Fréttablaðið - 30.10.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 30.10.2007, Síða 50
Ætlar að verða betri en pabbi Nýráðinn landsliðsþjálf- ari, Ólafur Jóhannesson, lék á als oddi þegar Knattspyrnusamband- ið kynnti hann á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Ólafur hefur náð frábærum árangri með FH-liðið undanfarin fimm sumur en nú bíður hans að reyna að rífa upp gengi landsliðs- ins, sem hefur verið afleitt undan- farið. Ólafur stjórnar sínum fyrsta landsleik gegn Dönum á Parken 21. nóvember næstkomandi og er með samning til 31. desember 2009. „Ég er þakklátur þessum mönn- um fyrir að sýna mér þann heiður að bjóða mér þetta starf. Ég tel það vera mikinn heiður að mér sé treyst fyrir því. Það fylgja auðvit- að einhverjar breytingar nýjum mönnum,“ sagði Ólafur, sem var fyrsti kostur hjá Geir Þorsteins- syni, formanni KSÍ. „Við vorum í þeirri stöðu sem mér fannst ekki ákjósanleg að vera að fara að spila við Dani eftir nokkrar vikur og ekki með neinn þjálfara. Ég gat ekki séð annan kost fyrir okkur en að ganga vel og hratt til verksins. Það komu nokkrir þjálfarar til greina. Ólafur var í mínum huga sá sem við áttum að ræða fyrst við. Hann hefur náð glæsilegum árangri sem þjálfari, hann á langan og farsæl- an feril að baki bæði sem leikmað- ur og þjálfari. Hann er með mikla reynslu og hefur náð góðum árangri,“ segir Geir, sem taldi betra að ráða íslenskan þjálfara en að leita erlendis. „Það kom vel til greina að ráða erlendan þjálfara en við vorum undir ákveðinni tímapressu núna og eftir að hafa hugsað málið fannst mér það eina rétta að bjóða þjálfara hér starfið til framtíðar en ekki yfir einn leik eða tíma- bundið. Ólafur var fyrsti kostur og eini maðurinn sem hefur verið rætt við um starfið,“ sagði Geir. Ólafur gerir sér grein fyrir að hann er að fara að takast á við öðruvísi þjálfarastarf en hann er vanur. „Ég hef bara þjálfað félagslið og ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er pínulítið öðruvísi. Ég nota mínar aðferðir og legg þær undir. Þegar maður er að þjálfa félagslið hefur maður úr að velja 20 til 25 leikmönnum en nú getur maður valið úr 200 leikmönnum. Auðvitað eiga allir jafna mögu- leika og í mínum huga skiptir ekki máli hvar menn spila heldur hvað þeir geta í fótbolta,“ sagði Ólafur og hann ætlar að einbeita sér að varnarleik liðsins. „Íslenska landsliðið þarf að verjast. Það er númer eitt, tvö og þrjú í mínum huga. Íslenska lands- liðið er ekki þekkt fyrir að gera mikið af mörkum þannig að við þurfum að verjast. Það er algjört skilyrði og það er málið sem ég kem til með að leggja mikla áherslu á,“ sagði Ólafur Jóhannes- son á blaðamannafundinum sem var einmitt haldinn í salnum sem ber nafnið Vörnin. Ólafur ætlar að ræða við fyrr- verandi þjálfara liðsins, Eyjólf Sverrisson, um það sem má betur fara í sambandi við liðið. „Ég fer inn í þetta starf sem þjálfari og beiti mínum aðferðum. Það kemur mér ekki við hvað hefur gengið á. Ég átti mjög gott samtal við Eyjólf og kem til með að setj- ast niður með honum og spjalla við hann. Hann getur kannski sagt mér eitthvað,“ sagði Ólafur, sem ætlar að sinna smíðunum með landsliðsþjálfarastarfinu. „Ég mun reyna að hagræða því að ég geti gripið eitthvað í hamar- inn,“ segir Ólafur, sem játaði að konunni hans hefði ekki alveg lit- ist á að hann væri að fara að bjóða mikilli gagnrýni heim með því að taka að sér þetta starf. „Síðustu þrír landsliðsþjálfarar hafa verið afhausaðir af frétta- mönnum og það var gott sem konan mín sagði við mig þegar ég bar þetta upp við hana. Hún spurði hvort ég ætlaði að koma mér í þá stöðu að þora ekki að fara út úr húsi eftir tvö ár. Ég vona að það verði ekki,“ sagði Ólafur í léttum tón en hann á enn eftir að finna sér aðstoðarmann. Ólafur ætlar ekki að nota Dana- leikinn í tilraunastarfsemi heldur stilla þar upp sínu sterkasta liði. Við fáum því að sjá það strax á Parken hverju Ólafur ætlar að breyta til þess að koma A-landslið- inu aftur á réttan kjöl. Geir Þorsteinsson er mjög ánægður með að fá einn sigursælasta þjálfara okkar til starfa fyrir landsliðið og segir Ólaf Jóhannesson hafa verið fyrsta kost í stöðunni og þann eina sem rætt var við um starfið. Tíma- pressa vegna Danaleiksins útilokaði að leitað yrði að erlendum þjálfara. Ólafur samdi til 31. desember 2009. ÍR og Grindavík unnu heimasigra í fjórðu umferð Iceland Express deildar karla í gær. ÍR-ingar léku án erlendu leikmanna sinna og unnu 76-74 sigur á Skallagrími í spennuleik. Á sama tíma unnu Grindvíkingar öruggan sigur á Hamar, 85-67, og var það þriðji sigur liðsins í röð. Hreggviður Magnússon var með 19 stig fyrir ÍR og þeir Sveinbjörn Claessen og Steinar Arason gerðu 13 stig hvor. Ólafur Jónas Sigurðsson var dýrmætur í lokaleikhlutanum en fimm stig og einn risastór stolinn bolti áttu mikinn þátt í sigri Breiðhyltinga. Erlendu leikmenn Skallagríms, Miljoca Zekovic (24 stig), Darrel Flake (21 stig og 19 fráköst) og Alan Fall (12 stig og 7 stoðsend- ingar) skoruðu 77 prósent stiga liðsins í gær en tap þýðir að Borgnesingar hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. ÍR og Grinda- vík unnu í gær

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.