Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 90
 Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði gerir sér ekki grein fyrir því sem er að hjá íslenska liðinu. „Ég held að það sé best að segja sem minnst þangað til að við getum horft aftur á leikinn. Við þurfum að fara yfir það sem fór úrskeiðis. Það er auðvelt að láta hlutina fara í skapið á sér og ég held að við þurfum allir að líta í okkar eigin barm. Það taka allir ábyrgð á þessum sem ein heild,“ sagði Eiður Smári. „Við erum greinilega ekki nógu samstilltir, hvort sem það sé vegna skilaboðanna sem við fáum inn á völlinn eða hvort við útfærum þau ekki rétt. Það er voða erfitt að gera sér grein fyrir því sem er að. Þetta var í lagi í fyrri hálfleik en við þurftum bara að skora til að fá sjálfstraustið inn í liðið. Við fáum síðan á okkur ódýrt mark enn eina ferðina og það drepur leikinn fyrir okkur. Þriðja markið undirstrikar síðan allan pakkann,“ sagði Eiður sem kláraði 90 mínútur annan leikinn í röð. „Ég er búinn eftir tvo 90 mínútna leiki. Það var allt í lagi kraftur í mér inn á milli en ég er lengi að jafna mig og fann aðeins til í hnénu undir lok leiksins,“ sagði Eiður Smári sem upplifði í gær versta kvöld sitt með lands- liðinu. „Já. ég held það. Það getur ekki annað en nartað í stoltið hjá manni en ég tek bara á mig mína ábyrgð alveg jafnmikla og hinir leikmenn- irnir í liðinu. Það þýðir ekkert að fara heim og grenja heldur þurf- um við að fara yfir það sem fór úrskeiðis. Ég er ekki sá sem gefst upp að eðlisfari og ætla ekki að byrja á því hér. Við sem lið höfum aldrei verið þekktir fyrir að gef- ast upp. Það er engin ástæða fyrir að fara að byrja á því þó svo að við höfum fengið stóran skell. Við gerum miklar væntingar til okkar sjálfra og það er erfitt að sætta sig við sjálfan sig þegar maður stend- ur ekki undir væntingum,“ sagði Eiður. Allir strákarnir í liðinu þurfa að líta í eigin barm Blaðamennirnir frá Liechtenstein föðmuðu landsliðs- þjálfarann Hans-Peter Zaugg á blaðamannfundinum eftir leikinn og það var ljóst á öllu að liðið hafði endurskrifað knattspyrnu- sögu þjóðarinnar. „Þetta var kannski ekki besti leikurinn okkar en það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik gegn Íslandi. Ísland er með gott lið en heppnin var með okkur í fyrsta markinu. Markvörðurinn okkar átti mjög góðan leik, varði í tvígang meistaralega í fyrri hálfleik og leikurinn kláraðist síðan með seinni tveimur mörkunum. Ísland spilaði að mínu mati mjög svipað og í fyrri leiknum á Ísland. Þetta var ekki slæmur leikur hjá Íslandi en heppnin var með okkur,“ sagði Zaugg á blaða- mannafundi eftir leik. „Drauma- úrslitin fyrir mig var að vinna leikinn 1-0 en það gerist ekki betra en að skora þrjú mörk og halda hreinu. Þetta er ótrúlegt kvöld.“ Dreymdi um að vinna 1-0 Miðvikudagsins 17. okt- óber 2007 verður minnst sem eins svartasta dags í sögu íslenskrar knattspyrnu. Þetta er dagurinn þar sem íslenska landsliðið var niðurlægt af einni minnstu knatt- spyrnuþjóð heims, Liechtenstein. Íslenska liðið náði aldrei tökum á leiknum og vonleysið jókst mín- útu frá mínútu eftir að íslenska liðið lenti undir eftir hálftíma leik. Liðið fékk nokkur góð færi til að koma sér inn í leikinn en annað mark Liechtenstein drap algjör- lega í íslenska liðinu sem hrein- lega brotnaði saman gegn einu af smáríkjunum í boltanum. Leik- menn Liechtenstein eru ekki að spila með bestu knattspyrnuþjóð- um Evrópu en þeir afgreiddu atvinnumenn íslenska landsliðsins að hætti bestu knattspyrnuþjóða heims. Framfarir Liechtenstein hafa verið miklar síðan að Ísland vann þá í tvígang 4-0 fyrir tíu árum síðan. En afturför íslenska landsliðsins á þó hér örugglega stærstan þátt í óförum liðsins í Ölpunum í gær. Það var óöryggi í íslenska liðinu frá fyrstu mínútu og leikmenn Liechtenstein voru