Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 51
MYNDARLEG Í HÖNDUNUM Bára hefur unun af því að skapa. MYND/ANTON eru orðnir þreyttir á innrás útlend- inga og hafa enga þolinmæði fyrir fólki sem talar ekki lýtalausa dönsku. Ég verð að viðurkenna að ég batnaði ekkert í dönsku við að búa þarna því ég tala dönsku með skandínavískum hreim og það þola Danirnir ekki. Danir segja að við Íslendingar eigum að tala dönsku því við lærum hana í skólanum. Svo neita þeir að skilja mann. Í kringum mig var aðallega töluð enska og íslenska,“ segir Bára og viðurkennir að hún hafi ekki passað neitt sérlega vel inn í danskt þjóðfé- lag. Hún sér þó alls ekki eftir tímanum og segir hann hafa verið lærdómsrík- an. „Ég er þakklát fyrir að hafa prófað þetta þótt mig hafi ekki langað til að ala börnin mín þarna upp. Kannski er ég bara of mikill Íslendingur í mér.“ Á meðan Bára bjó í Kaupmanna- höfn kom hún ekkert til Íslands. Þegar hún flutti aftur heim fyrir einu og hálfu ári brá henni í brún. „Það var hálfgerð lognmolla í Reykjavík þegar við fluttum til Danmerkur en þegar við komum heim aftur fannst mér ég ekki sjá neitt annað en byggingar- krana og lúxusjeppa. Svo varð ekki þverfótað fyrir nýjum veitingastöðum og verslunum og búið að breyta ann- arri hverri götu í miðbænum. Mér fannst eins og borgin hefði tekið stökkbreytingum á meðan og ég var í burtu.“ Heldur þú að stóriðja og útrás íslenskra fyrirtækja hafi haft þessi áhrif ? „Ó, guð, ég veit ekki. Íslending- ar eru ekki mjög rólegir í tíðinni og þjóðin er að sjálfsögðu með mikil- mennskubrjálæði. Ég veit ekki hvað gerðist en það gerðist eitthvað,“ segir hún kímin. Jógalífsstíllinn heillar Bára tilheyrði Kaffibarsklíkunni ógurlegu sem var áberandi í skemmt- analífinu fyrir allmörgum árum. „Þó ég hafi verið hluti af Kaffibarsstemn- ingunni um tíma þá var staðurinn meira á hliðarlínunni hjá mér. Ég eignaðist barn 1994, bjó í Hafnar- firði í fjögur ár og var með verslun- ina Flauel. Svo átti ég auglýsingafyr- irtækið Mátturinn og dýrðin með þáverandi manni mínum og var því ekki mikið á Kaffibarnum en vinir mínir stunduðu staðinn. Í dag er hægt að segja að ég djammi ekki og lifi eftir jógískum lífsstíl, ég er græn- metisæta, reyki ekki og drekk ekki. Ég geri voðalega lítið af því að fara út; ef ég fer eitthvert þá hitti ég vini mína á fyrirfram ákveðnum stað og stoppa yfirleitt stutt við.“ Varð eitthvað til þess að þú breytt- ir um lífsstíl? „Ég hef alltaf verið lélegur sukkari og var alltaf komin snemma heim ef ég fór á djammið. Áfengisdrykkja hefur ávallt átt illa við mig. Þetta byrjaði eiginlega á því að mig lang- aði að fara í jóga og frétti af því í gegnum vinkonu mína að það væru góðir jógatímar hjá Ananda marga. Þegar ég kom þangað var voðalega sætur strákur að kenna og í dag er hann maðurinn minn. Ég byrjaði að mæta í tíma, fór að hugleiða og þetta átti bara svo vel við mig. Á þessum tíma vantaði einhvern andlegan þátt í líf mitt. Þetta uppfyllti það og það varð eiginlega ekki aftur snúið. Fyrst hvarf allt áfengið en ég hef reyndar aldrei reykt. Svo fór allt kjöt út og þetta varð smám saman að mínum lífsstíl. Þegar maður fer inn í eitt- hvað svona þá verður ekki aftur snúið. Þarna varð ég fyrir andlegri vakningu í lífinu. Þetta snýst allt um hamingjuna en í mínum huga skipt- ir það mestu máli að hugsa vel um mig, fólkið mitt og vini mína.“ Í hverju sukkar þú? „Í sælgæti, súkkulaði og lakkrís. Samt lít ég ekki á það sem sukk. Jóka vinkona mín sagði að það væri ekk- ert óhollt ef maður sæi ekki eftir að hafa látið það ofan í sig. Ég sé ekki eftir neinu ofan í mig nema að ég standi bara á blístri. Ég trúi því líka að hinn gullni meðalvegur sé það sem virki.“ martamaria@frettabladid.is NÝJA AFTUR-VERSLUNIN VIÐ LAUGAVEG. Stóllinn kemur frá Hollandi en Bára gerði hann upp að hluta. Á gínunni er slá úr ullarefni sem Bára hannaði upp úr gömlum ullarpilsum. MYND/ANTON 19. OKTÓBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9 AÐEINS 2 KALORÍUR NÝ BRAGÐTEGUND ENN BETRA BRAGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.