Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 2

Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 2
Notkun Hæstaréttar og óbyggða- nefndar á Landnámu sem heimild um jarðir við landnám er furðuleg að mati sagnfræðinga, enda bókin afar óáreiðanleg heimild. Landnáma hefur meðal annars verið notuð sem heimild í svokölluðum þjóðlendumálum. „Bókstafstrúarmenn telja Biblíuna og Kóraninn birta rétta kenningu og það þarf alls ekki að ræða. Sama eðlis er trú lögfræðinga á Landnámu,“ segir Einar G. Pétursson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einar segir talsvert hafa skort á að gamlar heimildir um landamerki og jarðir hafi verið prentaðar og þeim komið á aðgengilegt form. Það sé afar slæmt ef réttaróvissa verði hér á landi vegna þess að gögnin séu ekki aðgengileg, og dómstólar kjósi heldur að nota Landnámu. Hann tekur sem dæmi að á Árnastofnun megi finna þúsundir skjala sem stutt gætu eða kollvarpað kröfum ríkis og landeigenda í deilum um þjóðlendur. Engin tilraun hafi verið gerð til að kynna sér hvað þar sé að finna, sem sé mjög ámælisvert. „Það er öruggt að einhver gögn eiga eftir að koma í ljós sem geta þá orðið grundvöllur nýrra málaferla, burtséð frá því hvernig þjóðlendumálin enda.“ Óforsvaranlegt er að Hæstiréttur notist við fornritið Landnámu sem heimild fyrir því hvernig landinu hafi verið skipt við landnám, segir Einar. Landnáma sé til í þremur mismunandi útgáfum með ósamhljóða texta. Þá séu gerðirnar skrifaðar um 1300, en lýsi atburðum sem áttu sér stað við landnám, fjórum öldum áður. Að nota slíka bók sem heimild í Hæstarétti sé svipað, ef ekki verra, og ef rétturinn felldi dóma byggða á Biblíunni sem sögulegri heimild um aðstæður í landinu helga í kringum fæðingu Krists. Enginn sagnfræðingur líti svo á að Landnáma sé áreiðanleg heimild, þvert á móti sé heimildagildi hennar afar vafasamt. Talsvert öðru máli gegnir um Jónsbók, lögbók frá árinu 1281 sem enn er vitnað til í dómum. Sú bók hefur varðveist í hundruðum eintaka sem eru nokkurn veginn samhljóða, segir Einar. Frægur dómur Hæstaréttar frá árinu 1994, svokallaður Geitlandsdómur, markar tímamót í notkun réttarins á Landnámu. Karl Axelsson hæsta- réttarlögmaður gerir þá breytingu sem varð á dómum Hæstaréttar að umfjöllunarefni í grein sem birtist árið 2006. Í grein Karls kemur fram að það hafi ekki verið fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar að dómurinn hafi farið að leggja svo mikið upp úr frásögnum í Landnámu. Á þriðjudaginn í næstu viku ganga Danir til þingkosninga. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosn- inganna, en flest bendir til að splunkunýr stjórnmálaflokkur Nasers Khader komist í þá aðstöðu að ráða því hvernig stjórn verður mynduð. Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra boðaði óvænt til kosninga með stuttum fyrirvara í síðasta mánuði, að því er virðist í trausti þess að hægri stjórn hans myndi halda velli, eins og skoðana- kannanir sýndu þá. Síðan skipuðust veður í lofti og fátt bendir nú til að stjórnarflokk- arnir þrír, Íhaldsflokkurinn, Venstre og Danski þjóðarflokkur- inn, muni halda meirihluta sínum. Samkvæmt nýjustu könnunum fyrir dagblaðið Politiken fá þeir 82 þingmenn samtals, en þurfa 90 til að hafa meirihluta á þingi. Flokkur Nasers Khader, Nýtt bandalag, er miðjuflokkur en hefur lýst áhuga á að ganga til stjórnar- samstarfs með Fogh Rasmussen. Flokkurinn tók stökk í skoðana- könnunum eftir að boðað var til kosninga, en hefur verið að dala smám saman og nú er reyndar svo komið að óvíst er að stjórninni nægi að fá þingmenn hans til liðs við sig. Þá gæti farið svo að Radikale Venstre komist eina ferðina enn í þá stöðu að ráða úrslitum um stjórnar- myndun. Í nýjustu skoðanakönnun fær Nýtt bandalag 8 þingmenn en Radikale Venstre 12. Ólíklegt að stjórnin haldi Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokall- aða var framlengt um sex vikur í gær. Þeir munu því sitja inni til 20. desember. Um er að ræða menn sem handteknir voru þegar lögregla tók fjörutíu kíló af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Um var að ræða amfetamín, e- töfluduft og e-töflur. Einn þessara þriggja manna var tekinn um borð í skútunni. Hinir tveir voru teknir í landi. Annar þeirra hefur setið í einangrun en henni hefur nú verið aflétt. Stórsmyglarar áfram í gæslu Ótækt að grundvalla dóma á Landnámu Þúsundir skjala á Árnastofnun gætu komið þjóðlendumálum í uppnám, segir rannsóknarprófessor. Hann gagnrýnir tilvísanir Hæstaréttar í Landnámu, sem hann segir svipað og að byggja á Biblíunni sem áreiðanlegri sögulegri heimild. Annar af tveimur eftirlifandi farþegum skipsins Titanic lést 16. október síðastlið- inn á bresku hjúkrunarheimili. Barbara West Dainton, sem var 96 ára gömul þegar hún lést, var eins árs þegar hún ferðaðist með Titanic árið 1912. Dainton var of ung til að muna eftir nóttinni þegar Titanic sökk eftir að hafa rekist utan í ísjaka. 