Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 30.10.2007, Qupperneq 21
Mikill sköpunarkraftur ein- kennir fjölskyldu Kristínar Arnardóttur en hún, móðir hennar, sonur og eiginmaður hafa öll gefið út bækur og annað efni. „Þessa miklu útgáfu hjá fjöl- skyldunni ber alla upp á svipuð- um tíma,“ segir Kristín Arnar- dóttir, sem nýlega gaf út bókina Ég get lesið. Mikill sköpunar- kraftur einkennir fjölskyldu hennar en móðir hennar, sonur og eiginmaður hafa öll gefið út bækur og annað efni á undanförn- um mánuðum og árum. Kristín er sérkennari og er Ég get lesið handbók um fyrstu skrefin í lestrarnámi ungra barna. „Bókin kom út fyrr á árinu og er nú komin í um 150 leik- og grunn- skóla á landinu og er ætluð elstu leikskólabörnunum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Með henni fylgja auk þess fjölbreytt náms- gögn með ýmiss konar stafaleikj- um,“ segir hún. Kristín hefur lengi starfað sem sérkennari og byggir hún bókina á reynslu sinni af lestrarkennslu barna með sér- þarfir. „Bókin hentar þó vel í almenna lestrarkennslu og er fylgigögnunum ætlað að brjóta kennsluna upp og gera hana skemmtilegri,“ bætir hún við. Inga Guðmundsdóttir, móðir Kristínar, er á níræðisaldri og gaf hún á árinu út ljóðabókina Þræði. Þetta er fyrsta bók hennar og byggjast ljóðin á reynsluheimi hennar. Þau eru að sögn Steins Kárasonar, eiginmanns Kristínar og tengdasonar Ingu, full af glettni og húmor. Steinn, sem gefur bækur þeirra mæðgna út, gaf sjálfur út diskinn Helga himneska stjarna fyrir jólin í fyrra en á honum er lag eftir hann í þremur mismunandi útsetningum. Sigurbjörn Einars- son biskup orti sálm við lagið og Atli Heimir Sveinsson útsetti. Scola Cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Áður hefur Steinn gefið út bækurnar Trjáklippingar og Garðverkin og auk þess gert sjónvarpsþátt um trjáklippingar og umhirðu. Sindri Freyr Steinsson, sonur þeirra Steins og Kristínar, var svo ritstjóri menntaskólablaðsins Verðanda þar til nýlega en það er fríblað ætlað öllum framhalds- skólanemum. Hann skrifaði mikið af efni blaðsins sjálfur en hefur einnig gefið út ljóð og smásögur hjá bókaútgáfunni Nýhil. Þrjár kynslóðir í útgáfu Auglýsingasími – Mest lesið FJÖLVI Suðurlandsbraut 54 108 Reykjavík Sími: 565 6500 Fax: 568 8142 www.fjolvi.is www.utivera.is www.tjaldsvaedi.is Fyrir börn og alla fjölskylduna amazon.co.uk

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.