Fréttablaðið - 30.10.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 30.10.2007, Síða 44
Þjóð verður til er titill grunnsýn- ingar Þjóðminjasafnsins. Á sýn- ingunni er saga Íslendinga rakin frá landnámi til dagsins í dag og er fornminjum og textum beitt til þess að setja söguna fram á línu- legan hátt. Lengi má þó velta fyrir sér hugmyndinni um þjóð. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur er einn af þeim sem það hafa gert og býðst gestum Þjóðminjasafnsins að ganga með honum um grunnsýninguna í dag kl. 12.05 og hlýða á umfjöllun hans um þjóðarhug- myndina og stöðu hennar á ólíkum tímum. „Útgangspunkturinn í vangaveltum mínum er þessi grunnsýning og sú þjóðar- hugmynd sem sett er fram í henni. Að mínu mati er fullmikil samfella í framsetningu á þjóðar- hugtakinu í sýningum sem þessari. Mig langar sér- staklega til að fjalla um hvort sú hugmynd sem við höfum í dag um fyrirbærið þjóð sé í einhverju sam- ræmi við hugsun fyrri tíma um þetta sama fyrir- bæri.“ Sýningin reynir að brjótast undan hefð- bundinni söguskoðun með því að skipta sögu þjóðarinnar jafnt niður í sjö tímabil. Þessi aðferð verður til þess að tímabilin hljóta jafnari umfjöllun en ella og er þannig sneitt hjá því að umbrotatímar og áhrif þeirra á þjóðina hljóti mesta athygli. En betur má ef duga skal og ætlar Sverrir að bjóða gestum Þjóðminjasafnsins gagnrýnið sjónarhorn á þjóðarhugmyndina sem birt- ist í sýningunni. „Þjóðminjasafnið er náttúrlega stofnað í kringum þjóðarhugtakið. En í erindi mínu bendi ég á að þetta hugtak er í raun frekar nýtt og verður til samhliða fyrirbærum eins og lýðræði og fjölmiðlum sem hafa ekki verið hluti af lífinu hér á landi nema í hlutfallslega stuttan tíma. Íslenska þjóðin eins og hún er í dag virðist vera rökrétt niðurstaða þeirrar þróunar sem sett er fram á þessari sýningu, en svo er ekki endilega,“ segir Sverrir. Hver sá sem hefur áhuga á sögu lands og þjóðar má til með að nýta hádegið í dag og fylgja Sverri um Þjóð- minjasafnið og velta fyrir sér þróun þjóðarhugmyndar- innar. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem fólki býðst að fara frítt í bíó, en í dag og á fimmtudag getur fólk fengið að berja íslenskar stutt- myndir augum í Regnboganum á Hverfisgötu sér að kostnaðar- lausu. Dagskráin báða dagana saman- stendur af þremur stuttmyndum sem eiga það sameiginlegt að vera tilnefndar til Edduverðlaunanna í ár. Um er að ræða íslenskar stutt- myndir sem sýndar voru á Alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík og hafa einnig verið sýndar á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn. Myndirnar hafa allar hlotið frábærar viðtökur hvert sem þær fara. Fyrsta ber að nefna mynd leik- stjórans Gríms Hákonarsonar, Bræðrabylta. Hún fjallar um sam- kynhneigða bændur í afskekktri sveit sem fá útrás fyrir forboðna ást sína með ástundun íslenskrar glímu. Önnur myndin sem sýnd verður ber nafnið Skröltormar og er í leik- stjórn Hafsteins G. Sigurðssonar. Myndin fjallar um bílasalann Anton sem lætur draum sinn um að eignast kúrekastígvél rætast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þriðja myndin sem sýnd verður heitir Anna og er leikstjóri hennar Helena Stefánsdóttir. Í myndinni kynnumst við Önnu sem ætlar að bjóða Adam nágranna sínum í kaffi en uppgötvar sér til mikillar skelf- ingar að