Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 49

Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 49
Hryllingsmyndin Saw IV fór beint á toppinn í Norður-Ameríku eftir frumsýningarhelgi sína. Í öðru sæti lenti nýjasta gaman- mynd Steve Carrell, Dan in Real Life. Í þriðja sætinu lenti síðan vampírumyndin 30 Days of Night, sem var í efsta sætinu um síðustu helgi. Saw IV náði álíka miklum aðsóknartekjum og forveri sinn og virðast vinsældir þessa hryllingsmyndabálks engan endi ætla að taka. „Það er eitthvað sérlega ógeðslegt og stuðandi við þessar myndir. Ég veit ekki hvað það segir um samfélagið en þetta virkar í miðasölunni,“ sagði forseti kvikmyndafyrirtækisins Media by Numbers. Hryllingur á toppinn Daniel Dae Kim varð á dögunum fjórði leikarinn úr sjónvarpsþáttaröð- inni vinsælu Lost til að lenda á bak við lás og slá. Þrjár af handtökunum hafa verið vegna ölvunaraksturs á töku- staðnum, Havaí-eyjum. Daniel Dae, sem leikur Jin-Soo Kwon í Lost, var fullur eftirsjár eftir að hann var tekinn fyrir ölvunarakstur af lögreglunni í Honolulu. „Mér þykir það mjög leitt hvernig ég hef lagt hina ljúfu íbúa Havaí í hættu með hegðun minni. Havaí er samfélag sem mér þykir afar vænt um og lít ég á það sem mitt heimili,“ sagði Dae. Var áfengismagnið í blóði hans tvöfalt það sem leyfilegt er við handtökuna. „Ég vil þakka vinum mínum, fjölskyldu, samstarfsfélögum og aðdáendum fyrir stuðninginn. Ykkur sem ég hef valdið vonbrigðum með hegðun minni bið ég innilegrar afsökunar,“ sagði hann. Svo virðist sem leikararnir úr Lost eigi erfitt með að fylgja settum reglum því Daniel er fjórði leikarinn úr Lost sem er handtekinn á Havaí fyrir umferðarlagabrot. Fyrst voru stöll- urnar Michelle Rodriguez og Cynthia Watros, sem fóru með hlutverk Ana Lucia og Libby, teknar með stuttu millibili fyrir ölvun við akstur eftir undarlegt aksturslag þeirra. Í fót- spor þeirra fetaði síðan Adewale Akinnuoye- Agbaje, sem lék Hr. Eko. Var hann tekinn hönd- um fyrir að vera ekki með ökuskírteini á sér og fyrir að hlýða ekki lögregluþjóni. Þurfti hann að dúsa í sex klukkutíma í fangelsi þar til honum var sleppt gegn lausnarfé. Sex leikarar til viðbótar hafa verið áminntir fyrir umferðarlagabrot en annars sloppið með skrekkinn. Þeir eru Josh Holloway (Sawyer), Dominic Monaghan (Charlie), Naveen Andrews (Sayid), Ian Somerhalder (Boone), Christian Bowman (Steve Jenkins) og Harold Perrineau (Michael Dawson). Hlýtur þessi fjöldi að gefa í skyn að eitthvað mikið sé að hjá leikaraliðinu, sem virðist vera gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að akstri bifreiða. Kannski þurfa þau bara á góðri og gildri umferðarfræðslu að halda?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.