1.500 létust þessa nótt, þar á meðal faðir hennar sem veifaði henni, móður hennar og systur af þilfarinu þegar björgunarbátur með þær innanborðs var látinn síga niður með skipshliðinni. Lík hans fannst aldrei. Eini eftirlifandi farþeginn er Elizabeth Gladys Dean, sem var tveggja mánaða gömul í ferðinni. Einn farþegi Titanic á lífi Lesendahópur Nyhedsa- visen, systurblaðs Fréttablaðsins í Danmörku, heldur áfram að vaxa. Sam- kvæmt nýrri könnun er blaðið með 550 þúsund lesendur, en í síðustu könnun mældist það með 503 þúsund lesendur. Einnig sló blaðið met í auglýsingasölu í vikunni, eftir því sem fram kemur á vefsíðu danska dagblaðsins Børsen. Fríblöðin 24timer og metroX- press eru bæði með meiri lestur en Nyhedsavisen, 24timer með 606 þúsund lesendur en metroX- press með 551 þúsund. Í fjórða sæti er síðan Jyllandsposten með 524 þúsund lesendur og önnur áskriftarblöð eru þar fyrir neðan. Í borgunum þremur, Kaup- mannahöfn, Árósum og Óðins- véum, er Nyhedsavisen samtals með mesta lesturinn. Sömuleiðis lesa konur á aldrinum 25-59 ára Nyhedsavisen frekar en önnur blöð. Í fyrsta sæti í þéttbýlinu Snorri, verður þetta alveg ótrúleg bænastund? Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Orkuveita Reykjavíkur haldi áfram í útrásarstarfsemi og að samstarf við Geysi Green Energy kunni áfram að koma til greina. Þetta sagði hann á fundi með starfsmönnum Orkuveitunnar í gær. Borgarstjóri sagði að stjórn Orkuveitunnar þyrfti að finna útrásinni nýjan grundvöll, nú þegar samruni Reykjavík Energy Invest og GGE væri genginn til baka. Umhverfismál og stuðning- ur við þróunarríki væru helstu forsendur útrásarinnar. Þekkingu Íslendinga ætti að nýta sem víðast. Orkuveitan áfram í útrás Fastlega má gera ráð fyrir því að ákæra verði gefin út í svokölluðu DC++ máli, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér. Búast má við því að allt að tíu manns verði ákærðir í málinu. Umfangsmikilli rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra lauk nýverið, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Meira en þrjú ár eru liðin frá því að lögregla lagði hald á tölvur og gögn hjá tólf manns vegna gruns um brot á höfundarréttarlögum. Mennirnir voru hluti af stórum hóp Íslendinga sem notaði DC++ skráarskiptaforritið til að skiptast á tónlist, kvikmyndum, forritum og tölvuleikjum. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur enn ekki skilað tölvunum sem teknar voru. Eftir húsleitirnar árið 2004 fækkaði mjög í hópi þeirra sem notuðu DC++ forritið á Íslandi, og lagðist notkun þess meira og minna af. Einn vinsælasti skráaskiptamáti Íslendinga er nú torrent-tæknin, sem notuð er með hjálp Istorrent-vefjarins. Samtök myndrétthafa á Íslandi og samtök allra rétthafa tónlistar á Íslandi hafa ásamt fleirum lagt fram kæru á hendur forsvars- mönnum vefjarins, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Finnska sendiráðið í Reykjavík hefur samúðarbók liggjandi frammi í sendiráðinu við Túngötu 30 í dag og gefur Íslendingum og öðrum búsettum á Íslandi þannig kost á að votta finnsku þjóðinni samúð sína með því að rita nafn sitt í bókina. Finnska sendiráðið er opið milli eitt og fjögur. Samúðarbókin er lögð fram í tilefni þess að ungur maður myrti skólafélaga sína og rektor Jokela- menntaskólans í Tuusula í Finn- landi á miðvikudag en finnska sendiráðið flaggaði í hálfa stöng vegna árásarinnar. Tuusula gefur fólki kost á að senda samúðarkveðjur til íbúa í Tuusula á netfangið condolences@ tuusula.fi og munu þær birtast á vefsíðu sveitarfélagsins. Tuusula er 35 þúsund manna sveitarfélag sjö kílómetra frá Vantaa, alþjóðaflugvellinum í Finnlandi. Bókin liggur frammi í dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.