Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 44
 18. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið vinnuvélar Smákranar frá smakranar.is komast þar sem aðrar vinnu- vélar komast ekki. Þeir eru aðeins sextíu sentímetrar á breidd og er því hæglega hægt að smeygja þeim inn um venjulegar dyr. Erlingur Snær Erlingsson er eig- andi fyrirtækisins Smákranar.is en hann stofnaði það í maí 2004. „Faðir minn sem rekur bílkrana- fyrirtæki var áskrifandi að fag- tímariti og þar rak ég augun í litla grein um japönsku UNIC-smá- kranana þegar fyrirtækið sem hefur söluréttindi þeirra í Evrópu var að hefja starfsemi,“ segir Er- lingur sem gerði sér strax grein fyrir möguleikum kranans. „Á meðan allir eru að kaupa stærri og stærri tæki, af hverju ekki að sérhæfa sig með því að fara hinn veginn,“ spyr Erlingur sem hélt utan ásamt eiginkonu sinni og föður til að skoða tækin og úr varð að hann festi kaup á fyrsta smá- krananum. Smákranar eru eins og nafnið gefur til kynna ekki stórir. „Þeir sem við erum með eru aðeins sex- tíu cm á breidd sem er mikill kost- ur þegar koma þarf þeim inn í hús,“ segir Erlingur. Venjulegar hurðir eru um 85 cm að breidd og því hæglega hægt að koma kran- anum þar í gegn. „Það hefur einnig komið á daginn að það eru mjög fjölbreytt verkefni sem þarf að inna af hendi innanhúss þar sem kraninn kemur að góðum notum,“ segir Erlingur. Þó að kraninn sé smár er hann þó langt í frá léttavara og er flutt- ur á milli í kerru auk þess sem hann rennur áfram á belti líkt og smágrafa. „Svo er líka hægt að hífa hann upp á þök eins og hefur verið gert nokkrum sinnum,“ segir Erlingur. Kraninn hentar í mörg ólík verkefni. Til dæmis er hægt að hífa upp hluti með honum allt frá níutíu kílóum og upp í tvö til þrjú tonn, hvort það sem er gler, stálbitar eða jafnvel listaverk. Fyrirtæki Erlings tók í sumar þátt í stóru verkefni fyrir Kaup- þing sem hefur undanfarið ár látið reisa viðbyggingu við höfuð- stöðvar sínar. „Þar inni eru tugir tonna af gleri og við sáum um að hífa það allt upp. Þar er einnig eitt stærsta gler á Íslandi. Glerið er listaverk sem er eins og foss með glerdröngum. Verkið er 3 sinnum 6 metrar og vegur nærri tvö tonn. „Það var mikið nákvæmnisverk að koma því fyrir en vélsmiðja Orra sá um festingar fyrir glerið,“ segir Erlingur en uppsetningin tókst giftusamlega. „Ég get bara ekki ímyndað mér að það hefði verið hægt að setja þetta upp öðruvísi en með smákrana,“ segir hann með áherslu. Erlingur segir umsvif fyrirtækis- ins hafa aukist hægt og sígandi en menn séu meir og meir að gera sér grein fyrir notagildi smákranans. Fyrirtækið á tvo smákrana en einn bætist við strax í næstu viku og er hann stærri og verklegri. Kostn- aðurinn er nokkur en minni gerð- in kostar um 6,5 milljónir og sú stærri um 10 milljónir. Á kranann þarf lægri vinnu- vélaréttindi en Erlingur tekur fram að líkt og með allt annað þurfi að læra inn á tækið og hvað það getur gert. „Ég hef unnið mikið með glerísetningarmönnum sem hrósa tækinu fyrir mikla ná- kvæmni,“ segir Erlingur en með krananum er hægt að lyfta gleri með mikilli nákvæmni um tvo til þrjá millimetra. solveig@frettabladid.is Smáir en knáir kranar Hægt er að hífa kranana upp á þak til að sinna verkefnum þar. Erlingur Snær Erlingsson við einn af krönunum sem koma sér vel þegar hífa þarf þunga hluti innanhúss sem utan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1.300 kg þungum kassa með gleri lyft á sinn stað í nýbyggingu Kaupþings hf. í Borgartúni. Glerin voru allt að 11 fermetrar að stærð og þau þyngstu um 650 kg. Báðir smákranarnir ofan á þaki nýbyggingar í Höfðatorgs- reit sem Eykt hf. er að byggja. Þeir voru notaðir til að setja granítklæðningu á suðurhlið hússins. MEST notast við nýjustu tækni í beygjuvinnu fyrir járnabindingar með tölvu- stýrðri MEP-vél sem beygir, klippir og forvinnur járnið. Vélinni ræður við allt frá einföldum járnabeygingum til flókinna verkefna á borð við stigstækkandi lykkjur. Með aukinni forvinnu á steypustyrktarjárni styttist byggingartíminn til muna. Þannig hlýst verulegur sparnaður. -rve Meiri hraði og sparnaður Hátækni í járnalögnum eykur byggingarhraða svo af hlýst sparnaður. - Það borgar sig að nota það besta w w w . f a l k i n n . i s E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .2 9 7 Bílavarahlutir Hjólalegusett Hjöruliðir Viftu- og tímareimar Kúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Kúluliðir Keilulegur Kúplingar og höggdeyfar Bílabón og hreinsivörur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.