallaði frum- skóg af reglum sem sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk eigi erfitt með að henda reiður á, og spurði ráðherra hvort til stæði að stofna embætti umboðsmanns sjúklinga. Eftir svar ráðherra sagðist hann sáttur við niðurstöðu hans. Embætti um- boðsmanns ekki stofnað Hvergi hafa fjölmiðl- ar meira frelsi heldur en á Íslandi og í Noregi samkvæmt lista sam- takanna Fréttamenn án landa- mæra. Næst koma Eistland og Slóvak- ía í 3. til 4. sæti, svo Belgía, Finn- land og Svíþjóð í 5. til 7. sæti og Danmörk, Írland og Portúgal í 8. til 10. sæti. Neðst á listanum er Erítrea í 169. sæti. Þar er einkaaðil- um meinað að reka fjölmiðla og blaðamenn sem gagnrýna stjórn- völd eru fangelsaðir. Í næstneðstu sætin raða sér Norður-Kórea, Túrkmenistan, Íran, Kúba og Búrma. Fjölmiðlar eru hvergi frjálsari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.