Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 78
Ætla mér að komast lengra í boltanum Keflvíkingurinn knái Jónas Guðni Sævarsson hefur verið talsvert í umræðunni á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið og verið meðal annars orðaður við bæði KR og Val í Landsbankadeildinni. Jónas kvaðst þó alveg vera rólegur yfir stöðu mála í samtali við Frétta- blaðið. „Ég er bara í fríi á Spáni eins og er og hef þannig séð nógan tíma til þess að fara yfir mín mál. Ég er enn samningsbundinn Keflavík í eitt ár í viðbót en ég hef samt heyrt af áhuga tveggja liða í Landsbankadeildinni,“ sagði Jónas rólegur. Er að fara yfir mín mál Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, rekstrar- félags meistaraflokks karla hjá KR, tilkynnti í gær að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi félagsins. Jónas hefur verið formaður frá árinu 2001 en hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir KR síðustu tuttugu ár. Jónas hættir Bolton leitar þessa dagana að framtíðarmanni í stól knattspyrnustjóra en sem kunnugt er hefur félagið rekið Sammy Lee eftir afleitt gengi í upphafi leiktíðar. Archie Knox, þjálfari hjá Bolton, hefur verið ráðinn stjóri liðsins á meðan leitin að nýjum framtíðarstjóra fer fram. Bolton hefur meðal annars óskað eftir því að fá að ræða við Steve Bruce, stjóra Birmingham, en þeirri beiðni var hafnað. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bruce ræði við Bolton á endanum þar sem hann hefur sjálfur óskað eftir viðræðum við stjórn Birmingham varðandi sína eigin framtíð hjá félaginu. Bruce á átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið, sem hann hefur stýrt síðustu sex ár. Fær ekki að ræða við Bruce FH hefur tekið forskot í kapphlaupinu um bakvörðinn Höskuld Eiríksson sem er á mála hjá Víkingi. FH og Víkingur komust að samkomulagi um kaupverð í gær og Höskuldur hittir FH-inga á samningafundi í dag. „FH er spennandi klúbbur og með þjálfara sem ég hef mikla trú á,“ sagði Höskuldur við Frétta- blaðið í gærkvöldi. „Vissulega yrði mikil samkeppni hjá FH en það yrði bara skemmtileg áskorun. Ég hef trú á mínum hæfileikum og tel mig eiga erindi í lið eins og FH þó svo að leikmennirnir sem fyrir séu góðir.“ Fer í viðræður við FH í dag Iceland Express-deild karla: Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á Þór í Iceland Express deild karla í körfubolta í gær en eftir jafnan fyrri hálfleik keyrðu gestirnir yfir Þórsara í þeim síðari og unnu 28 stiga sigur, 101-73. Njarðvíkingar voru slegnir út af laginu í upphafi leiks þar sem þeir mættu kokhraustum Þórsurum sem höfðu undirtökin. Slök sóknar- nýting gestanna í bland við vel útfærðan sóknarleik Þórsara skil- aði heimamönnum 28-19 forystu eftir fyrsta leikhluta en Njarðvík- ingar fengu svo vakninguna á milli leikhluta. Gestirnir jöfnuðu leikinn með níu fyrstu stigum annars leikhluta og eftir það var hálfleikurinn járn í járn. Hvorugt lið gaf eftir en þó nokkuð var um mistök á báða bóga. Að loknum fyrri hálflek hafði hvort lið skorað 47 stig. Njarðvíkingar tóku að síga fram úr og var á tíðum engu líkara en að Þórsarar hefðu sprengt sig í fyrsta leikhlutanum. Eftir þriðja leik- hluta hafði Njarðvík tólf stig yfir, 73-61, en þar skoruðu Þórsarar aðeins fjórtán stig um leið og gest- irnir lögðu grunninn að stórsigri sínum. Þórsarar náðu ekki að skora