Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 78
Danska leikstýran Susanne Bier hyggst taka Bandaríkin með trompi eftir mikla velgengni heima fyrir. Fyrsta kvikmyndin hennar þar vestra heitir Things We Lost in the Fire og hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru stórleikararnir Benicio Del Toro og Halle Berry í aðalhlutverkum. Netmiðlar þar vestra spá henni jafnvel mikilli vel- gengni þegar nær dregur Óskars- verðlaunum enda þykir umfjöllun- arefnið æði mannlegt. Fasteignasali er myrtur og tveir af hans nánustu aðstandendum reyna að takast á við sorgina sem því fylgir. Annar er eiginkonan Audrey og hinn er æskuvinurinn Jerry sem átti framtíðina fyrir sér í lögfræði en ákvað þess í stað að sóa lífinu í krakk-reykingar. Þau taka hins vegar höndum saman og reyna að komast yfir áföllin sem hafa dunið á þeim báðum. Ungstirninu Lindsay Lohan var spáð miklum frama í kvikmynda- borginni Hollywood og jafnvel talið að hún myndi feta í fótspor stærstu leikkvenna heims. En hún virtist hafa litla stjórn á lífi sínu, leiddist út í mikla fíkniefna- og áfengis- neyslu og fallið var hátt. Nýlega var síðan greint frá því að Lindsay væri búin að eyða öllum sínum auð- æfum í örv- andi og sljóvgandi efni og því þarf hún nú að fara að vinna fyrir sér. Hollywood er fljót að gleyma og hefur Lindsay snúið aftur til Los Angeles þar sem hún hyggst leika í Dare to Love Me en arg- entínskur tangó á víst að svífa þar yfir vötnum. Lohan hélt sig fjarri öllum skemmtistöðum en kaus að fá smá lit og sá síðan leiksýn- inguna Eliza- beth: The Golden Age. Móðir leik- konunnar sagði í sam- tali við vef- síðuna Peop- le.com að dóttir hennar væri ham- ingjusöm yfir því að líf hennar væri loksins að taka rétta stefnu. Þetta virtust þó vera síðustu orð móður Linds- ay fyrir hennar hönd því nýverið tilkynnti leikkonan að hún hefði rekið mömmu gömlu úr starfi umboðsmanns síns. Lindsay snýr aftur Óskarsverðlaunahafinn Helen Mirren og eiginmaður hennar til tíu ára, Taylor Hackford, eru farin að leggja drög að sinni næstu kvikmynd, Love Ranch. Hjónakornin hafa fengið Joe Pesci til liðs við sig. Myndin á að fjalla um hjónin Sally og Joe Conforte sem opnuðu fyrsta lög- lega vændishúsið í Nevada og kallaðist The Mustang Ranch. Starfsemin öðlaðist síðan heims- frægð þegar hnefaleikakappinn Oscar Bonavena var skotinn þar árið 1976 og virtist ástæðan vera sú að hann átti í ást- arsambandi við Sally. Joe Pesci hefur verið fjar- verandi á hvíta tjald- inu, að undan- skildu litlu hlut- verki í The Good Shepard síðan fjórða Tveir á toppn- um eða Lethal Weapon var frumsýnd árið 1998 og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þess- um skapbráða leikara tekst upp sem mellu- dólgur. Hackford sagði í samtali við Variety að þetta væri verkefni sem hann hefði unnið lengi að. „En það sem er náttúrlega mest spennandi er að endurnýja samstarfið við eiginkonu mína,“ segir Hackford og bætir við að Joe Pesci hafi verið fyrsti maðurinn sem honum hafi dottið í hug fyrir hlutverk Joe. „Pesci hefur ekki verið í sviðsljós- inu í mörg ár en ég vissi að hann væri rétti maðurinn til að leika Joe Conforte, manninn sem ruddi brautina fyrir því að vændi var lögleitt í Nevada á sínum tíma.“ Hórumamman Helen Mirren Ástralska leikkonan Melissa George er sannfærð um að tökur á Stopping Power hefjist aftur 1. mars á næsta ári. Þetta lét hún hafa eftir sér í samtali við Comingsoon.net. Óttar Guðnason var sem kunnugt er ráðinn tökumaður þessarar nýjustu myndar Jan De Bont en eftir þrjá tökudaga var framleiðslu skyndilega hætt eftir að einn framleiðandinn dró sig út úr verkefninu. Melissa virðist hins vegar ekki hafa gefið upp alla von og trúir því að kvikmyndin komist aftur á legg fyrr en varir. „Allt getur gerst og þetta sann- ar það,“ segir leikkonan. Kvikmyndin segir frá