Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 19

Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 19
Jenný Erla Guðmundsdóttir stundar bæði and- lega og líkamlega líkamsrækt til að halda sér í góðu formi. „Ég þjáðist af mikilli streitu á sínum tíma og fór að stunda jóga til að ná betra andlegu jafnvægi. Jóga er að vissu leyti andleg leið og eftir tímabil þar sem ég kenndi jóga í sex ár náði ég ákveðnum árangri og fann hve mikilvægt er að sinna bæði andlegri og lík- amlegri heilsu,“ segir Jenný Erla Guðmundsdóttir grafíklistakona, sem sendi nýverið frá sér hugleiðslu- bókina Sköpun heimsins. „Bókin er mín leið til að stuðla að andlegu heil- brigði fyrir mig og aðra. Markmiðið er að senda les- andann í andlegt ferðalag með hugleiðslu með texta og myndum sem ég vann í tilefni þúsund ára kristni- töku fyrir sjö árum,“ segir Jenný, sem í dag stundar sígilda líkamsrækt ásamt því að sinna andlegu hlið- inni af alúð. „Ég leitaði aftur í barnatrúna og á í dag mjög lifandi trú þar sem ég fann ákveðið jafnvægi milli þess andlega og líkamlega. Þetta finnst mér sér- lega mikilvægt fyrir fólk sem er í skapandi störfum þar sem alltaf þarf visst áreiti til þess að geta skapað,“ útskýrir Jenný sem nefnir þætti eins og streitu og ótta sem veikja líkamann. „Aðalatriðið er að sinna sjálfum sér og sjá heil- brigði sem heild,“ útskýrir Jenný, sem segir bókina vera eins konar andlegt góðgæti sem hentar vel sam- hliða alls konar líkamsrækt. „Við erum upptekin af því að fitna ekki og halda okkur í formi en það má ekki gleyma andlegri næringu. Þess vegna má segja að bókin sé konfekt fyrir anda og sál. Nema það er hægt að njóta hennar að vild og vaxa án þess að þyngjast og fitna,“ segir Jenný hlæjandi. Sætindi fyrir anda og sál Guðbjörg Ósk Rakel rakel@osk.is osk@osk.is 29.900,- Peaceful Warrior dvd og námsgögn innifalið. Rope yoga stöðin Ósk.is Bæjarhrauni 22, 220 Hafnarfirði. Einstakt helgarámskeið þar sem þú lærir öfluga leið til að hafa líf þitt nákvæmlega eins og þú óskar þér. Aukið sjálfsöryggi, jákvæðari samskipti við fólk, góð heilsa og líkamleg meðvitund, er hluti af því sem þú öðlast á þessu námskeiði. Þú lærir að ná árangri og njóta þess að lifa. Símar: 555 3536 / 695 0089 P R O D E R M TM húðvörn gegn kulda og snertiofnæmi Lagar fljótt húðþurrk, roðaflekki, þurrkabletti sviða og kláða í andliti og höndum. Verndar húðina fyrir efnum á pH1 – pH12. Engin fituáferð. Fyrir börn, hlífir húðinni við kulda, munnvatni, tárum og nefrennsli. Proderm er læknavara. Rannsóknir staðfesta virkni. Fæst í apótekum www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.