Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 11

Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 11
 Vel hefur gengið að fækka mink í veiðiátaki á Snæfellsnesi og í Eyjafirði sem hófst í janúar síðastliðnum. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að 312 minkar hafi veiðst það sem af er árinu. Ríflega 220 minkar hafa veiðst í gildrur en hundar veiddu tæplega 80. Afgangurinn var ýmist skotinn eða fannst dauður. Óvenju hátt hlutfall af læðum veiddist í vorveiðinni, allt að helmingi fleiri en áður hefur verið, segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Alls verður varið 135 milljón- um króna til að fækka mink á Snæfellsnesi og í Eyjafirði í átaki sem standa á til ársloka 2009. Minkaveiðin minnkar ekki „Lending vélarinnar var með eðlilegum hætti en við lok lendingarbruns varð áhöfninni ljóst að bremsuskilyrði voru alger- lega ófullnægjandi og önnur en samkvæmt upplýsingum frá flug- turni.“ Svo segir í yfirlýsingu frá flug- félaginu JetX ehf. vegna atviksins um helgina þegar vél frá flug- félaginu rann út af flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknarnefnd flugslysa fer með rannsókn málsins, sem hún lítur á sem alvarlegt flugatvik. Nefndin mun taka flugritagögn til greiningar og rannsaka flug og lendingu flugvélarinnar nánar. Í tilkynningu frá rannsóknar- nefndinni segir að í aðflugi að Keflavíkurflugvelli hafi bremsu- skilyrði verið uppgefin sem góð með ís á stöku stað. Í lendingar- bruni hafi áhöfnin orðið vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og búist hafði verið við. Í tilkynningu JetX segir að með tilliti til þessara aðstæðna og í samræmi við almennar verklags- reglur í flugi hefði flugstjórinn valið að beita harðri lendingu. Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Austur- lands til að greiða 160 þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir ölvunarakstur. Hann var einnig sviptur ökuleyfi í eitt og hálft ár og látinn greiða tæpar tvö hundruð þúsund krónur í sakar- kostnað. Maðurinn ók ölvaður eftir þjóðveginum frá Einarsstöðum í Fljótsdalshéraði í átt til Egilsstaða 13. maí síðastliðinn. Bílferðinni lauk með því að hann missti stjórn á bílnum og lenti utan vegar. Fyrir dómi hélt maðurinn því fram að hann hefði ekki ekið bílnum, en dómurinn tók ekki mark á því. Stútur dæmdur í sektargreiðslu Mánudaga - föstudaga 10 - 18 Laugardaga 10 - 14 Verð 5.985.000 kr. 5.685.000 kr. MAMMA BIRTÍNGUR VÍNBÚÐIN HEIÐRÚN PRENTMET HARÐVIÐARVAL JDC Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í velferðarráði Reykjavíkur segja áhersluatriði nýs meirihluta ráðs byggja að nánast öllu leyti á áherslum fyrri meirihluta. „Enda snúast þessi atriði um hlutverk okkar og lúta að því að auka velferð borgar- anna,“ segja sjálfstæðismenn. Meðal þess sem nýi meirihlut- inn kveðst ætla að leggja áherslu á eru húsnæðismál og málefni barna og aldraðra. Hvað börn snertir segir meirihlutinn að áhersla verði aukin á barnavernd og forvarnastarf og stuðning og aðstoð við fátæk börn og börn í áhættuhópi. Einhugur í velferðarráði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.