Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 38
Ryksugan er eitt af þeim heimilistækjum sem eru ómissandi nú til dags. Þær fást í ýmsum stærðum og gerðum og í mörgum verðflokkum. Margir muna eftir ofurryksugum eins og Rainbow og er hún til dæmis þeim hæfileika gædd að hreinsa andrúmsloftið og gefa góðan ilm. Nú eru komnar þráð- lausar ryksugur með gervigreind sem geta skannað stærð herbergis og lagað þrifin að því. Hér gefur að líta nokkrar sniðugar ryksugur sem hafa hver og ein sérstaka krafta. Sebo-ryksugur eru heimilis- og iðnaðarryksugur sem framleiddar eru í Þýskalandi. Þær koma í mörgum litum fyrir teppi og hörð gólfefni og eru með teppabankara og burstakefli. Ryksugurnar eru sérstaklega hentugar fyrir gælu- dýraeigendur. Til eru margar gerðir af Sebo- ryksugum. Þær eru bæði til hefð- bundnar með sogbarka og einnig uppréttar. Þær fást fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir og eru mjög kraftmiklar, frá 1.800 upp í 2.100 wött. Hægt er að fá HEPA- síur fyrir ofnæmissjúka í flestar gerðir Sebo-ryksuga. Sebo-ryksugurnar fást hjá Marpól ehf. og hægt er að prófa þær í Lauf- brekku 24 (Dal- brekkumegin) í Kópavogi. Umboðsaðilar Sebo eru með viðhalds- og varahlutaþjónustu, útkeyrslu á höfuðborgarsvæð- inu og sýnikennslu. Ryksugurn- ar kosta frá 24.900 kr. upp í 39.840 kr. Nánari upplýsingar má finna á www.marpol.is. Roomba-ryksugan er með gervigreind og hreinsar upp ryk, sand, ló og dýrahár. Hún hreinsar í raun allt það svæði sem hún fer yfir og hægt er að stilla hana þannig að hún þrífi þó svo að maður sé ekki heima. Ryksugan hreinsar teppi, mott- ur, parkett, flísar, marmara og linoleum-dúka. Hún er þráð- laus og virkar eins og sjálf- virkt vélmenni. Ryksugan er hönnuð þannig að hún kemst auðveldlega undir húsgögn. Hún skynjar fallhæð og fer ekki fram af stigum eða tröppum. Ef einhver fyrir- staða verður á vegi ryksug- unnar þrífur hún í kringum hana. Hægt er að afmarka það svæði sem ryksugan þrífur með tveimur litlum tækjum sem senda innrauða geisla frá sér og þá fer ryksugan ekki framhjá þeim. Fullhlaðin Roomba þrífur í allt að 120 mínútur og er ekki nema þrjá klukkutíma að hlaðast að nýju þannig að hægt er að láta hana þrífa allt að þrisvar sinnum á dag. Ryksugunni fylgir heima- stöð þar sem rafhlaðan hleður sig. Í hvert skipti sem ryksugan þarf á hleðslu að halda fer hún sjálf á heimastöð sína í hleðslu. Ekki þarf að skipta um ryksugu- poka þar sem rykið safnast fyrir í einni skúffu sem auðvelt er að tæma. Skúringavélmennið Scooba er væntanlegt og skúrar það gólfið í allt að 45 mínútur. Því er ljóst að ýmsar framfarir hafa orðið í gólfhreinsunar- málum. iRobot Roomba fæst meðal annars hjá eftirtöldum aðilum: www.irobot.is, Grímfelli, Byko, Max, Ormsson-verslun- unum, Byggt og búið og Ljós- gjafanum Akureyri. Nýja línan er á 49.900 kr. Electrolux ZB271 handryk- sugan er ein sú glæsilegasta sinnar tegundar. Hún er með rafdrifnum stúti og 0,5 lítra sogafli. Tvær stillingar eru á sogaflinu. Ryksugunni fylgir langt og þægilegt skaft sem auðvelt er að taka af og er því hægt að nota hana á gólf líka án þess að þurfa að bogra við það. Ryksugan hefur átta ein- inga NiMH-rafhlöðu sem nær fullri hleðslu á 16 tímum og tvær síur sem má þvo. Ryksugan fæst í Elko og kostar 14.995 kr. Ryksugan alltaf á fullu Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.