Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 30
greinar@frettabladid.is Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritið NewsWeek frásögn af tveim ungl- ingsstelpum í Grindavík. Þær ætl- uðu að ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru því við, að þar væri ekki nógu mikið við að vera, allra sízt strák- arnir, því að þeir gætu ekki fest hugann við neitt nema fisk. Þessi vitnisburður stelpnanna rímar vel við nýjar tölur um ólík viðhorf kynjanna til skólagöngu. Í nýrri menntamálaskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París kemur fram, að fjórir af hverjum fimm ungum Íslending- um ljúka framhaldsskólaprófi: 92 prósent af stelpunum og 68 pró- sent af strákunum. Stelpur eru að vísu námfúsari en strákar, það hefur lengi legið fyrir, og þó: kannski er skólakerf- ið þannig úr garði gert, að það höfði frekar til kvenna en karla. Í Háskóla Íslands eru 64 prósent stúdentanna konur; þær eru í meiri hluta í öllum deildum nema verkfræði. Þetta er meiri slags- íða en í nálægum löndum, ef Dan- mörk og Noregur eru undan skil- in. Í Noregi ljúka 82 prósent karla framhaldsskólaprófi og allar konur. Í Bretlandi ljúka 83 pró- sent karla framhaldsskólanum á móti 90 prósentum kvenna, minni slagsíða þar. Það er ekkert grín, ef landsbyggðin tæmist að kvenfólki vegna ófremdar í menntamálum. Það þarf að kveikja í körlunum. Þarna birtist vandi landsbyggð- arinnar í hnotskurn eða einn angi hans að minnsta kosti: það þarf að efla og bæta menntun úti á landi, svo að fólkið sé frjálst að því að vera þar áfram. Aðdráttar- afl landsbyggðarinnar minnkar, ef menntamálin eru í ólagi. Aðvaranir skólamanna og annarra mörg undangengin ár vegna naumra fjárveitinga til menntamála hafa skilað árangri. Fjárveitingar ríkis og byggða til menntamála hér heima námu fimm prósentum af landsfram- leiðslu 1995 og voru þá um miðbik á OECD-svæðinu og langt fyrir neðan Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð í efstu sætum listans. Við þurftum að gera betur af tveim ástæðum. Við vildum ekki vera eftirbátar annarra, allra sízt í menntamálum. Í annan stað eru Íslendingar yngri þjóð en Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar í þeim skilningi, að hér eru hlutfallslega fleiri á skólaaldri, svo að útgjöld til menntamála þurfa að vera meiri en ella. Stjórnvöld brugðust vel við þessum áskorunum. Útgjöld ríkis og byggða til menntamála 2004 (nýrri sambærilegar tölur eru ekki til) námu tæpum átta prósentum af landsframleiðslu hér heima líkt og í Noregi og Svíþjóð. Þetta er ívið minna en í Danmörku og meira en í Finn- landi. Opinber útgjöld til mennta- mála á Íslandi jukust þannig um helming miðað við landsfram- leiðslu 1995-2004 og eru komin upp fyrir meðallag OECD- landanna. Það er lofsvert. Einkaútgjöld til menntamála eru að vísu meiri í mörgum OECD- löndum en hér, svo að heildarút- gjöld til menntunarmála – þ.e. útgjöld almannavaldsins, heimila og fyrirtækja – eru að því skapi meiri þar en hér. Íslenzkir kennarar þiggja lúsarlaun, og það þurfa margar aðrar starfsstéttir að gera. Kennaralaunin eru að jafnaði þriðjungi lægri en í Danmörku samkvæmt skýrslunni frá OECD og helmingi lægri en í Þýzka- landi. Þau eru fjórðungi lægri en þjóðartekjur á mann. Ísland, Ísrael, Noregur og Ungverjaland eru einu OECD-löndin, þar sem kennaralaun eru lægri en þjóðartekjur á mann. Annars staðar eru kennaralaun yfir tekjum á mann, svo sem í Þýzkalandi og Japan, þar sem kennaralaun eru helmingi hærri en þjóðartekjur á mann, og í Danmörku, þar sem þau eru sjöttungi hærri en tekjur á mann. Kennaralaun á OECD-svæðinu í heild eru að jafnaði þriðjungi hærri en þjóðartekjur á mann. Helmingsaukning fjárveitinga til menntamála miðað við lands- framleiðslu síðan 1995 hefur því ekki dugað til að hefja kennara- stéttina upp úr láglaunabaslinu. Svo er annað. Grunnlaun kennara á Íslandi hækka minna með auknum starfsaldri en tíðkast á OECD-svæðinu. Grunnlaun kennara í efsta launaflokki eftir 15 ára starfsald- ur eru á Íslandi þriðjungi hærri en byrjunarlaun, en 70 prósentum hærri á OECD-svæðinu að meðaltali. Þessi munur virðist stafa sumpart af því, að fjöl- breytnin í skólakerfinu er minni hér en víða annars staðar. Langflestir íslenzkir kennarar hafa einn og sama vinnuveitanda, almannavaldið. Hvernig nýtir vinnuveitandi sér óskoraða einkeypisaðstöðu? Hann þrýstir laununum eins langt niður og hann getur. Ef einkaframtak fengi meira svigrúm í mennta- málum og skólaflóran væri fjölbreyttari, myndi ríkið missa einkeypisaðstöðuna, og kennara- laun myndu trúlega hækka meira með aukinni starfsreynslu. Meiri fjölbreytni í skólakerfinu væri kennurum í hag. Og strákunum í Grindavík. Láglaunabasl í skólum Eftir að Siðmennt stóð fyrir verald-legri athöfn fyrir brúðhjón í Fríkirkj- unni í Reykjavík hefur áhugi á verald- legum athöfnum aukist. Margir hafa lýst ánægju sinni með framtak Siðmenntar sem mun framveg- is bjóða upp á aðrar veraldegar athafnir en fermingar, en það hefur félagið gert lengi. Siðmennt hefur þegar staðið einu sinni að athöfn fyrir brúðhjón og má geta þess að önnur sambærileg athöfn hefur þegar verið ákveðin. