Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 65
Eins og allir vita þá hefur Ice-land Express lagt fram hug- myndir um risavaxna flugstöð í Vatnsmýrinni. Þetta eru stórkost- legar hugmyndir og ber að fagna þeim. Borgaryfirvöld hafa að vísu hafnað þessum hugmyndum en munu örugglega skipta um skoðun eftir að hafa lesið þessa grein. Eins og allir vita þá eru til ill- gjarnir menn sem vilja hola óska- barni þjóðarinnar niður uppi á köldum og næðingssömum heiðum eða í einhverjum rok og rigningar- rassi suður með sjó. Varðandi heið- arnar þá hefur samgönguráðherra bent á í viðtölum að Hólmsheiðin sé um 135 metra há. Þetta er ekk- ert smáræði og jafnast næstum á við hæstu fjöll Danmerkur og má þar til dæmis nefna fjallgarð einn mikinn á Fjóni sem kallast De Fynske Alper, sem útleggst á íslensku sem Fjónsku Alparnir. Við blásum því á allar fyrirætlanir um að flytja flugvöllinn og skulum frekar huga að endur- bótum á athafnasvæði óskabarnsins. Það gerum við með því að lengja flugbrautir í allar áttir, byggja nýja og glæsi- lega flugstöð og flytja allt millilandaflug í mið- borg Reykjavíkur. Af þessu yrði mikill þjóð- hagslegur sparnaður. Það er lítið mál að gera uppfyllingar út í sjó til þess að lengja flugbrautir og stækka athafnasvæði óskabarnsins, sem er með vaxtarverki og þarf pláss til að dafna. Við norðurenda norð- ur/suður flugbrautar er garð- ræksni sem kallast Hljómskála- garðurinn og er óþarfi að vera neitt að púkka upp á hann lengur. Þangað má lengja flugbrautina. Þar í framhaldinu er einhver forarpollur þar sem í sífellu svífa yfir sískít- andi mávar og annað fið- urfé. Það þarf að fylla upp í þessa úreltu tjörn og gera þar athafnasvæði fyrir óskabarnið, sem getur þá keyrt rellurnar alveg upp að ráðhúsinu og næstum að Alþingis- húsinu. Það er stórkostlegt hag- ræði að þessu fyrir alþingismenn sem þurfa að vera í góðu sambandi við kjördæmin sín. Þeir hoppa bara beint inn í vél. Framsýni einkennir okkur Íslendinga. Það er mikil lukka fyrir samfélag þjóðanna að hafa þjóð eins og okkur innanborðs. Við erum heimsborgarar og viljum fljúga á milli miðborga. Við þurfum að fara fram á það við borgaryfirvöld vin- sælla borga erlendis, t.d. í London, að gerðar verði flugbrautir í mið- borginni. Við getum vitnað til um það að slíkt er algjör sæla. Það er bara heimilislegt að heyra gný og skellinöðruhljóð berast úr háloft- unum í sífellu og frá morgni til kvölds og sérstaklega þó snemma á sunnudagsmorgnum. En morgun- stund gefur gull í mund og það elur á leti að liggja í bælinu á sunnu- dagsmorgnum. Þegar ég var ungl- ingur fyrir allt of löngu síðan hafði ég svo gaman af skellinöðrum og líkar því alltaf vel þegar ég heyri í hljóðkútslausri háloftaskellinöðru. Örfáar heilagar nöldurskjóður munu setja sig uppá móti glæsileg- um hugmyndum mínum og finna þeim allt til foráttu enn við blásum bara á það. Þetta lið getur bara flutt uppí sveit. Farið hefur fé betra. Það er notalegt fyrir okkur að vita að kvartanir þessara nöld- urskjóða rata jafnharðan í rusla- fötuna. Hálfnað er verk þegar hafið er og fyrsta skóflustungan fyrir nýjum flugvelli í miðborginni er í raun tekin með þessari grein. Höfundur er Reykvíkingur og áhugamaður um skipulagsmál. Óskabarnið í Vatnsmýrinni Frumvarp um afnám á ein- okunarsölu rík- isins á léttu víni og bjór er nú enn og aftur lagt fram á Alþingi. Spurningin er: Er það réttlæt- anlegt að þessar tilteknu vöruteg- undir sé einungis hægt að kaupa í verslunum á vegum ríkisins? Er það fyrirkomulag í takt við nútím- ann og það frelsi sem nú tíðkast almennt í verslun og viðskiptum, jafnt hér á landi sem á öðrum Vesturlöndum? Áfengislöggjöfin á Íslandi er ein sú strangasta í heiminum, en í henni er m.a. kveð- ið á um einkaleyfi, auglýsinga- bann, 20 ára aldurstakmark og mjög hátt verð. Andstæðingar frumvarpsins sem nú liggur fyrir telja að ákveðinni forræðishyggju beri að beita í þessum efnum í forvarnar- skyni. Ríkinu sé best treystandi til að hafa vit fyrir fólki og því sé réttast að sala á áfengi fari alfarið fram af hálfu verslana á vegum ríkisins. Verði áfengi selt í matvöruverslunum sé verið að auka aðgang fólks að því og það þýði meiri neyslu og misnotkun, ekki síst meðal fólks undir lögaldri. Hér er alls ekki verið að gera lítið úr því böli sem fylgt getur áfengi sé það misnotað og þeim afleiðingum sem drykkja unglinga getur haft í för með sér. Flestir geta tekið undir það að forvarnir megi stöðugt efla, jafnt varðandi reykingar og áfengis- notkun sem og aðra þætti sem lúta að lýðheilsu. En þáttur okkar foreldra er líklega mikilvægastur þegar að forvörnum kemur. Við berum ábyrgð á börnum okkar og okkur ber að upplýsa þau um skaðsemi og hugsanlegar afleiðingar áfengisdrykkju rétt eins og við kennum þeim á aðra hluti í lífinu. Hvort áfengi verði selt í öðrum verslunum en þeim sem ríkið rekur er aukaatriði. Það er verið að fjalla um þau grundvallaratriði að afnema einokun og forræðis- hyggju. Einnig þau grundvallarat- riði að einstaklingarnir hafi frelsi til athafna og þeim sé best treystandi til að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínu lífi. Höfundur er varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Frelsi, for- ræðishyggja, og forvarnir Opnum í dag stórglæsilega breytta Blend verslun í Smáralind með nýjum spennandi merkjum. Fullt af góðum tilboðum í tilefni dagsins fram yfir helgi. Kringlunni // Smáralind // Keflavík BLEND Smáralind stækkar og þroskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.