Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 31
Karl Helgi Jónsson fékk vél- sleðabakteríuna fyrir um fimm árum og þá varð ekki aftur snúið. „Ég hef átt um tvo vélsleða á ári og hef núna skipt á hverju ári. Maður vill bara það besta og að mínu mati eru þetta nokkurs konar trúarbrögð,“ segir Karl Helgi kíminn og hlær. En til að fara á snjósleða þarf að hafa snjó. „Síðasti vetur var mjög góður. Það var hægt að byrja snemma og enda seint þannig að tímabilið í fyrra var mjög gott,“ segir Karl Helgi sem á allar græjur sem til þarf. „Við höfum farið mikið norður og svo förum við mikið austur upp í Laugar og þar í kring og er það mjög skemmtilegt svæði.“ „Það þarf náttúrulega kerru til að flytja sleðana. Sleði með öllu kostar rúmar tvær milljónir og kerran er kannski hálf milljón. Ef þú ert að fara í dagstúr þá ertu að eyða 30-40 lítrum af bensíni sem kostar líka sitt og svo er olía og ýmislegt annað sem þarf að huga að,“ segir Karl Helgi og ljóst er að vélsleðaiðkun kostar sitt. Bil- anatíðni virðist hins vegar ekki vera mikil. „Það hefur aldrei bilað hjá mér en það gerist helst þegar maður veltir þeim en annars hef ég sloppið vel,“ segir Karl Helgi og bætir við að ef skipta þarf um eitthvað þá sé þjónustan og verk- stæðið hjá Arctic Cat góð. Karl Helgi er félagi í LÍV sem er Landssamband íslenskra vél- sleðamanna en bætir við að hann sé líka í gengi. „Það eru alls konar gengi í þessu líka. Það kallast nú Bilaða gengið sem ég er í en það er umdeilt hversu mikið má segja um það,“ segir Karl Helgi glett- inn og heldur áfram: „Þetta er mikið á heimasíðunum þar sem gert er grín að mönnum á milli gengja og þá eru þetta spjallsíður tiltekinna gengja og tenglar á önnur gengi á síðunum.“ Þótt það sé mikið fjör að vera á vélsleða þá þarf líka að gæta fyllsta öryggis. „Við erum allir með GPS tæki og keyrum eftir GPS leiðum. Það er til mikið af slóðum um allt landið og ef við förum einhverja nýja slóð þá setj- um við hana inn og eigum hana í tækinu,“ segir Karl Helgi. Auk þessa stjórnast ferðirnar óneitan- lega af veðurfari. „Ef það er þoka og leiðinlegt veður þá förum við ekki en ef það er til dæmis sól og gott veður á virkum degi þá tökum við okkur bara frí í vinn- unni og förum snemma á fjöll,“ segir Karl Helgi sem lætur helst ekkert standa í vegi fyrir góðri vélsleðaferð. Nýir sleðar á hverju ári
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.