Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Skáldsagan Rokland eftir Hall- grím Helgason hefur fengið afar góðar viðtökur í Danmörku en hún var gefin þar út fyrir tveimur vikum undir nafninu „Stormland“. Gagnrýnendur mega var vatni halda yfir henni og Berlingske Tidende gaf bókinni fullt hús, heilar sex stjörnur. Jyllands- posten og Börsen gáfu fimm og Polit- iken útnefnir Rok- land bók vikunnar. Menningarþáttur danska ríkissjón- varpsins, „Smags- dommerne“, fjallaði einnig um bókina. Hallgrímur segist í viðtali við Fréttablaðið hafa lesið gagnrýni Dananna. „Þetta er skemmtilegt,“ segir hann. „Bókin selst vel úti, talan nálgast tvö þúsund eintök á tveimur vikum. Maður er bara sáttur.“ Það er einkum menningargagnrýni bókar- innar og kraftur tungu- málsins sem heillar gagn- rýnendur í Danaveldi. Einn þeirra sagði Hallgrím greina nútímann með nákvæmni hjartalæknis og tilfinningu uppistand- ara fyrir tímasetningu. Annar sagðist hafa svipast um í stofu sinni í leit að einhverjum til að deila menningargagnrýninni með sem sett væri fram á svo „ótrú- lega skemmtilegu og kraftmiklu máli“. Sá þriðji sagði bókina fara langt fram úr öllum öðrum nor- rænum samtímabókmenntum. Hinn kaldhæðni húmor Hallgríms virðist því hafa skilað sér í dönsku þýðingunni. „Ég var einstaklega heppinn með þýðandann, Kim Lembek,“ viðurkennir Hallgrím- ur. „Þetta veltur mikið á því, sér- staklega fyrir okkur Íslendinga.“ Rokland fjallar sem kunnugt er um Bödda nokkurn Steingrímsson sem snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir námsdvöl í Þýskalandi. „Kim lærði íslensku þegar hann starfaði sem vinnumaður á bæ í Skagafirði í eitt ár. Það má segja að hann hafi nánast verið forritaður til að þýða þessa bók.“ Hallgrímur vinsæll í Danmörku Grafíski hönnuðurinn Oscar Bjarna- son er á meðal átta sérfræðinga sem heimasíða dagblaðsins New York Times leitaði álits hjá um nýtt merki hjá leigubílum New York- borgar. „Það er gaman að vera með á þessum lista því það eru stórar kan- ónur þarna,“ segir Oscar. „Þetta er að sjálfsögðu heiður og mjög gaman fyrir mig. Hönnunarstjórinn hjá nytimes.com sem er búinn að fylgj- ast dálítið með mér sendi mér fyrir- spurn og spurði hvort ég vildi taka þátt í þessu. Þess vegna datt ég inn á þetta.“ Samkvæmt heimasíðunni hafa íbúar New York verið frekar ósáttir við breytinguna á merki leigubíl- anna og því var ákveðið að leita álits sérfræðinga í málinu. Í áliti sínu segir Oscar merkið vera óþarflega flókið og leggur til aðrar praktísk- ari lausnir. Oscar er greinilega orðinn einn af virtustu grafísku hönnuðum heims. Auk þess að fá athygli frá New York Times var vörumerki hans Systm keypt af japanska fata- framleiðandanum UNIQLO, eins og áður hefur komið fram í Fréttablað- inu. Voru bolir með merkinu til sölu í fimmtán til tuttugu þúsund eintök- um víða um heim, þar á meðal í New York, London, Japan og Frakklandi. „Allir bolirnir eru uppseldir nema þessir gulu. Þetta rauk út,“ segir Oscar. „Ég ætlaði að redda mér ein- tökum en þau hlógu bara að mér í búðinni.“ Oscar hefur áður vakið athygli fyrir hönnun sína því hann á heiður- inn að merkinu fyrir N1 og veit- ingastaðinn Domo, sem hann hlaut FÍT-verðlaun fyrir. Þeim sem vilja kynna sér verk Oscars er bent á heimasíðuna http://analog.sys.is. Sérfræðingur hjá NY Times „Ég fæ mér oftast kvöldmat í morgunmat, til dæmis hamborg- ara eða pitsu, sem ég hita upp í örbylgjunni. Ég er lítið fyrir að fá mér hefðbundinn morgunmat og vil meira bara kjöt, sósu og eitthvað svoleiðis.“ Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur úrv sk, kinnar, gellur signa grásleppu, reykt ýsa og mar eira Garðar Thor Cortes mun syngja á góðgerðarsamkomu The Bobah Center í Kensington-höllinni í kvöld en meðal gesta er lávarðurinn Sebastian Coe. Garðar mun syngja í móttökunni en Bobah-samtökin hafa stutt við bakið á þeim sem hafa orðið fyrir heilaskaða snemma á ævinni. Athöfnin fer fram í einum af íbúðum hallarinn- ar, við hliðina á þeirri sem Díana prinsessa bjó í þegar hún var gift Karli Bretaprins. Verndari samtakanna er hertogaynjan af Gloucest- er, hin danska Brigitte Eva van Deurs, en hún er mikill aðdáandi íslenska tenórsins að sögn Mark Devine hjá Mother, umboðsskrifstofu Garðars í London. „Hún hlakkar mikið til að hitta hann og kannski að Garðar bregði fyrir sér íslenskunni þegar þau ná saman,“ segir Mark og hlær. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðið hafi verið að taka þessu boði í ljósi nærveru Sebastian Coe en hann er formaður Ólympíunefndarinnar fyrir leikana í London sem fram fara 2012. Mark segir það ekkert launungarmál að stefnt sé að því að koma Garðari þar fyrir, hvort sem það verði við setningarathöfn- ina eða aðra tengda viðburði en þetta er án nokkurs vafa stærsti viðburðurinn í Lundúnum á þessari öld. Ferill Garðars er á hraðri uppleið. Tilkynnt hefur verið að hann verði meðal söngvara á stórri safnplötu með sígildri tónlist sem gefin verður út á heimsvísu. Meðal annarra listamanna sem syngja á plötunni eru Kiri Te Kanawa, Luciano Pavarotti, Placido Domingo, Anna Netrebko, Bryn Terfel, IL Divo, Mario Lanza og Andrea Bocelli en það eru Sony Records og Universal sem standa að þessari útgáfu. Þá má ekki gleyma söng Garðars fyrir Tony Blair í byrjun næsta mánaðar en hápunktinum verður síðan náð þegar Garðar syngur í beinni útsendingu Sky-sjónvarps- stöðvarinnar frá vígslu nýjasta skemmti- ferðaskips Cunard-skipasmíðafyrirtækisins en þar munu Camilla Parker Bowles og Karl Bretaprins gefa fleyinu nafn. Meðal ann- arra sem munu væntanlega koma fram ásamt Garðari verða Katherine Jenkins og hinn margverðlaunaði Derek Jakobi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.