Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 80
Margir hlakka til villibráðartímabilsins sem gengur í garð með lækkandi sól. Stefán Baldvin Guðjónsson vínþjónn lumar á ýmsum góðum ráðum varðandi vín- valið með veislumatnum. „Með gæsakjöti og rjúpu mæli ég með bragðmiklu rauðvíni sem er líka kryddmikið, og hefur eikar- og vanillubragð í bakgrunni,“ sagði Stefán. „Bordeaux eða Cabernet Sauvignon frá Bandaríkjunum eða Chile virkar vel, og vín eins og Chateau Lascombes Grand cru frá Margauz er tilvalið með bragðmiklu fuglakjöti,“ sagði hann. Hann mælir einnig með Car- men Cabernet Reserve frá Chile fyrir þá sem vilja ódýrara vín. „Það verða að teljast dúndurgóð kaup,“ sagði Stefán. Með önd segir Stefán betra að hafa fínlegra vín, eins og Pinot Noir. „Frá Nýja-Sjálandi kemur Pinot Noir sem er fínlegt með miklu bragði af jarðarberj- um, villisveppum og hindberjum og smellpassar,“ sagði hann. „Fyrir þá sem vilja aðeins þyngra og flóknara vín mæli ég með Faiveley Mercurey,“ bætti hann við. Hreindýrakjöt krefst bragðmikils rauðvíns að sögn Stefáns. „Það er bragðmikið og þungt. Ástralskt Shir- az með góðu myntu-, sólberja- og eikarbragði passar vel með. Vín eins og d’Arenberg The Footbolt Shiraz er gott val,“ sagði Stefán. Fyrir þá sem vilja þurrara vín með meira krydd- og ávaxtabragði mælir hann með víni frá Rhone í Frakklandi. „Til dæmis Guigal Côtes du Rhône,“ sagði Stefán. Stefán heldur úti heimasíðunni www.smakkarinn. is, þar sem er að finna mun fleiri góðar ábendingar um vín. Vín með villibráðarveislu Mundu … … eftir búðingnum þegar þú ferð að hafa áhyggjur af næsta eftirrétti. Það þarf ekki heldur að skammast sín fyrir að grípa í gamla góða Royal-pakkann, hann á enn upp á pallborðið hjá flestum. Tónleikaröðin Rafmagnslaust í Rauða húsinu stendur nú sem hæst í Rauða húsinu á Eyrar- bakka. „Þetta er annað árið sem við höldum þessa tónleikaröð,“ sagði Ingi Þór Jónsson, eigandi veitingastaðarins. „Hugmyndin var að leyfa fólki að njóta góðs matar og tónlistar á svolítið öðrum nótum en almenningi gefst yfirleitt kostur á. Það ger- ist með þeirri nálægð sem skap- ast hérna hjá okkur. Þetta er mjög persónulegt og notaleg stund og stemning,“ sagði Ingi. Jón Ólafsson og Hildur Vala syngja fyrir gesti næstkomandi laugardag, og í þeirra fótspor feta svo tónlistarmenn á borð við Eyjólf Kristjánsson, Tríó Leone Tinganelli og Kristjönu Stefánsdóttur. „Við bjóðum upp á þriggja rétta matseðil í sambandi við þetta, sem er svona í okkar anda. Það er humarsúpa, lamb og súkk- ulaðikaka. Það er spilað undir borðhaldi, en fólk þarf samt ekki endilega að fá sér að borða,“ útskýrði Ingi Þór. Nánari upplýsingar má fá á raudahusid.is eða í síma 483 3330. Ljúf tónleikaröð Ágúst Ólafsson, stöðvar- stjóri RÚV á Akureyri, bar sigur úr býtum í mat- reiðslukeppni leikmanna á sýningunni Matur-inn á Akureyri um síðustu helgi. Keppendur í matreiðslukeppni þjóðþekktra leikmanna fengu í hendurnar það sem kallað er „mystery basket“, en þá vita þeir ekki fyrirfram hvaða hráefni þeir hafi úr að spila. „Við fengum bara poka þegar keppnin var sett af stað, og í honum var sitt lítið af hverju: nautalund, beikon, kart- öflur, gulrætur, spergilkál og fleira, sem við áttum að nota í veislumáltíð fyrir fjóra,“ útskýrði Ágúst, sem sagði keppnina hafa verið hina skemmtilegustu. „Þetta var ofboðslega gaman og mikil stemning,“ sagði hann. Hann deilir hér verðlaunaupp- skrift sinni með lesendum Frétta- blaðsins, en segist þó hafa notið aðstoðar leynilegs stuðnings- manns. „Leynivopnið mitt í keppninni er sonur minn, sem er að læra matreiðslu á Vox á Hilton Reykjavík Nordica. Ég leyni því ekki að hann hefur verið minn- bakhjarl síðustu ár og hann var búinn að gefa mér ýmis góð ráð,“ sagði Ágúst og hló við. Ágúst segist þó hafa afskaplega gaman af að elda sjálfur og þá helst villibráð og lambakjöt. „Mér finnst óskaplega gaman að vera í eldhúsinu heima hjá mér á tyllidögum og gera góðan mat. Jólarjúpan er til dæmis algjör- lega mín deild,“ sagði Ágúst. Nautasteik: Hreinsið nautalund- ina, geymið afskurðinn. Steikið lundina í smjöri á pönnu í um 3 mín. á hverri hlið. Kryddið með salti og pipar. Eldið í 120 gráðu heitum ofni í um 20 mín., eða þar til kjarnhiti er 50 gráður. Þá á hún að vera „medium rare“. Kartöflufantasía: Bakið kartöfl- ur í 160 gráðu heitum ofni í um 40 mín. Skerið í tvennt og skafið innan úr hýði. Steikið smásaxað beikon á pönnu þar til stökkt. Blandið saman kartöflum, beik- oni, gráðaosti og rjóma. Kryddið með salti og pipar. Grænmeti: Strimlið gulrætur, skerið spergilkál frá stilknum. Sjóðið í 3 mín. í söltu vatni. Grófsaxið sveppi og strimlið papriku. Léttsteikið í smjöri, kryddið með salti og pipar. Sósa: Steikið afskurðinn af kjöt- inu í smjöri á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Léttsteikið saxaðan lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerí í potti. Hellið í tveimur glösum af rauðvíni og sjóðið niður um helming. Leysið einn tening af nautakrafti upp í hálf- um lítra af vatni og hellið út á ásamt afskurði. Sjóðið í 10 mín. við vægan hita. Sigtið, þykkið með smjörbollu og dekkið sósuna með matarlit ef þarf. Skreytið með rósmaríni. Ís í eftirrétt fullkomnar allar máltíðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.