Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 43

Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 43
Catherine Zeta-Jones hefur vakið athygli undanfarið fyrir að fara minnkandi með hverj- um degi. Hún vísar sögusögn- um um átraskanir hins vegar algjörlega á bug og segir eigin- mann sinn, Michael Douglas, gera slíkt hið sama. „Michael hló að mér. Hann sagði mér hvað fólk hefði sagt – sögur um að ég væri með anorexíu. Lít ég út fyrir það?“ sagði hún í viðtali við tímaritið People. Zeta-Jones viðurkennir þó að hafa lést. Hún segist hafa borðað mikið af brauði á árum áður, en hafi síðan reynt að breyta venjum sínum. „Ég fer í líkamsrækt og belgi mig ekki út af því sem ég geri venju- lega,“ sagði hún. Engin átröskun Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Erlendur Eiríksson málarameistari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A S IA .I S M A L 3 97 08 1 0. 2 0 0 7 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan, Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum. Söngkonan Kylie Minogue fær á næstunni afhent heiðursverðlaun í London fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Verðlaunin eru veitt árlega af samtökunum Music Industry Trust sem safna fé til góðgerða- mála. Á meðal þeirra sem hafa fengið verðlaunin eru Sir Elton John og Peter Gabriel. Kylie, sem er 39 ára, á að baki tuttugu ára feril í tónlistinni. „Ég er virkilega ánægð með að fá þennan heiður,“ sagði hún. Söngkonan er um þessar mundir að snúa aftur í sviðsljósið eftir að hafa sigrast á brjóstakrabba- meini sem hún greindist með fyrir tveimur árum. Kylie heiðruð Kvikmyndin Walk the Line, sem fjallar um ævi kántrísöngvarans Johnny Cash, hefur verið kjörin besta myndin sem gerð hefur verið um ævi tónlistar- manns. Í öðru sæti varð 8 Mile sem fjallar um Eminem, næst kom Amadeus um ævi Mozarts og í því fjórða varð Ray sem fjallar um Ray Charles. Í fimmta sætinu lenti síðan The Doors þar sem Val Kilmer fór með hlutverk rokkgoðsagnarinnar Jim Morrison. Rúmlega tvö þúsund kvikmyndaaðdáendur tóku þátt í könnuninni, sem var gerð á vegum DVD- netfyrirtækisins Lovefilm. Nýlegasta myndin sem komst inn á topp tíu var Control, sem fjallar um ævi Ian Curtis, söngvara Joy Division. Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon fóru með aðalhlutverkin í Walk the Line. Witherspoon lék eiginkonu Cash, June Carter, og fékk hún óskars- verðlaun fyrir frammistöðu sína á síðasta ári. „Kvikmyndir og tónlist passa vel saman og hafa margir leiksigrar unnist í slíkum myndum,“ sagði talsmaður Lovefilm.com. „Þessi könnun sýnir það besta sem þessi kvikmyndategund hefur upp á að bjóða, hvort sem það er blótandi rappari, goðsögn úr Motown-heiminum eða klassískt tónskáld.“ Walk the Line besta myndin Leikkonan Angelina Jolie hefur ekki í hyggju að semja frið við fyrrverandi eiginkonu spúsa síns, Brad Pitt, þrátt fyrir ítrekuð loforð hennar um betra samband við Jennifer Aniston. Vinur hjónakornanna segir Angelinu sífellt valda manni sínum vonbrigðum með slíkum loforðum sem hann geri sér nú grein fyrir að séu orðin tóm. Vinurinn segir helstu ástæðuna fyrir brestum í sambandinu hversu svikul Angelina sé. Ólík sýn hjónanna á barnaupp- eldi og álag vegna hinnar stóru nýtilkomnu fjölskyldu þeirra þykja einnig álagsvaldar en Brad og Angelina eiga saman fjögur börn, þar af þrjú ættleidd. Brad mun hafa sagst ætla að taka með sér einu blóðskyldu dóttur þeirra, Shiloh, skyldi flosna upp úr hjónabandinu. Hann hafi ekki endilega hug á sameiginlegu forræði. Svikul Angel- ina Jolie

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.