Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 10
Borgartúni 29 + Höfðabakka 3
Smiðjuvegi 5 + Dalvegi 18
Glerárgötu 34 Akureyri
Aðalstræti 27 Ísafi rði + www.a4.is
Pantanasími 515 5100 + Fax 515 5101
Glæsileg
útgáfutilboð
Lexmark E120 laserprentari
Prenthraði á mín.: 19 blaðsíður
Pappírsbakki: 150 blaðsíður
Tengi: USB 2.0
Fyrsta síða eftir: 8 sek.
Stýrikerfi: Windows XP
Verð áður 12.900 kr. 7.990 kr.
38%
AFSLÁTTUR
Jólastelpur
Jólaföndursett sem
inniheldur efni í tólf
jólastelpur úr viði.
Verð áður 1.609 kr. 890 kr.
47%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
Af öllum Samsonite töskum
Lögregla gagnrýnd
fyrir hæg viðbrögð
Þjóðarsorg var í Finnlandi í gær vegna skotárásarinnar sem níu manns féllu í,
þar á meðal byssumaðurinn sjálfur. Pekka-Eric Auvinen skaut aðeins 69 skotum
af 400 sem hann hafði meðferðis. Hann reyndi einnig að kveikja í skólanum.
Þjóðarsorg var lýst
yfir í Finnlandi í gær og víða var
flaggað í hálfa stöng til að minn-
ast fórnarlamba skotárásarinnar
í Jokele-miðskólanum í Tuusula á
miðvikudaginn. Minningar-
athafnir fóru fram víða um Finn-
land og var forseti landsins, Tarja
Halonen, viðstaddur minningar-
athöfn í höfuðborginni Helsinki.
Eftir athöfnina skoraði hún á
finnsku þjóðina að standa saman
á þessari sorgarstundu.
Lögregla rannsakaði í gær
sjálfsmorðsbréf árásarmannsins
Pekka-Eric Auvinen og hatursfull
skrif á bloggsíðu hans til að kom-
ast að því hvað varð til þess að
hann hóf skothríð á samnemend-
ur sína og starfsfólk skólans. Níu
manns létust í skotárásinni, þar á
meðal hinn átján ára Auvinen
sem féll fyrir eigin hendi.
Lögregla fann aðeins 69 skot-
hylki á vettvangi þó að Auvinon
hafi birgt sig upp af 400 skotum
að því er kemur fram á vef
finnska ríkisútvarpsins. Handa-
hóf virðist hafa ráðið vali Auvin-
ens á fórnarlömbum sínum, sem
vou sex nemendur, skólahjúkrunar-
fræðingur og rektor. Einn nem-
endanna var 25 ára tveggja barna
móðir, hinir voru drengir á aldr-
inum sextán til átján ára.
Fórnarlömbin voru öll skotin í
höfuðið eða efri hluta líkamans,
sum með fá skotsár og önnur með
næstum tuttugu, að því er Tero
Haapala aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn sagði á blaðamannafundi í
gær. Auvinen gerði einnig tilraun
til að kveikja í skólanum með því
að skvetta eldfimum vökva á gólf
og veggi en tókst ekki það ætlunar-
verk sitt.
Happala lýsti Auvinen sem
„einfara“ sem hefði verið strítt af
öðrum nemendum. Ástæða skot-
árásarinnar var enn óljós að sögn
Happala „en skýringuna er aðal-
lega að finna í skrifum hans á net-
inu og félagslegri hegðun hans“.
Lögreglan hefur verið gagn-
rýnd fyrir það hve langur tími
leið frá því að tilkynning barst
um árásina þar til Auvinon fannst.
Lögregluyfirvöld vísa þeirri
gagnrýni á bug og segja nauðsyn-
legt hafa verið að koma börnun-
um burt úr skólanum sem fyrst.