Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 13
Skákborðsmorðing- inn í Rússlandi var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt 48 manns. Alexander Pichushkin, 33 ára gamall smiður, merkti fórnar- lömb sín inn á reiti skákborðs og var markmið hans að fylla alla 64 reitina. Aðeins náðist að sanna á hann 48 morð en Pichushkin gortaði af því að hafa myrt 63 manns. Ekkert hliðstætt morðmál í Rússlandi hefur vakið jafn mikla athygli síðan Andrei Chikatilo var líflátinn árið 1994 fyrir morð á 52 börnum og ungum konum á tólf ára tímabili. Lífstíðardómur fyrir 48 morð „Velferðarráð Reykjavíkurborgar varar við hugmyndum um aukið frelsi á áfengissölu sem lagt er til í nýju frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi Íslend- inga,“ segir í ályktun velferðar- ráðsins. „Rannsóknir í Svíþjóð, Finnlandi, Bandaríkjunum og Kanada sýna fram á margföldun á neyslu þegar aðgengi er aukið með afnámi einkasölu,“ segir velferðarráðið og bætir við: „Líklegt er að þeir sem muni nýta sér aukið aðgengi að áfengi séu þeir sem síst skyldi. Afleiðingarn- ar munu bitna á börnum og ungmennum sem nú þegar búa við erfið uppeldisskilyrði vegna áfengisneyslu forráðamanna sinna.“ Gegn frjálsari sölu áfengis Bandarísk kona, Lisa Montgomery, var í síðustu viku sakfelld fyrir mannrán sem leiddi til dauða eftir að hún skar barn úr móðurlífi óléttrar konu sem lést síðar. Barnið tók hún heim með sér. Montgomery, sem er 39 ára gömul, var dæmd til dauða fyrir glæpinn. Verjendur sögðu hana þjást af geðröskun og ranghugmyndum um að hún væri ólétt, og þar sem komið hefði verið að lokum ímyndaðrar óléttu Montgomery og blekkingin í hættu hefði hún verið í draumkenndu ástandi þegar hún framdi verknaðinn. Saksóknari sagði Montgomery hafa stjórnast af ótta við að fyr- verandi eiginmaður hennar myndi komast að því að hún væri að ljúga til um óléttuna og nota það gegn henni í forræðisdeilu yfir tveimur börnum þeirra. Montgomery hafði sagst eiga von á sér í desember 2004. Þegar sá tími nálgaðist setti hún sig í samband við 23 ára ólétta konu, Bobbie Jo Stinnet, undir því yfir- skyni að ætla að kaupa af henni hvolp og mælti sér síðan mót við hana. Saksóknari segir Montgomery hafa reynt að kyrkja Stinnet, sem var gengin átta mánuði, með reipi. Stinnet hafi þó verið með meðvitund og reynt að verja sig þegar Montgomery byrjaði að skera barnið úr kviði hennar með eldhúshnífi. Skar barn úr móðurkviði Betur fór en á horfð- ist þegar lítil þyrla hrapaði á olíu- flutningabifreið í Noregi í gær. Þrír menn voru um borð í þyrlunni og sluppu þeir allir ómeiddir. Enginn var í bifreiðinni sem var kyrrstæð á bygginga- svæði. Þyrlan lenti á hvolfi á bifreið- inni og munaði minnstu að hún lenti á olíutanknum, en í tanknum voru sjö þúsund lítrar af eldfimri dísilolíu. „Þetta er býsna ótrúlegt,“ sagði Rune Arneberg, yfirmaður lög- reglunnar í Sarpsborg. Þyrlan var á sveimi yfir bygg- ingasvæðinu í þeim tilgangi að kvikmynda það þegar óhappið varð. Þyrla hrapaði á olíuflutningabíl Björgunar- menn fundu lík tveggja skipverja vöruflutningaskips sem hvolfdi á Femern-sundi á milli Danmerkur og Þýskalands á sunnudag. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna fimm manns, sem enn er saknað, á lífi. Ellefu voru um borð í skipinu sem er skráð í Slóvakíu og var þremur bjargað stuttu eftir að það sökk um borð í rússneskt skip. Þrjú lík hafa fundist. Skipið, sem er 80 metrar að lengd, var að flytja ammóníum- klóríð. Ekkert benti til þess að farmurinn né eldsneyti hefði lekið úr skipinu í gær. Óljóst er hvers vegna skipinu hvolfdi. Talið að fimm hafi drukknað Þrettán manns sem segjast „raunverulegar ofurhetjur“ tíndu rusl og dreifðu forvarnarbæklingum gegn glæpum á sunnudaginn í New York. Kvikmyndagerðarmaðurinn Chaim Lazaros myndaði hópinn eftir að hann rakst á ofurhetjurn- ar í netsamfélaginu MySpace og vinnur nú að heimildarmynd um þær. Ofurhetjurnar vildu ekki gefa upp nöfn sín en sögðust flestar starfa í nágrenni heimila sinna. Fyrrverandi vændiskona sem kallar sig Götuhetjuna gætir nú öryggis annarra vændiskvenna. Maður sem kallar sig Húsvörðinn lagar hins vegar rafmagn hjá fólki. Ofurhetjur tína rusl á götum New York
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.