Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 24
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ...
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi.
KOMDU VEL ÚT
Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hátt, hefur góða yfirsýn og hönnunin
á innanrými tryggir hámarksþægindi og frábært aðgengi.
Takmarkað magn Mercedes-Benz B-Class er til afgreiðslu
strax á góðu verði. Innifalin eru vetrardekk og Íslandspakki.
Gengi helstu hlutabréfavísitalna
tók enn eina dýfuna á fjármála-
mörkuðum víða um heim í gær,
fjórða daginn í röð. Ástæðan liggur
í slæmum uppgjörum fjármála-
fyrirtækja vestanhafs og afskrifta
úr bókum þeirra auk áframhald-
andi neikvæðra frétta vegna lausa-
fjárþurrðarinnar sem fylgt hefur
undirmálslánakreppunni. Fjár-
málaskýrendur óttast nú að krepp-
an muni vara lengur en í fyrstu var
ætlað auk þess sem vísbendingar
eru um að hún sé að smita út frá sér
í aðra geira, svo sem í upplýsinga-
tækni og dregið mjög úr hagvexti,
líkt og fram kom í máli Bens Bern-
anke seðlabankastjóra í gær.
Allt stefndi í hækkun á banda-
rískum hlutabréfamarkaði í gær en
von var á uppgjörum nokkurra
stærstu verslanakeðja landsins,
svo sem Wal-Mart og Macy‘s.
Afkoman reyndist hins vegar undir
væntingum.
Inn í sveifluna í Evrópu spilar sú
ákvörðun Englandsbanka og evr-
ópska seðlabankans í dag að halda
stýrivöxtum óbreyttum. Gengi
hlutabréfa lækkaði nokkuð áður en
ákvörðun seðlabankanna lá fyrir en
hækkaði eftir það.
Íslenskur hlutabréfamarkaður
fór ekki varhluta af lækkana-
hrinunni en hann sveiflaðist allt frá
því að fara niður um rúm 3,4 pró-
sent í tvö prósent upp. Svipuðu máli
gegnir um helstu vísitölur í Evr-
ópu. Um stundir fór gengi fjöl-
margra félaga sem skráð eru á
markað hér svo langt niður að öll
hækkun ársins þurrkaðist út.
Greiningardeild Kaupþings
bendir á það í Hálffimmfréttum
sínum í gær að snörpu hækkunina
stuttu eftir upphaf viðskiptadags-
ins hér megi helst rekja til innkomu
fjölmargra fjárfesta sem töldu sig
sjá kauptækifæri á markaði síðustu
daga.
Fjárfestar sáu tækifæri
Óttast er að fjármálakreppan geti smitað út frá sér og dregið úr hagvexti.
Hagnaður japanska bílaframleið-
andans Toyota nam 450,9 milljörð-
um jena, jafnvirði rúmra 233 millj-
arða íslenskra króna, á síðasta
fjórðungi, sem er annar fjórðung-
ur félagsins. Til samanburðar nam
hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena
á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn
jókst því um ellefu prósent á milli
ára.
Mitsuo Kinoshita, aðstoðarfor-
stjóri Toyota, segir í samtali við
Associated Press að salan hafi auk-
ist í öllum heimsálfum samhliða
verðhækkunum á eldsneyti, sem
hafi leitt til þess að kaupendur hafi
í auknum mæli leitað eftir spar-
neytnum ökutækjum.
Toyota græðir
233 milljarða