Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 16

Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fangelsið Kvíabryggja, sem er steinsnar frá Grundar- firði, er skilgreint sem opið fangelsi. Fangarnir hafa meira frjálsræði en í öðrum fangelsum landsins. Að- staðan á Kvíabryggju er nú boðleg jafnvel vandlátustu vistmönnum. Miðvikudaginn 3. október síðast- liðinn var fangelsið Kvíabryggja tekið formlega í notkun eftir endurbætur. Í fangelsinu má nú hýsa 22 fanga af báðum kynjum í vistlegum herbergjum með fyr- irtaks aðstöðu til leiks og starfs. Kvíabryggja er nú skilgreind sem „opið fangelsi“. Engir rimlar eru fyrir gluggunum og engin girðing er kringum fangelsis- svæðið. Klefar fanganna, ef svo mætti kalla þá, eru notalegir og úr mörgum þeirra er glæsilegt útsýni yfir fjöruna. Í tómstund- um sínum geta fangar nýtt sér líkamsræktarsalinn, spilað billj- arð, grúskað í bókasafninu eða slappað af í setustofunni. Á Kvíabryggju eru vistaðir fangar með stuttan sakaferil og þeir sem hafa hegðað sér til sóma. Fangarnir skrifa undir samning við upphaf afplánunar og heita því að endurgjalda traustið og axla þá ábyrgð sem fylgir frjálsræðinu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það vera stefnu yfirvalda að auka möguleika fanga á vistun í „opnu fangelsi“ og til stendur að koma upp svipaðri aðstöðu á Litla-Hrauni. Boðlegt vandlátustu vistmönnum Kvíabryggju Hið besta mál að greiða laun í evrum Bara kanínan Með góðum óskum Rúta til Akureyrar og flug suður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.