hún á engan sykur. Áhugafólk um íslenskar kvik- myndir ætti ekki að láta þetta tæki- færi framhjá sér fara. Sýningarnar hefjast kl. 18 báða dagana. Ókeypis á stuttmyndir Fyrir helgi kom hingað leikflokkur frá umdeildu og frægu leikhúsi í Berlín, Volksbühne, sem flutti í tví- gang leikverkið Endstation Amer- ika sem byggist að mestu á kunnu leikverki eftir Tennessee Williams, A Streetcar Named Desire. Leik- stjórinn Frank Castorf er þjóð- frægur maður í þýsku leikhúslífi. Það er snobbað mikið fyrir þýskum leikstjórum og hefur sú aðdáun læðst hingað með þeim sem sækja þýskar leiksýningar af fínni sort- inni. Í Þýskalandi er leikhús lag- skipt. Castorf er hluti af elítunni þótt hann hafi í upphafi sótt áhorf- endur sína til yngra fólks. Endstation Amerika er orðin sex ára gömul og er safngripur. Hún er fræg og fer víða sem dæmi um stíl Castorfs: brot á uppbyggingu, rof af ýmsu tagi, skrumskælingar, leik á móti ætlun höfundar, breytta atriðaröð, nýjar forsendur með inn- skotum. Hann víkur harkalega frá naturalískum stíl og fullyrðir að hending ráði niðurröðun, sem er eins og hvert annað skrök: í þessari gerð fylgdi hann framvindu eins og hún er í orginalnum en höfundar- réttur er honum ekki helgur. Slíkt háttalag kallar á athygli og deilur þótt síendurtekin brot hans hafi í seinni tíð reynst þreytandi til lengdar. Okkur sem sáum þessa tilraun í vikunni fannst þetta um margt hressandi: notkun á sjónvarpi var ekki nýstárleg en skemmtilega notuð. Tónlist var kunnugleg enda þótt flest sem þar heyrðist væri harla gamalt: manni heyrðist Castorf vera dálítið stökk í tónlist frá þeim árum þegar hann var ungur og hafði hár. Leikstíllinn var eins og maður hefur séð í þýskum sýningum: áherslur skýrar, markmið mótuð og engin vöf eða töf, þessi tegund af þýsku leikhúsi stendur enda á forn- um merg þar sem greining texta og skýrleiki er í hávegum hafður. Þetta er intellektual leikhús, jafn- vel þegar það er í andófi. Svo hér var nekt, hávaði, tónlist, skopstæl- ing í bland við uppáklædda alvöru. Á þessum vetri ætlar Guðjón Pedersen að ljúka ferli sínum í Borgarleikhúsinu með minnst tveimur þýskum heimsóknum: þegar hann tók við spurði ég mann honum eldri hvort honum litist ekki vel á? „Nei, það fyllist allt af ein- hverjum þýskum tangósýningum,“ sagði sá. Í DV í gær vék Jón Viðar Jónsson að ferli Pedersen í húsinu í Sogamýri og andaði heldur köldu til leikhússtjórans. Mér finnst fínt að fá hingað erlenda leikflokka, það er þessum fáu sem nenna að sækj- ast eftir erlendum gestasýningum gleðigjafi að sjá önnur tök en hér tíðkast. Endstation vekur margar spurn- ingar: um leyfi til endurvinnslu, um tilgang hennar, um réttmæti þess að enduryrkja verk eins og lengi tíðkaðist í leikhúsi vesturálfu, um stílfærslu í beitingu ljósa, leikmáta, um tónlistarnotkun í sýningum, gagnrýnisleysi á hið aðflutta og heimóttarhátt. Allt þetta verður þeim að umtalsefni sem sáu þessa gestasýningu. Á seinni sýningunni var verkinu forkunnar vel tekið af hálfum sal og þriggja tíma sýning án hlés hafði liðið á örskotsstund. Volksbühne-hópurinn var því kær- kominn gestur og sýningin verður ugglaust flestum sem sáu minnis- stæð. Endastöðin á ferðinni Au ka bú na ðu r á m yn d: Ál fe lg ur og þo ku ljó s 1.729.000 XR PEUGEOT Umboðsaðilar:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.