Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 10
 Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti sendi í gær frá sér stuttorða yfirlýsingu um að hann hafi skilið við eiginkonu sína, Cec- iliu. Hann gefur ekki upp ástæðu þess og segir að þau muni ekki svara spurningum um málið. Sarkozy er þar með orðinn fyrstur franskra forseta til að ganga í gegnum skilnað á embættis- tíð sinni og velta franskir fjölmiðl- ar því nú fyrir sér hvort það muni hjálpa honum í embætti eða gera honum erfiðara fyrir. Nicolas og Cecilia Sarkozy skildu í nokkrar vikur árið 2005, og flutti hún inn til annars manns í New York á meðan, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Hún tók einnig lítinn sem engan þátt í kosningaherferð eiginmanns síns, og greiddi honum ekki atkvæði sitt í seinni umferð forsetakosn- inganna. Eftir að hann varð forseti í vor hefur hún ekki virst alls kostar sátt við hlutverk sitt sem forseta- frú. Þau hafa sjaldan sést saman opinberlega síðustu mánuðina. Bæði voru þau fráskilin þegar þau giftust árið 1996, og eiga hvort um sig tvö börn úr fyrra hjóna- bandi. Saman eiga þau einn tíu ára son, Louis. Cecilia gegndi áberandi hlut- verki í samningum við Líbíustjórn um lausn búlgarskra hjúkrunar- fræðinga úr fangelsi í sumar. Hlutdeild hennar hefur verið harð- lega gagnrýnd bæði í Frakklandi og víðar. „Cecilia er kona sem hefur sterka sannfæringu og þarf að framkvæma hlutina, finna að hún komi að gagni,“ segir Isabelle Balkany, góður vinur hjónanna. „Hún vissi að hún myndi eiga erf- itt með að þola hefðbundið hlut- verk sitt sem forsetafrú.“ Balkany taldi þó litlar líkur á því að skilnaðurinn myndi hafa áhrif á störf forsetans. Skilnaðinn ber reyndar upp á sama tíma og Sarkozy lendir í fyrstu meiri háttar átökum sínum við verkalýðshreyfinguna. Lestar- stjórar og strætisvagnastjórar fóru í verkfall til að mótmæla áformum Sarkozys um breytingar á velferðarkerfinu. Forseti skilur við konu sína Forsetahjónin í Frakklandi eru skilin að skiptum. Þau gefa ekki upp ástæður skilnaðarins en forseta- frúin þótti ekki alls kostar sátt við hlutverk sitt. RV U N IQ U E 10 07 05 MotorScrubber Létt og afkastamikið hreingerningartæki Nú á kynn inga rtilb oði Moto rScru bber start pakk i 69.7 18Kr. MotorScrubber startpakkinn inniheldur: Stillanlegt skaft frá 81-128 cm, D- handfang, axlabönd, 12 V rafhlöðu, 230 V hleðslutæki, bursta, paddahaldara og padda í mismunandi grófleikum. Karsten Jessen, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Engar fúgur – ekkert mál Flísaplötur frá Barker eru hentugar á bað, eldhús, þvottahús og hvar sem vatnsálag er mikið. Fáanlegar í ýmsum litum H im in n o g h af / S ÍA - 9 0 7 1 2 4 2 Aseta ehf Tunguháls 17 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is Kynna á aðgerðaáætlun um samdrátt á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda á næsta sumri, þegar niðurstöður sérfræðinganefndar sem skipuð hefur verið liggja fyrir. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra á Alþingi í gær. Rætt var um stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum utan dagskrár á Alþingi í gær. Málshefjandi, Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði stöðuna hér á landi þá að við værum mjög aftar- lega á merinni í því að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Í dag losum við tólf tonn á mann [á ári], á meðan Evrópusambandið er komið niður undir ellefu tonn á mann, við erum yfir Evrópumeðal- talinu. Þegar álverið á Reyðarfirði hefur verið gangsett losum við sautján tonn á mann. Við erum enn að auka losunina. Aðgerðirnar sem grípa á til, kannski eftir 2008, koma allt of seint,“ sagði Kolbrún. Þórunn sagði að búið væri að bretta upp ermarnar í umhverfis- ráðuneytinu. Það verði stórt verk að vinna upp þann tapaða tíma sem fyrirrennarar hennar í starfi umhverfisráðherra beri ábyrgð á. Nefnd sérfræðinga sé nú að störf- um og hún muni skila af sér í apríl á næsta ári. „Við vonumst til þess að næsta vor og næsta sumar getum við lagt fram raunhæfa aðgerðaáætlun um samdrátt á gróðurhúsaloft- tegundum hér á landi,“ sagði Þór- unn. Áætlun um samdrátt kynnt næsta sumar Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær. Hann skipti út þremur ráðherrum. Mesta athygli vekur að Manuela Ramin-Osmund- sen, sem er upprunalega frá frönsku Karíba- hafseynni Martinique, verður nýr ráðherra barna- og jafnréttismála. Karita Bekke- mellom víkur fyrir Ramin-Osmundsen, Öystein Djupedal fer úr menntamálaráðu- neytinu og Helen Björnöy úr umhverfisráðuneytinu, að því er Aftenposten.no greinir frá. Tora Aasland og Bård Vegar Solhjell skipta með sér mennta- málaráðuneytinu. Erik Solheim þróunarmálaráðherra bætir á sig umhverfismálunum. Innflytjandi í jafnréttismálin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.