Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 30.10.2007, Qupperneq 8
 Hvað heitir forsetafrúin sem nú er orðin forseti Argentínu? Hvað heitir bandaríska leik- konan sem gaf kærasta sínum endajaxl í afmælisgjöf? Hvað heitir danski gaman- þátturinn sem verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins í fyrsta sinn í vikunni? Cristina Fernández de Kirchner hafði, þegar meira en 96 prósent atkvæða höfðu verið talin í gær, hlotið um 45 prósent atkvæða í fyrri umferð forseta- kosninganna í Argentínu á sunnu- dag. Þar með hafði hún tryggt sér embættið, því seinni umferð kosn- inganna er ekki haldin nema efsti frambjóðandi hafi hlotið innan við fjörutíu prósent atkvæða eða minna en tíu prósent muni á tveimur efstu frambjóðendum. Fernández er 54 ára lögfræð- ingur og þingmaður í öldunga- deild landsins og hefur auk þess verið forsetafrú Argentínu síð- ustu fjögur árin. Fréttaskýrendur segja að hún muni njóta þess að eiginmaður hennar hafi nú þegar komið land- inu út úr alvarlegri efnahags- kreppu, en á hinn bóginn verði hún að nota tækifærið og lag- færa ýmislegt sem aflaga hefur farið í stjórnartíð eiginmanns- ins, meðal annars himinháa verð- bólgu og síminnkandi afgang á fjárlögum, að öðrum kosti njóti hún varla stuðnings kjósenda lengi. Kosningabarátta hennar þótti heldur óvenjuleg. Hún neitaði að taka þátt í kappræðum við mót- frambjóðendur, en sást þeim mun oftar á ferðalögum erlendis þar sem hún stillti sér upp til mynda- töku með þjóðhöfðingjum. Mörgum þykir hún minna svo- lítið á Evitu Peron, hina vinsælu eiginkonu Juans Peron forseta – að minnsta kosti þykir klæðaburð- urinn svipaður, hvað svo sem út úr því má lesa. Cristina Fernández verður önnur konan sem gegnir forseta- embætti í Argentínu. Isabel Peron, sem giftist Juan Peron eftir að Evita lést, var varaforseti hans og tók við embættinu þegar Peron féll frá árið 1974. Hún gegndi starfinu í 20 mánuði en þá steypti herinn henni af stóli. Stóra spurningin í argentínsk- um stjórnmálum nú er hins vegar hvað eiginmaður hennar ætlar að gera þegar hann víkur úr embætti fyrir Cristinu. Sjálfur segist hann hæstánægður með að verða eigin- maður forsetans, en fáir virðast þó trúa því að hann ætli að halda sig alveg baksviðs. Jafnvel hafa heyrst vangaveltur um að þau hafi hug á að skipta aftur um hlutverk í næstu forseta- kosningum árið 2011. Forsetafrú verður forseti í Argentínu Cristina Fernández de Kirchner hlaut yfirburða- kosningu í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru á sunnudag. Cristina, sem er 54 ára lög- fræðingur, tekur við af eiginmanni sínum, Nestor. G O T T F O L K A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Vegagerðin og framkvæmdasvið Reykjavíkur- borgar kynntu í gær hugmyndir sínar um nýjan veg sem tengja á Grafarvog annars vegar og Hamrahlíðar hins vegar með mis- lægum gatnamótum við Vestur- landsveg. Um er að ræða svokölluð drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Þar er sagt frá því hvaða atriði er áætlað að verði til skoðunar þegar umhverfisáhrif þeirra eru metin. Frestur þeirra sem hagsmuna hafa að gæta til að skila athuga- semdum við drögin er til og með 12. nóvember næstkomandi. Tilgangurinn með framkvæmd- unum er að tengja Grafarvogs- hverfið og hverfi í Hamrahlíðum saman, og tengja þau Vestur- landsveginum. Mislægu gatnamótin eru á sam- gönguáætlun 2007-2010, en fjár- veiting er þó ekki á áætlun þeirra ára, þó gera megi ráð fyrir henni á árunum 2011-2014, að því er fram kemur í frétt frá Vegagerð- inni. Tillaga að tengingu við Vesturlandsveg 1 430 Egilshöll Ve gh ús ús g hús Ví ku rv eg ur Fossa leynir Vík Ve stu rla nd sve gu r Keldnaholt Leirtjörn Hj al la r Skiggnis- t

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.