alltaf hættu- legir ekki síst þar sem íslenska liðið var að tapa boltanum ítrekað á slæmum stöðum. Tapaður bolti á miðjunni bauð síðan upp á hraða sókn upp vinstri vænginn á 28. mínútu þar sem Franz Burgmeier komst aftur fyrir Kristján Örn Sigurðsson og gaf fyrir á galopinn Mario Frick sem skoraði auðveld- lega utan úr teignum. Íslenska landsliðið kom öllum á óvart með því að skora þrjú mörk á fyrstu 37 mínútunum í fyrsta útileiknum en hefur síðan hvorki skorað mark né fengið stig utan Laugardalsvallarins. Síðan að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið í Belfast eru liðnar 413 mínútur og markið lætur enn bíða eftir sér. Sú vonarglæta sem glæddist með góðum úrslitum varð snögg- lega að engu en þegar litið er til baka þá náðum við jafntefli úr leik þar sem við vorum manni fleiri í 69 mínútur og vorum ljónheppnir að vinna Norður-Íra nokkrum dögum síðar. Eitt stig gegn botn- liðunum í riðlinum er staðreynd. Það er erfitt að sætta sig við að fjórir lélegustu leikir liðsins komi gegn þeim tveimur þjóðum sem við eigum að vinna. Uppskeran er hins vegar eitt af mögulegum tólf stigum, eitt mark skorað og tólf fengin á okkur. Það eru stigin sex gegn Norður-Írum sem eru að bjarga liðinu frá því að sitja í botnsætinu um leið og þau ræna Norður-Íra farseðilinn til Sviss og Austurríkis næsta sumar. Íslenska liðið var taktlaust og ósannfærandi. Hér hlýtur þjálfar- inn að taka á sig alla ábyrgð. Eyj- ólfur Sverrisson hefur fengið tækifæri til að vinna sig úr skelfi- legri frammistöðu. Hann fékk það tækifæri í haust en eftir tvö töp í röð með markatölunni 2-7 er erfitt fyrir hann að halda áfram. Liðið er augljóslega á rangri leið og með sama áframhaldi er Ísland að verða ein slakasta knattspyrnu- þjóðin í Evrópu. Menn gera ekki lengur grín af San Marínó, Fær- eyjum og Liechtenstein því eftir leikinn í gær hefur Liechtenstein sent íslenska knattspyrnulandslið- ið niður í kjallarann með þessum þjóðum. Íslenska karlalandsliðið steinlá, 3-0, fyrir Liechtenstein í Vaduz í gær og mátti þola eitt neyðarlegasta tap í sögu landsliðsins. Eftir frábær úrslit gegn Spáni og Norður-Írlandi hrundi leikur liðsins gegn neðstu liðun- um í riðlinum og það er augljóslega eitthvað mikið að hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög óánægður með leikinn í gær. „Það er ekkert sem við þurfum að tala fallega um úr þessum leik. Þetta er bara skelfilegt og við vorum bara niðurlægðir. Ég tek að sjálfsögðu mína ábyrgð á þessu,“ sagði Eyjólfur sem ætlar þó ekki að segja af sér. „Ég ætla að halda áfram með liðið. Ég veit núna hvað ég þarf að bæta. Ég geri miklar kröfur til mín sjálfs og ég tel mig geta lagað það sem þarf að bæta hjá liðinu,“ sagði Eyjólfur kokhraustur. „Við vorum einfaldlega niður- lægðir. Það er ekkert í þessum leik sem við getum talað fallega um. Þeir nýttu sín færi. Við fengum reyndar fjögur dauðafæri en nýtt- um þau ekki. Þetta er sama vanda- málið og við höfum glímt við und- anfarin fimm ár. Þessi stöðugleiki er ekki í liðinu og það eru gríðarleg vonbrigði með þennan leik. Það virðist vera þannig að ef við erum að verjast allir á okkar vallarhelmingi þá erum við í fínu standi en um leið og við förum að sækja á fleiri mönnum og erum meira með bolt- ann þá lendum við alltaf í vand- ræðum,“ sagði Eyjólfur eftir leik- inn og hann veit að gengi liðsins gegn botnliðunum hefur verið mjög slakt. „Það er mjög dapurt að fá aðeins eitt stig af tólf mögulegum á móti Lettlandi og Liechtenstein og í rauninni þyrftum við bara að spila eintóman varnarleik og pakka í vörn,“ sagði Eyjólfur í kaldhæðni en hann sá þó mun á liðinu frá því í tapinu á móti Lettum. „Hugarfar- ið var í fínu lagi og mun, mun betra en það var á móti Lettum,“ sagði Eyjólfur. Við vorum einfaldlega niðurlægðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.