Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 11
„Við verðum að
spyrja okkur, hver eru sérkenni
Íslands í dag og hver viljum við að
þau séu til framtíðar?“ segir Svafa
Grönfeldt, formaður nefndar um
ímynd Íslands sem forsætisráð-
herra skipaði í gær.
„Öll samskipti okkar við aðrar
þjóðir varpa ákveðinni ímynd,“
segir Svafa. „Helstu áhrifavald-
arnir eru þjóðin og svo landið og
náttúran. Í hvert sinn sem einhver
hittir Íslending, heimsækir landið
eða kaupir íslenska tónlist hefur
það áhrif á ímyndina.“
Nefndin hefur nú þegar fundað
einu sinni og mun hún ráðfæra sig
við fólk úr atvinnu- og menningar-
lífinu.
„Við viljum fá innlegg frá sem
breiðustum hópi á ýmsum aldri og
frá ýmsum atvinnugreinum og
menningarlífi,“ segir Svafa og
hvetur fólk til að leggja fram hug-
myndir.
Svafa segir að mikilvægt sé að
greina hverjir styrkleikar Íslands
séu. „Við getum varpað upp ein-
hverri ímynd, en ef hún á sér ekki
stoð í raunveruleikanum mun hún
aldrei vera sönn,“ segir Svafa.
Nefndin mun skila tillögum til
forsætisráðherra í síðasta lagi 1.
mars á næsta ári.
Sérkennin eru náttúra og þjóð
Markaðsráð Þingeyinga
fagnar því að koma eigi upp
þjónustu við Dimmuborgir í formi
upplýsingagjafar, fræðslu og
snyrtiaðstöðu. Aðstöðuleysið hafi
valdið þar vandræðum og
Landgræðslan eigi þakkir skildar
fyrir að byggja upp þjónustu í
Dimmuborgum, segir í ályktun.
Komi hið opinbera ekki með
fjármagn til að leysa þessi
aðkallandi þjónustumál styður
Markaðsráð Þingeyinga að
Landgræðslan hafi umsjón með
Dimmuborgum, sem kostuð verði
af greiðslum ferðamanna sem
þangað leita eftir þjónustu og
aðgangi að svæðinu.
Fagnar nýrri
þjónustu við
Dimmuborgir
Fjórir þingmenn Vinstri
grænna leggja til að heimild til að
selja hlut ríkisins í Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar verði
felld út af fjárlögum. Frumvarp
þessa efnis hefur verið lagt fram
á Alþingi.
Í greinargerð með frumvarpinu
er bent á að hitaveitan eigi meðal
annars vatnsréttindi í Deildar-
tungu. Þar sé einn vatnsmesti
hver heims, Deildartunguhver.
„Æ fleiri stuðningsmönnum
einkavæðingar og sölu almenn-
ingsveitna og orkulinda lands-
manna hefur snúist hugur og
leggjast nú á sveif með Vinstri
grænum um þjóðareign á
náttúruauðlindum,“ segir í
greinargerðinni.
Ríkið selji ekki
hlut í hitaveitu
Hæstiréttur hefur
staðfest sex mánaða fangelsis-
dóm yfir rúmlega þrítugum
manni sem sló annan mann með
glerflösku í andlitið í apríl í fyrra.
Flaskan brotnaði og maðurinn
hlaut tvö djúp skurðsár á andliti.
Árásin átti sér stað fyrir utan
Hressingarskálann í Austur-
stræti.
Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að árásarmaðurinn
ætti sér engar málsbætur og
staðfesti úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur. Hann var látinn
greiða um 900.000 krónur í
skaðabætur, málsvarnarkostnað
og áfrýjunarkostnað.
Sló mann með
flösku í andlit
„Ríkið hefur ekki leitað
til mín ennþá,“ segir Friðrik Þór
Friðriksson kvikmyndaleikstjóri,
sem í apríl féllst á að gerast
sérstakur ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar
í kvikmyndamál-
um.
Spurður hvað
þetta starf muni
fela í sér segir
Friðrik: „Það geta
komið upp mál
eins og þegar
Miramax kom
hingað og vildi
byggja kvikmyndaver, þá þurfa
þeir að taka á þeim málum og þá
hafa þeir aðgang að mér.“ Friðrik
telur alls óvíst að hann verði
nokkurn tíma kallaður til.
Ríkið ekki
kallað ennþá