Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 66

Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 66
„Guð gaf mér frábæran líkama og það er skylda mín að hugsa vel um líkamlegt musteri mitt.“ Thomas Alva Edison lést „Saxófónkonsertar eru frekar sjald- gæfir. Þó svo saxófónn sé vissu- lega notaður í klassískri tónlist þá er hann ekki hefðbundinn þar og er mun algengara hljóðfæri í dægur- tónlist og djassi. En Sigurður Flosa- son er einn af þeim mönnum sem er afskaplega flinkur í báðum deildum og ég samdi verkið með hann í huga, enda bað hann mig um það.“ Þetta segir tónskáldið Veigar Margeirs- son en nýr saxófónkonsert eftir hann verður frumfluttur í kvöld á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Veigar segir verkið skrifað með það í huga að Sigurður geti leik- ið af fingrum fram og þeir hafi verið sammála um að nota íslensk þjóð- lög í uppistöðunni. „Fyrsti kaflinn er alveg frumsaminn en í þjóðlegum stíl. Annar er byggður á sálmalaginu Hér undir jarðar hvílir moldu sem er einkar vel upp byggt hljómalega séð. Þriðji kaflinn er byggður á Hættu að gráta hringaná og sá fjórði á Sofðu unga ástin mín sem er meðal þekkt- ustu þjóðlaganna,“ lýsir hann. Veigar hefur búið í Bandaríkj- unum síðustu fjórtán árin. Er hann alveg fluttur vestur um haf? „Ég er einn hinna mörgu íslensku náms- manna sem er bara ekki kominn heim aftur,“ svarar hann brosandi. „Ég fór út á sérhæfingarsvið og fæ einfaldlega fleiri tækifæri ytra en hér. Tók kvikmyndatónlist fyrir og hef líka samið fyrir auglýsingar og kynningarmyndbönd svo og útsetn- ingar fyrir hljómsveitir.“ Ekki kveðst Veigar vera ráðinn hjá stórfyrirtæki heldur reka eigið stúd- íó bak við hús ásamt konu sinni Sig- ríði Rögnu Jónasdóttur. „Ég er þús- undþjalasmiður að eðlisfari eins og flestir Íslendingar og það hefur marga kosti. En í risastórum samfé- lögum eru menn meira hver á sinni hillu. Ég fæst mest við sinfóníska tónlist eða í stórsveitarstíl en rokk- ið snerti ég varla lengur.“ Veigar á tvö börn, Ragnhildi 13 ára og Viktor Árna fjögurra ára, og kveðst mikill fjölskyldumaður. Því hafi það hentað honum vel að leggja fyrir sig tónsmíðar „Ég get komið börnunum af stað í skólann og tekið á móti þeim þegar þau koma heim en vinn oft mikið á kvöldin og jafn- vel heilu næturnar. Ég er minn eigin herra og eigin þræll á sama tíma. Það eru þó forréttindi að lifa af því sem mann langar að gera.“ Hann kveðst semja alla sína tón- list í tölvu. „Það skiptir miklu máli að vera tæknilega sinnaður,“ segir hann. „Ég kem samt af gamla skólan- um og byrjaði með blað og blýant en það er bara of tímafrekt. Ég er samt með minnisbækur sem ég skrifa í, í bílnum, á náttborðinu og víðar því það væri hræðilegt að glata gullnu melódíunni.“Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Inga Straumland lést sunnudaginn 14. október á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju á Garðaholti á Álftanesi föstudaginn 19. október kl. 15.00. Svala Sigurleifsdóttir Bjarney J. Sigurleifsdóttir Vilmundur Þorsteinsson Kristín S. Sigurleifsdóttir Kristján Sveinbjörnsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalbjörg Pétursdóttir frá Bót, Furuvöllum 5, Egilsstöðum, andaðist 11. október á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardag- inn 20. október kl. 14. Hermann, Björn, Sigríður, Pétur, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför Hjördísar Pétursdóttur Sörlaskjóli 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Karitas og Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Gunnsteinn Magnússon Ingibjörg Bjarnadóttir Hannes Erlendsson Ágúst Bjarnason Guðrún C. Emilsdóttir Guðrún Bjarnadóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Anna Kristjánsdóttir (Dúna), Mýrarvegi 115, Akureyri, andaðist að morgni hins 12. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. október kl. 13.30. Sigmundur Magnússon Þórný Kristín Sigmundsdóttir Stefanía Gerður Sigmundsdóttir Helgi Jóhannesson Sigrún Hulda Sigmundsdóttir Finnbogi Rútur Jóhannesson Þórir Sigmundur Þórisson Guðrún Erla Gísladóttir Björn Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Tuttugasti og níundi árgangur Jarðhitaskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna útskrifaðist um miðjan október. Útskriftarnemar koma frá fjórtán löndum og voru tuttugu og einn talsins. Við athöfnina flutti forstöðumaður Jarð- hitaskólans, Ingvar Birgir Friðleifsson, skólaslitaræðu. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra flutti ávarp fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og fulltrúi nemenda, Johannes Lemma Didana, jarðeðlisfræðingur frá Jarðfræðistofnun Eþíópíu, talaði fyrir hönd nemenda. Að þessum nemendum meðtöldum hafa 380 nemendur frá 41 landi lokið sex mánaða námi við skólann frá upphafi árið 1979. www.ut- anrikisraduneyti.is Útskrift Jarðhitaskólans AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.