Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 35

Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 35
Þetta fallega hálsmen er nýjung í Make Up Store í Kringlunni og leynir heldur betur á sér. Hálsmenið er ný hönnun frá fram- leiðendum Make Up Store og gegnir ekki eingöngu hlutverki glingurs. Inni í meninu er lítill púði sem hægt er að úða uppá- halds ilmvatninu sínu í og anga því af góðri lykt án þess að úða á sjálfan sig. Þrír púðar fylgja men- inu þannig að hægt er að skipta um ilm í hálsmeninu eftir tilefni eða eigin duttlungum hverju sinni. Ilmandi skart Starfsferill virtra hönnuða sem muna tímana tvenna er sviptingum háður og sumir eiga sér mörg líf. Þetta átti til dæmis við um Gabrielle Chanel, Yves Saint-Laurent og Valentino svo nokkrir séu nefndir. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir, enn færri lifa af í þessum harða heimi áratugum saman. Christian Lacroix fagnaði 20 ára starfsafmæli sínu í júlí með hátískusýningu sinni og á tískuvikunni í byrjun október sýndi hann fatnað tilbúinn til notkunar og hlaut lof tískublaðamanna fyrir. Hann ætlaði hins vegar aldrei að vera lengi í tískuheiminum, hugur hans stefndi á leikhús og listir sem reyndar sést vel ef að er gáð bæði hvað varðar litaval og stíl í hönnun Lacroix. Hann byrjaði feril sinn hjá Hermès 1978, starfaði hjá Guy Paulin og að námi loknu hjá Jean Patou sem var hér vinsæll hönnuður á 8. áratugnum. Það hefur hins vegar ekki alltaf blásið byrlega fyrir Lacroix. Frá því að tískuhús hans opnaði árið 1987 var hann í samstarfi við Bernard Arnault, sem nú er ríkasti maður Frakklands og eigandi LVMH, stærstu lúxussamsteypu í heimi. En Lacroix skilaði aldrei beinhörð- um hagnaði og því var tískuhús hans selt 2005 eftir 18 ára samstarf Lacroix og Arnault, í hendur Bandaríkjamanna. Tískuhús Lacroix er þó það eina sem Arnault stofnaði sjálfur en að sögn Lacroix skildi hann aldrei frelsisþörf hönnuðarins. Eftir fyrstu tískusýningu Lacroix spurði Arnault: „Hvar er tímalausi hlutinn?“ nokkuð sem Lacroix átti erfitt með að skilja en hann hefur alla tíð notað suðrænar hugmyndir sínar með hjörtum, sólum, krossum og sterkum litum í ætt við sígauna- stúlkuna Carmen frá Arles, fæðingarborg Lacroix, og segir það vera sinn grunn. Seinna sagði viðskiptajöfurinn: „Pressan elskar þig og hönnun þín er frábær en konur vilja ekki ganga í henni dags dag- lega.“ Það er líkt og frelsi Christians Lacroix hafi gefið honum byr undir báða vængi. Hann hefur ekki aðeins sent frá sér hverja tískulínuna á fætur annarri sem hefur verið lofuð af tískurýnum heldur hefur hann sömuleiðis hannað nýjan búning Air France, innréttingar nýju hraðlestarinnar TGV- Est, hótel í París og tísku- og innanhúslínu hjá pönt- unarlista La Redoute sem hann segist vera mjög ánægður með að vera hluti af. Fyrir næsta sumar veðjar Lacroix á sterka liti. Kjólarnir eru úr máluðu silki, eins og málverk með slettum í bláu, fúksía, rauðu og svörtu. Fyrirsæturnar eru með litríka framúrstefnulega hatta. Allt þetta undir taktföstu „Earth Intruders“ Bjarkar. Fæst í heilsubúðum, apótekum, og heilsuhornum verslana Einnig sjampó, hárnæring o.fl. DREIFING: BLÓM Í EGGI: SÍMI: 552 6500 • 100% náttúrulegir jurtalitir • Engin skaðleg aukaefni • Ekkert ammóníak • Laust við festiefni (Resorcinol) • Þægilegt og fljótlegt í notkun • 30 litir (Hægt að blanda fleiri)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.