fyrr en eftir um þrjár mínútur í síðasta leikhlutanum og sá eini sem var með lífsmarki var Cedric Isom. Njarðvíkingar skiluðu sínum stigum jafnt og þétt og unnu að lokum sanngjarnan 28 stiga sigur. Óðinn Árnason var ásamt Isom besti leikmaður heimamanna en Brenton Birmingham og Jóhann Ólafsson voru fremstir meðal jafninga ásamt Friðriki Stefáns- syni hjá gestunum. „Við vorum að gera réttu hlut- ina í sókninni en frábærar skyttur okkar misstu bara marks úr opnum skotum. Mínir menn misstu svolítið móðinn, sem er óvanalegt og eitthvað sem við þurfum að vinna í. En tímabilið er rétt að byrja og ég held að það sé réttast að ein- blína á það sem við gerðum vel og á löngum köflum í leiknum leit út fyrir að þeir ættu ekki mikið í okkur. Við höfum sett okkur ákveðið stigamarkmið sem yfir- leitt dugar til að halda sér í deild- inni og við náum því skoðum við stöðuna aftur,“ sagði Hrafn Kristj- ánsson, þjálfari Þórs. Þórsarar sprungu í síðari hálfleik Grindavík reif sig upp á afturendanum eftir slæmt tap gegn Keflavík í fyrsta leik og lagði Íslandsmeistara KR, 109-100, í fjörugum og bráðskemmtilegum leik í Grindavík. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á að vera yfir og KR leiddi 24-27 eftir fyrsta leikhluta. Liðin héldu áfram að skora grimmt og segja má að sóknarleikurinn hafi verið í fyrir- rúmi í öðrum leikhluta en heima- menn í Grindavík leiddu 57-56 í hálfleik. Keyrslan á liðunum hélt áfram í þriðja leikhluta og eftir hann var KR komið með yfirhöndina 79-80. Spennustigið var hátt og liðin skor- uðu ekki stig fyrstu tvær mínútur í fjórða leikhluta og mikið var um tapaða bolta og ótímabær skot. Staðan var hnífjöfn, 99-99, þegar lítið var eftir en þá tók Grindavík leikinn í sínar hendur og skoraði næstu tíu stig í leiknum og breytti stöðunni í 109-99. Þar fór Jonathan Griffin á kostum fyrir heimamenn og skoraði sex stig í röð og þar af voru síðustu tvö stig hans í leikn- um eftirminnileg. Griffin byrjaði á að blokka þriggja stiga skot Helga Más og fór svo fram og tróð boltanum með tilþrifum. Troðslan var fínn endapunktur á tilþrifamiklum sóknarleik liðanna í gærkvöld og Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindarvíkur, hafði orð á skemmt- anagildi leiksins. „Þetta var stór- skemmtilegur leikur þar sem hungraðara liðið vann og ég er mjög sáttur við hugarfarsbreyt- inguna hjá mínum mönnum. Deildin er bara þannig í dag að ef þú mætir ekki til leiks af krafti þá taparðu og við vildum vinna meira en þeir,“ sagði Friðrik sáttur. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, átti í erfiðleikum með að finna einhverja jákvæða fleti á leiknum, þrátt fyrir að lið hans hafi síst verið lakari aðilinn í leiknum. „Ég var óhress í 40 mín- útur í leiknum og við sem gefum okkur út fyrir að vera sterkt varnarlið og höfum verið að fá á okkur 65-75 stig fáum á okkur 56 stig bara í fyrri hálfleik og yfir 100 stig í leiknum öllum. Við vorum bara í einhverju frjálsu falli hérna varnarlega og það er alveg klárt að það verður unnið í varnarleiknum næstu æfingar,“ sagði Benedikt. Íslandsmeistarar KR voru sendir tómhentir heim úr Röstinni í gær eftir líflega rimmu gegn Grindavík. Heimamenn hristu þar með af sér slaka byrjun í mót- inu þar sem liðið steinlá gegn Keflavík. Fyrsta tap meistaranna því staðreynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.