Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 6

Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 6
Rauði krossinn auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að svara í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Markmið verkefnisins er að vera til staðar fyrir fyrir fólk á öllum aldri sem líður illa og vill ræða við ein hvern sem er tilbúinn að hlusta. Sjálfboðaliðar þurfa að vera orðnir 23 ára. Allir þeir sem sækja um koma í viðtal, sækja námskeið og hljóta þjálfun áður en þeir hefja störf. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 og á raudikrossinn.is er styrktaraðili átaksins Einar Kristjánsson, sölumaður hjá RV RV U N IQ U E 10 07 02 Með réttu úti - og innimottunum - getur þú stoppað 80% af óhreinindunum við innganginn Á tilboði í októberog nóvember 2007Úti- og innimottur af ýmsum gerðum og stærðum Wayfarer grá með kanti, 120x180cm Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), á ekki von á öðru en að dómsmál vegna eig- endafundar OR muni hafa sinn gang fyrir dómstólum. Bryndís telur að Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hafi það í hendi sér hvort málinu verði haldið til streitu og sátt náist. „Það er í samræmi við það að Svandís fer fyrir hópi um stefnumörkun fyrirtækisins.“ Svandís höfðaði mál vegna eig- endafundarins þar sem hún telur hann ólöglegan sökum formgalla. Markmið Svandísar er að fá fund- inn dæmdan ólöglegan og allar samþykktir sem á fundinum voru gerðar. Svandís hefur sagt að dómsmálið sé í eðlilegum farvegi en það var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Orku- veitan vinnur nú greinargerð um málið sem frestar málarekstri um tvær vikur. Jón Sigurðsson, fyrr- verandi ráðherra og varaformað- ur stjórnar OR, segir að hlutverk nýkjörinna fulltrúa í stjórn OR sé að fjalla um reglulega kjarnastarf- semi OR og vill ekki tjá sig um málshöfðun Svandísar. „Það er stýrihópur á vegum borgarinnar sem fjallar um þau mál sem mest hafa verið til umræðu að undan- förnu. Það er ákvörðun þess sem höfð- ar málið hvort leiðir eru til þess að láta málið niður falla.“ Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR, vill ekkert tjá sig um málefni fyrirtækisins. Dómsmálið gengur sinn gang Forsvarsmenn SPRON hafna því alfarið að innheimta á svonefndum FIT-kostnaði, sem fellur á viðskiptavini þegar þeir fara yfir á debetkortareikningi sínum, sé ólögmæt. Þetta tilkynnti lögmaður SPRON, Jóhannes Bjarni Björnsson, Oddgeiri Einarssyni héraðsdómslögmanni með bréfi á dögunum. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu telur Oddgeir inn- heimtu á svonefndum FIT-kostn- aði, sem fellur á viðskiptavini þegar þeir eyða umfram heimild, vera ólögmæta þar sem hún sam- ræmist ekki ógildingarákvæðum samningalaga. Þessu hafna forsvarsmenn SPRON alfarið. Jóhannes Bjarni segir það vera alveg skýrt í samn- ingi milli viðskiptavinar og SPRON að innheimtan taki mið af samn- ingi sem viðskiptavinir undirriti þegar þeir ákveða að stunda við- skipti við SPRON. Í bréfi Jóhannesar Bjarna, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir meðal annars að fullyrðingar um að viðskiptavinurinn hafi ekki samið um að greiða gjald vegna úttekta af reikningi umfram inni- stæðu, séu rangar. Þar vitnar Jóhannes Bjarni til bréfs sem Odd- geir sendi fyrir hönd viðskiptarvin- arins til SPRON, og færði fyrir því rök að gjaldtakan væri byggð á einhliða skilmálum SPRON sem ekki samræmdist samningalög- um. „Aðalatriðið er að viðskiptavinir semja við SPRON og sá samningur er í gildi. Í honum segir að greiða beri vanskilagjald samkvæmt gjaldskrá SPRON og innheimtan hefur byggt á þessum samningsat- riðum,“ segir Jóhannes Bjarni. Málið sem nú er á leið fyrir dóm- stóla er prófmál en aldrei áður hefur mál tengt innheimtu á FIT- kostnaði ratað fyrir dómstóla. Nokkur fjöldi viðskiptavina hefur sett sig í samband við Lögmanns- stofuna Opus, sem Oddgeir er eig- andi að, með það fyrir augum að fá úr því skorið hvort innheimtan á FIT-kostnaðinum er lögmæt eða ekki. Bankar og sparisjóðir hér á landi hafa ekki viljað gefa upp hver kostnaðurinn er af því þegar viðskiptavinir eyða umfram heim- ild. Innheimtar eru 750 krónur þegar farið er lítillega fram úr en nokkuð hærri upphæðir ef eytt er langt umfram heimild. Unnið er að undirbúningi máls- ins en töluvert er í að það verði tekið fyrir dómi. Vinnu við stefnu og úrvinnslu úr gögnum er ekki lokið enn. Segja innheimtuna á FIT-kostnaði löglega Lögmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, telja innheimtuna á FIT-kostnaði lögmæta með öllu. Oddgeir Einarsson, lögmaður viðskiptavinar SPRON, telur innheimtuna lögbrot og fer málið fyrir dóm. Heildarskuldir sjávarútvegsins hafa nær því þrefaldast á áratug, farið úr 125 milljörðum í rúmlega 300. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vakti máls á þessu í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær, og sagði stöðu sjáv- arútvegsins alvarlega. Guðjón benti á að ef fyrirtæki í sjávarútvegi ætl- uðu að greiða upp allar skuldir þyrftu þau að eyða í það heildartekjum sínum í tvö og hálft ár. Fyrir ára- tug hefðu rúmar árstekjur dugað. Skuldasöfnunin kæmi til vegna kvótakaupa, sífellt hærri upphæðir fari í vexti og afborgarnir vegna kaupa á óveiddum fiski. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tók undir áhyggjur Guðjóns Arnars af stöðu sjávarút- vegsins. Hann benti á að fyrirtæki í sjávarútvegi greiði 25 til 40 milljarða króna í vexti á ári af 125 milljarða útflutningsverðmæti. „Svona vaxtaokur og vaxtabyrði gengur ekki upp nema í hergagnaiðnaðinum, klámiðnaðinum og fíkni- efnaiðnaðinum, það er svo einfalt,“ sagði Atli. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði að sjávarútvegurinn stæði undir aukinni skulda- byrði. Fyrirtækin standi í skilum og veð fyrir lánun- um séu nægjanleg. Fyrirtækin meti það augljóslega út frá eigin hagsmunum hvort það borgi sig að taka lán eða ekki, af því skipti ríkið sér ekki. Trúir þú orðum Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar um að hann hafi ekki séð minnisblað um REI? Finnst þér laun Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra of há? Tryggingafélagið Sjóvá- Almennar hefur verið dæmt til að greiða karlmanni rúmlega 15 milljónir í skaðabætur. Maðurinn lenti í alvarlegu bíl- slysi árið 2003, þegar bifreið hans rann til í hálku. Hlaut hann varan- lega 60 prósenta örorku við slys- ið. Krafði hann tryggingafélagið um greiðslu bóta vegna slyssins úr svokallaðri ökumannstrygg- ingu. Maðurinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem ágreiningur var um einstaka kröfuliði hans, fjárhæðir og upp- hafstíma dráttarvaxta. Dómurinn dæmdi honum ofangreinda bóta- fjárhæð. Fimmtán millj- ónir í bætur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.