Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 22
taekni@frettabladid.is
Geimferjan Discovery lenti heilu
og höldnu á Cape Canaveral í Flór-
ída í Bandaríkjunum í fyrradag.
Þar með lauk fimmtán daga við-
burðaríkri geimferð til Alþjóðlegu
geimstöðvarinnar, ISS, og aftur
heim. Ferjan flaug yfir Bandarík-
in úr norðvestri og lenti á tæplega
fimm kílómetra langri flugbraut-
inni rétt eftir hádegi á staðar-
tíma.
Tilgangurinn með ferðinni, sem
hófst 23. október, var meðal ann-
ars að setja upp nýja álmu í geim-
stöðinni og færa stóra sólarraf-
hlöðu stöðvarinnar á annan stað.
Tilfærslan á rafhlöðunni tókst
ekki betur en svo að hún rifnaði á
tveimur stöðum. Til þess að koma
í veg fyrir að rafhlaðan skemmd-
ist meira þurftu geimfararnir að
halda í hættulega geimgöngu og
„sauma“ saman rifuna með heima-
tilbúnum tækjum. Geimgangan
heppnaðist vel.
Á blaðamannafundi eftir lend-
inguna sagði Michael Griffin, einn
stjórnenda hjá geimferðastofnun
Bandaríkjanna, að bygging geim-
stöðvarinnar væri mun flóknara
og erfiðara verkefni en ferðin til
tunglsins árið 1969. „Það sem
hefur gerst hér er stórmerkilegt,
og langt umfram allt sem mann-
kynið hefur nokkru sinni gert,“
sagði hann.
Fimmtán daga geimferð lokið
Ætla að leysa farsíma úr fjötrum framleiðenda
Flestir notast við lyklaborð
á hverjum degi, en fáir
vita hvers vegna íslensku
stafirnir eru þar sem þeir
eru. Jóhann Gunnarsson
skýrsluvélafræðingur situr
í lyklaborðsnefnd Skýrslu-
tæknifélags Íslands.
Jóhann Gunnarsson skýrsluvéla-
fræðingur segir að þegar ritvélar
hafi fyrst verið fluttar til landsins
eftir síðari heimsstyrjöldina hafi
staðsetning íslensku táknanna
verið eingöngu undir framleiðend-
um viðkomandi tegundar komin.
Fyrir vikið hafi ekkert samræmi
verið á lyklaborðum ritvéla, og
því þurfti fólk að læra fingrasetn-
inguna upp á nýtt þegar skipt var
um vél.
„Við fórum að vinna í því í sam-
vinnu við IBM árið 1975 að staðla
lyklaborðið, og gáfum út fyrstu
tillöguna að staðli um það þremur
árum síðar,“ segir Jóhann. „Síðan
hefur staðsetning íslensku staf-
anna lítið breyst.“
En hvað olli því að íslensku
stafirnir voru settir þar sem þeir
eru? „Það var ekki mikið svigrúm
til að bæta við stöfum á
lyklaborðum á þessum
tíma þannig að það má
segja að staðan hafi verið
þvinguð. Þessi staðsetning
var ákveðin á sínum tíma
eftir að rætt hafði verið
við ritvélarframleiðendur
og -notendur.“
Spurður hverju hann
myndi helst vilja breyta á
lyklaborðinu ef hann mætti
ráða segist hann vilja færa
ö-ið neðar. „Það væri æskilegt að
ná því niður, það tefur að hafa það
þar sem það er. Ég veit samt ekki
alveg hvar væri hægt að setja það
án þess að breyta öllu
öðru.“
Jóhann segir endur-
bætur hafa verið gerðar á
lyklaborðsstaðlinum síðan
1978, og verið sé að endur-
skoða staðalinn núna. Það
lúti þó ekki að staðsetn-
ingu íslensku stafanna
heldur evrutákninu og @-
merkinu fyrir Macintosh-
notendur svo eitthvað sé
nefnt. „Ég reikna ekki með
að við munum breyta ö-inu þótt
það sé óþægilegt að hafa það þarna
uppi.“
Myndi vilja færa ö-ið
neðar á lyklaborðinu
Frábært tilboð
75 sm breiðir Liebherr kæliskápar
AFSLÁTTUR
30%