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð hafa ekki allir verið sáttir og má þar nefna sóknarprestinn Gunnar Jóhannesson. Telur hann rangt að athafnir og uppákomur sem ekki teljast trúarlegar eigi sér stað í kirkju. Ræðir hann sérstaklega umrædda athöfn sem Siðmennt hélt í Fríkirkjunni. Með afstöðu sinni boðar Gunnar stefnubreytingu varðandi nýtingu kirkjuhúsnæðis. Sumir prestar hafa verið reiðubúnir að gifta fólk veraldlegri giftingu ef það kýs svo. Formaður Siðmenntar giftist t.d. veraldlega í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir löngu síðan af þáverandi presti kirkjunnar, sem varð við óskum um veraldlega athöfn. Gunnar fær mann til að velta því fyrir sér hvort Þjóðkirkjan sé að loka dyrum sínum fyrir öllum þeim menningarviðburðum sem ekki teljast beinlínis trúarlegir. Sjálfur hef ég margoft mætt á atburði í kirkjum sem hafa ekkert með trú sem slíka að gera. Í kirkjum hef ég séð leikrit, farið á tónleika og tvisvar sinnum hef ég haldið heimspeki- fyrirlestra, annar var meira að segja um efahyggju. Enginn hefur haft út á það að setja. Þvert á móti hafa slíkar uppákomur talist jákvætt innlegg í menningarlíf landsmanna. En þegar fólk sem hefur gift sig vill opinbera veraldlegt hjónaband sitt fyrir vinum sínum í kirkju vegna aðstöðunnar sem þar er fyrir hendi þá boðar Gunnar Jóhannesson, fyrir hönd kirkjunnar stefnubreytingu. Nú á að úthýsa öllum viðburðum úr kirkjunum sem ekki lofsyngja guð. Það eru stóru fréttirnar sem boðaðar eru. Siðmennt mun hins vegar halda áfram að bjóða upp á veraldlegar athafnir fyrir fólk sem vill halda upp á stóru stundirnar í lífi sínu. Í nágrannalönd- unum hafa slíkar athafnir tíðkast í áratugi. Höfundur er stjórnarmaður í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Trúin, menningin og kirkjan Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að skila tillögum að aðgerð-um til úrbóta á húsnæðismarkaðnum. Óhætt er að fullyrða að þessari nefnd er vandi á höndum. Í nýbirtri skýrslu sem Rannsóknarstöð þjóðmála vann fyrir félagsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að ungt fólk á nú afar erfitt með að kaupa fyrstu íbúð sína. Þar kemur ýmis- legt til. Í fyrsta lagi hefur verð á fasteignum á Íslandi hækkað ört undanfarin ár. Þetta gerðist í kjölfar þess að bankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn, lánshlutfall í íbúðum hækkaði, vext- ir á lánum lækkuðu og lánstími lengdist. Þessar breytingar hafa að nokkru leyti gengið tilbaka, þ.e. vextir á húsnæðislánum hafa hækað að nýju og lánshlutfall hækkað. Verð á húsnæði hefur þó ekki gengið tilbaka, jafnvel haldið áfram að hækka, að minnsta kosti sums staðar. Þetta gerir að verkum að ungt fólk með lítinn sjóð þarf að taka lán sem eru ekki bara há í krónum talið heldur nema þau háu hlut- falli af verði eignarinnar. Vaxtagjöld heimilanna vegna húsnæðiskaupa hafa aukist gríð- arlega undanfarinn áratug. Á sama tíma hafa vaxtabætur hækkað sáralítið. Vaxtabætur sem greiddar voru til heimilanna námu um 26 prósent vaxtagjalda þeirra árið 1994 en einungis 12 prósentum árið 2005, samkvæmt áðurnefndri skýrslu. Ljóst er að aðgerða er þörf. Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki. Sá veruleiki sem blasir við ungu fólki sem ekki á sér bakhjarl er ekki bjartur. Því reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði vegna skorts á eigin fé en um leið á það litla möguleika á að koma sér upp sjóði meðan það er á leigumarkaði vegna þess hversu há húsaleiga er. Þar að auki á þetta fólk í raun tæplega þann valkost að stefna að því að vera á leigumarkaði til langframa vegna þess hversu lítill og óstöðugur leigumarkaðurinn er hér á landi. Ljóst er að verð á fasteignum verður ekki lækkað með handafli. Því þurfa bjargir fyrir þann hóp sem stendur höllum fæti á hús- næðismarkaði að koma frá ríki og sveitarfélögum. Sú menning Íslendinga að hið endanlega takmark hljóti að vera eigið húsnæði er vissulega hindrun í veginum. Það væri hins vegar metnaðar- fullt markmið að byggja upp húsnæðiskerfi við hliðina á eigna- markaðnum, húsnæðiskerfi sem byggir á búseturétti, í anda þess sem þekkt er frá samtökunum Búseta. Skýrsla sú sem unnin var af Rannsóknarstofnun um þjóðfélags- mál er gott veganesti fyrir nefnd félagsmálaráðherra. Í henni er að finna glænýjar og gagnlegar upplýsingar sem vonandi mun gagnast nefndinni vel. Nefndin skilar niðurstöðum sínum um næstu mánaðamót. Vonandi er starf hennar gjöfult og gefur ríkis- stjórninni ráð til úrbóta í þessum mikilvæga málaflokki. Óblíður veruleiki ungs fólks Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.