Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 72
kl. 17 Haldin verður kynning á fatalín- unni Ull á köldum klaka í Startart, Laugavegi 12b, í dag á milli 17 og 21. Verður hönnuður línunnar, Gaga Skorrdal, á staðnum. Hún hefur hingað til verið þekktust fyrir prjónahönnun sína, en þessi nýja fatalína markar frumraun hennar á sviði þess að hanna saumaðan fatnað. Lífið litríkt í fornöld Franz Kafka er maður vik- unnar í Þjóðleikhúsinu, þar sem kanadíska leiksýningin Kafka og sonur verður sett upp nú í vikulok. Sýningin verður önnur af tveimur sýningum Þjóðleikhússins sem við koma þessum tékk- neska rithöfundi, en hin er Hamskiptin sem byggð er á samnefndri skáldsögu hans. Kafka og sonur er einleikur sem hefur farið sigurför um heima- land sitt. Sýningin kemur til Íslands í boði Þjóðleikhússins og með stuðningi kanadíska sendi- ráðsins. Í verkinu er tekist á við samband Franz Kafka við föður sinn og hvernig það hafði áhrif á ritstörf hans. Kafka og sonur hefur fengið framúrskarandi dóma og þykir leikarinn Alon Nashman fara á kostum sem bæði faðir og sonur. Verkið verð- ur frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í kvöld og verða tvær sýningar á því til viðbótar á föstudags- og laugardagskvöld. Leikið er á ensku og hefjast sýningarnar kl. 20 öll kvöldin. Alon skrifaði sjálfur leikgerð- ina Kafka og sonur ásamt leik- stjóra sýningarinnar Mark Cass- idy. „Handritið unnum við upp úr bréfi sem Kafka skrifaði föður sínum en sendi aldrei. Bréfið er heilar 50 síður og Kafka skrifaði það á tíu daga tímabili. Í bréfinu gerir hann upp samband sitt við föður sinn og tilfinningar sínar til hans og játar að nánast öll skrif sín snúist á einn eða annan hátt um samband þeirra. Við gerðum okkar besta til að koma þessu uppgjöri til skila í leikrit- inu,“ segir Alon. Franz Kafka og faðir hans voru afar ólíkir menn; faðirinn var yfirþyrmandi og stjórnsamur en Franz var viðkvæm sál. Alon segir samband þeirra feðga varpa ljósi á höfundarverk Kafka. „Það er í raun mjög viðeigandi að sýna verkið samhliða Hamskiptunum þar sem samband Kafka við föður sinn endurspeglar að mörgu leyti þá sögu. Það er til að mynda magnað að í bréfi Kafka kemur fram að faðir hans hafi kallað hann sníkjudýr og skordýr einhvern tímann þegar þeim feðgum sinnaðist. Ekki er ólíklegt að hugmyndin að Hamskiptunum hafi mótast út frá samskiptum þeirra feðga.“ Stormasamt samband feðg- anna er þannig að nokkru leyti þungamiðja í mörgum þekktustu verka skáldsins. „Kafka tileink- aði föður sínum sögur sínar. Hann elskaði föður sinn, leit upp til hans og upplifði sjálfan sig sem misheppnaðan einstakl- ing þar sem honum tókst ekki að uppfylla væntingar hans“ segir Alon. Þetta verður í fyrsta skipti sem verkið verður sýnt utan Kanada. Alon hlakkar til að leika fyrir íslenska áhorfendur. „Ég er hæst- ánægður með að vera kominn hingað. Það sem ég hef séð af landinu er fallegt og ég ætla að nota tímann til að skoða mig um á milli sýninga.“ Þjóðleikhúsið býður upp á sér- stakt feðgatilboð á sýninguna með það fyrir augum að styrkja fjölskyldutengsl, en feðgar fá tvo miða á verði eins. Snobbum! Oft verja menn af mestri sannfæringu það sem þeir þekkja minnst. Ekki hneykslast. Það sýnir andlegan þroska að aðhyllast eitthvað sem maður skilur ekki. Orðið snobb á víst uppruna sinn í kirkjubókum einhverjum. Við nafn hvers nýbura var skráður aðalstitill ef við átti. Þeir sem engan titil báru voru merktir upp á latínu sine nobilitate, skammstafað s.nob. Skammstöfunin var síðan væntanlega notuð í talmáli um þá sem gerðu sér far um að umgangast hefðarfólk án þess að vera þess umkomnir. Orðið á sumsé við um þann sem leitar á einhvern hátt upp fyrir sig. Þetta er vanmetinn eiginleiki. 1) Jæja, snobb í veraldlegum efnum er viðsjárvert. Menn eyða um efni fram til að þykjast efnaðri en þeir eru. Það getur orðið þeim að falli. 2) Þó er eins og fólki sé frekar álasað fyrir annars konar snobb: Bókmennta-, lista- eða menningarsnobb. Er ekki efnasnobbið oft hulið jákvæðari orðum eins og metnaður eða dugnaður? 