Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 68
Eyjasafn í Artóteki Föstudaginn 19. október verður opnuð sýning á nýjum verkum Bjargar Örvar í Listasafni Reykja- nesbæjar. Björg Örvar útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of Cali- fornia á árunum 1981-1983. Björg hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir sérkennileg málverk sem erfitt er að skilgreina, en hvort sem þau teljast náttúru- myndir eða ekki eru þau fyrst og fremst einstök. Í texta Halldóru K. Thoroddsen í sýningarskránni sem gefin er út af þessu tilefni segir meðal ann- ars: „Hér fer stríðinn málari. Á þessari sýningu er mætt til leiks rauð agressjón. Björg hefur fyrrum málað okkur græna mildi og blátt afskiptaleysi. Hvernig sem þessir litir kunna að hitta okkur fyrir eru þeir alltaf um það bil að bresta á límingunum en halda þó.“ Sýning Bjargar er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og stendur til 2. desember. Í Duushúsum er opið alla daga frá kl. 13-17.30 og aðgangur er ókeypis. Björg sýnir í Reykjanesbæ kl.20 Annars árs nemar í leiklistar- deild Listaháskóla Íslands setja upp leikritið Gárur á Korpúlfs- stöðum í kvöld og annað kvöld kl. 20. Nemarnir unnu handritið sjálfir út frá rýminu sem sýningin fer fram í. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir, en taka skal fram að hlýr klæðnaður er æskilegur. Íslenski dansflokkurinn stendur fyrir fjölskyldu- sýningum í Borgarleikhús- inu nú um helgina. Þetta er þriðja árið í röð sem dans- flokkurinn stendur fyrir fjöl- skyldusýningum, en fyrri árin tvö voru þær afar vel sóttar. Markmiðið með sýningunni er að gera danslistina aðgengilega almenningi og þá sérstaklega yngra fólki. Á sýningunni eru sýnd þrjú stutt verk sem eru lífleg og skemmtileg. Katrín Hall er listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins. Hún segir verkin hafa verið valin á sýninguna vegna þess að þau eru fjölskylduvæn. „Við höfum sýnt öll þessi verk áður og völdum þau á fjölskyldusýninguna vegna þess að við töldum þau geta höfðað til afar breiðs aldurshóps. Verkin eru Practice Paradise eftir Stijn Celis, Critics Choice? eftir Peter Anders- son og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Síðast- nefnda verkið var fyrst sýnt árið 1999 og er orðið að hálfgerðri klassík á verkaskrá okkar.“ Að sögn Katrínar vill dans- flokkurinn bjóða börnum og fjöl- skyldum þeirra möguleika á að upplifa dansleikhús. „Við viljum gera danslistina aðgengilega fyrir ungt fólk svo að það upplifi það sem sjálfsagt og eðlilegt að fara á danssýningu rétt eins og að fara í leikhús eða bíó. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessum fjöl- skyldusýningum okkar og það hefur oftast verið fullt út úr dyrum, enda er mikið af börnum og ungu fólki að læra dans og finnst spennandi að komast á svona sýningu. Þar að auki erum við að reyna að bjóða fjölskyldum upp á samverustund sem allir geta notið saman.“ Að fjölskyldusýningunum loknum taka við ferðalög hjá Íslenska dansflokknum, en hann heldur til Bandaríkjanna í næstu viku og mun þar ferðast um austurströndina með sýningar sínar. Fjölskyldusýningarnar verða tvær talsins og fara fram á morgun kl. 14 og á sunnudag á sama tíma. Áhorfendur tólf ára og yngri fá miða á sýninguna ókeypis, og áhorfendur á aldrinum 13-16 ára fá miða á hálfvirði, en almennt miðaverð er 3.100 kr. Undanfarin ár hefur selst upp á þessar sýning- ar og því er áhugasömum ráðlagt að kaupa miða sem fyrst. Sýningar eru opnar virka daga kl. 11 - 17 og um helgar kl. 13 - 16 • sími 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is Handverkshefð í hönnun Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14 Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa, s. 575 7700 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS MIÐASÖLUSÍMI 511 4200 KOLBEINN ANNA MARGRÉT ÁSGEIR PÁLL BERGÞÓR GUÐRÚN JÓHANNA ÁGÚST HRAFNHILDUR INGVAR JÓN ÞORSTEINN HELGI ÞORVALDUR BRAGI DAVÍÐ HALLVEIG HLÖÐVER F A B R I K A N SÍÐASTA SÝNING! Í KVÖLD, 19. OKTÓBER, KL. 20.00 „Fyrir þá sem vilja fylgjast með íslenska söngvarahópnum er því skyldumæting á sýninguna.…Flottur söngur.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson 3 stjörnur „Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, dásamleg… Arndís Halla, töfrandi… Hanna Dóra Sturludóttir, stórbrotin… Kolbeinn Jón Ketilsson, heillandi… Þvílíkt partý!“ Silja Aðalsteinsdóttir, www.tmm.is A ug lý si ng as ím i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.