orrustuþotuflug- manni sem heldur í sumarfrí til Berlínar á húsbíl ásamt fjölskyldu sinni. Í miðri höfuðborg Þýskalands er farartækinu rænt með dóttur hans innanborðs og upphefst þá mikill eltingarleikur um hraðbrautirnar í Þýskalandi. Jan De Bont þarf sárlega á góðri mynd að halda en hann hefur varla gert neitt af viti síðan spennumyndin Speed sló öll met. Reyndar virðast orð Melissu vera sögð af meiri trú en stað- festu því hún segir að verkefn- ið „verði“ að fara af stað aftur. „Þetta hentaði mér svo vel vegna þess að ég var upptekin við aðra hluti og þetta féll eins og flís við rass við dagskrána mína. Ég ætla í stutt ferðalag um jólin og svo sný ég aftur til Berlínar í byrjun mars,“ segir Melissa í viðtalinu. Ekki öll nótt úti enn hjá Óttari Athyglisverð frumraun Bier Bergsteinn Björgúlfsson hefur undanfarin sjö ár gengið með heimildarmynd- ina Syndir feðranna á bak- inu eins og þungan kross. Í kvöld verður hún loksins frumsýnd en myndin lýsir þeim skelfilegu atburðum sem áttu sér stað á betrun- arheimilinu í Breiðavík um miðbik síðustu aldar. Íslenska þjóðin greip andann á lofti þegar DV birti í upphafi árs- ins úttekt á mannlegum hildarleik sem hafði átt sér stað á betrunar- heimilinu í Breiðavík. Þá hafði kvikmyndatökumaðurinn Berg- steinn Björgúlfsson verið að rann- saka það mál undanfarin sjö ár. Forsaga málsins er sú að Berg- steinn hafði heyrt af fangaklefa á gistiheimilinu sem nú er starfrækt á Breiðavík og fannst eins og hann yrði að sjá það með eigin augum. Þegar hann kom vestur varð kvik- myndatökumanninum ljóst að þarna lá sárt leyndarmál grafið sem margir höfðu vonast til að aldrei yrði fundið. Bergsteinn reyndi að finna þessa drengi sem þarna voru vistaðir á árunum 1953 til 1972 þegar ofbeld- ið var sem mest og fá þá til að tala um reynslu sína. En það reyndist hægara sagt en gert. Margir vildu ekkert af þessu vita og forðuðust að ræða um þetta. „Þetta gekk mjög hægt og það var ekki fyrr en eftir tveggja ára starf að við kom- umst í samband við nokkra sem vildu tjá sig,“ segir Bergsteinn en hann er nú við tökur á nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam. En í upphafi ársins dundi fjöl- miðlafárið yfir og forsendur mynd- arinnar breyttust. Margir af þeim sem höfðu komið fram í myndinni birtust í fjölmiðlum og ræddu um reynslu sína á opinskáan hátt og aðrir sem höfðu varla viljað vita af myndinni vildu nú fá tækifæri til að létta af hjarta sínu. „Ég þurfti því að hugsa þetta algjörlega upp á nýtt,“ segir Bergsteinn en á þess- um tíma var upprunalega myndin nánast tilbúin. Bergsteinn var búinn að lofa sér í önnur verkefni og sá að hann var kominn í ákveðið tímahrak og því varð úr að Ari Alexander Ergis gekk til liðs við hann til að klára myndina en saman unnu þeir meðal annars að Gar- gandi snilld. „Ég vildi líka fá annað sjónarhorn á myndina,“ segir Berg- steinn og gömlu klippunni var því ýtt til hliðar. Bergsteinn segir að þetta hafi verið síður en svo auðveldur tími, þessi sjö ár sem farið hafi í myndina. „Þetta hefur haft ansi mikil áhrif á mann. Að vera með fullorðna karl- menn hágrátandi hjá sér, nagla sem hafa farið í gegnum hinn harða heim, er ekki eitthvað sem maður gleymir svo auðveldlega,“ segir hann. Þetta hafi hreyft við honum og jafnvel fyllt hann reiði yfir því að þetta skuli hafa fengið að við- gangast á sama tíma og hann sjálf- ur var að alast upp. Bergsteinn vonast til að Syndir feðranna opni augu fólks fyrir því að börn sem eru beitt ofbeldi hafi í raun engan talsmann. „Mig langar kannski að fólk velti þessu fyrir sér því maður veit að þetta hefur ekkert breyst,“ segir hann og veit sem er að myndin og þessi tími eiga eftir að fylgja honum alla ævi. „Þetta er ekki eitthvað sem maður losnar við og svona mál eiga að vera til stöðugrar umfjöllunar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.