3) Listasnobbarinn er sakaður um tilgerð. Hann ku upphefja sig með einhverju sem hann hefur ekki vit á. En hversu mikinn skilning þurfa menn að hafa til að áhugi þeirra teljist ekki snobb? Hafa allir þeir sem fara á völlinn svo mikið vit á fótbolta? Listasnobbarinn er ekki að upphefja sig frekar en klappstýran. 4) Listasnobb er í raun bara trúin á að listin feli í sér eitthvað sem er þess virði að þekkja. Snobb almennt er viðurkenning á því að til séu gildi sem við þráum að höndla þótt þau séu handan seilingar um stundar sakir eða löngum. 5) Það skiptir ekki miklu hvort hinn snobbaði fær um síðir einhverja dýpri þekkingu á innviðum listarinnar (hvað sem það nú er). Að fara á tónleika, sýningu eða lesa góða bók er alltaf hollara en að gera það ekki, eins þótt manni leiðist eða taki bara eftir aukaatriðum. Oftast verður þetta auðvitað að sérstakri þekkingu eða reynslu sem auðgar manninn. Svo gætu menn fyrir slysni orðið nobb, innvígðir. Ég viðurkenni fúslega að það sem fyrst hreif mig við bækur var lyktin af þeim. Svo reyndist ágætt að blaða í þeim til að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan ég lyktaði. 6) Kannski má lýsa öllum þekkingarþorsta sem snobbi. Þegar barnið bullar, er það ekki málsnobb? En þannig lærir það að tala. 7) Megi menn vera einarðir í snobbi sínu en ekki þykjast betri fyrir það. Myndlistarhópurinn Moms verður seint sagður fara hefðbundnar leið- ir í listsköpun sinni. Þeir hafa byggt pitsustað, sett reiðhjól í nýtt samhengi, boðið upp á ferjuþjón- ustu í Feneyjum og nú hafa þeir sett myndlistarverk inn í textavarp Sjónvarpsins. Verkið er hluti af myndlistarhátíðinni Sequences sem stendur nú yfir. Morri er einn meðlima Moms ásamt þeim Munda og Schuyler. „Textavarpið er vannýttur miðill þrátt fyrir að hann sé notaður mikið dagsdaglega. Textavarpið er frekar gamaldags og laust við allan kúl-faktor og okkur langaði til að sjá hvað við gætum gert innan þessa ramma“ segir Morri. Það gekk vel að fá umsjónar- menn textavarpsins til liðs við sig. „Við töluðum við Ágúst Tómasson sem sér um textavarpið hjá Sjón- varpinu og hann var boðinn og búinn að hjálpa okkur að koma þessu af stað. Við fengum því að skapa 99 skjámyndir fyrir texta- varpið á tölvuna sem er notuð til að setja efni þar inn. Þessar skjá- myndir birtast svo hver á fætur annarri á síðu 444 í textavarpinu og eru þær um 25 mínútur að fara hring.“ Það má með sanni segja að sýning þeirra Moms-liða nái víða þar sem hver sá sem hefur aðgang að Sjónvarpinu á að geta notið hennar. Morri segir það mikinn kost. „Við erum vissir um að sýn- ingin á góðan möguleika á að verða sú sem fjölséðasta í íslenskri myndlistarsögu enda gerir hún ekki þá kröfu til áhorfenda að þeir standi upp úr sófanum. En þetta er afar þægilegur sýningarvettvang- ur, við losnum við vesenið sem oft fylgir því að setja upp sýningar í galleríum. Við þurftum ekki að hengja neitt upp og svo þurftum við ekki að vera viðstaddir neina opnun, þannig að þetta er afar þægilegt.“ Það verður þó hægt að nálgast sýninguna á gönguleið Sequences þar sem Moms-liðar fengu lánuð gömul sjónvarpstæki hjá Góða hirðinum og settu þau upp í Ranim- osk, Kaffi Hljómalind og Naked Ape. „Það er einmitt gaman að skoða sýninguna í ólíkum sjón- varpstækjum því það fer eftir mót- tökuskilyrðum og gæðum tækisins hvernig hún kemur út,“ segir Morri. Sýningin verður í textavarpinu fram á sunnudag, en þá lýkur Sequ- ences. Moms sýnir annað verk á hátíðinni og má berja það augum á föstudag. „Við verðum með gjörn- ing í Tjarnarbíói á föstudag kl. 20 undir yfirskriftinni „Single Moms night out“. Þangað viljum við bjóða sérlega velkomnar einstæðar mæður og börn þeirra og lofum fjölskylduvænni list. Svo má líka minnast á það að Mundi verður með tískusýningu á hönnun sinni á föstudag kl. 18 í versluninni Kron- kron og ég hvet fólk til að mæta þangað líka,“ segir Morri að lokum. Vannýttur miðill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.