Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 38

Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 38
39,06% 36,39% 62,09% Fí to n/ S ÍA Við rúllum upp samkeppninni Fréttablaðið er með 59% meiri lestur en 24 stundir M eð al le st ur á tö lu bl að . K ön nu n C ap ac en t í á gú st –o kt ób er 2 00 7. Allt sem þú þarft... ...alla daga Mér finnst eiginlega öll störf sem ég hef unnið um ævina hafa verið skemmtileg,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingiskona. „Þó man ég að á sínum tíma á unglingsárunum, þegar ég vann í fiski á Kirkjusandi í nokkur sumur, var misskemmtilegt að höndla fiskinn eftir því um hvaða tegundir var að ræða. Þegar við stelpurnar verkuðum karfa, ufsa eða grálúðu var mikið fjör og líf í tusk- unum. Þá kepptum við milli borða hlógum og skemmtum okkur. Hins vegar var þorskurinn óvinsælli. Okkur fannst heldur seinlegt að tína ormana úr og þegar þorskur var í bakkanum í marga daga, þá gat tím- inn liðið hægt.“ indiana@frettabladid.is LEIÐINLEGASTA STARFIÐ: SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR „Okkur fannst heldur seinlegt að tína ormana úr og þegar þorskur var í bakkanum í marga daga, þá gat tíminn liðið hægt.“ H elga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Meðfram því að hanna undir sínu eigin merki, helicopter, vinnur hún sem verslunar- stjóri í versluninni Trilogiu. „Frá því ég útskrif- aðist hef ég selt hönnun mína í versluninni Nakta apanum á Laugavegi. Ég deili vinnuað- stöðu með öðrum hönnuðum á Seljavegi 2 og reyni að vera þar eins mikið og færi gefst til að anna eftirspurn.“ Hönnun Helgu Lilju flokkast sem „street- wear“ og samanstendur línan af hettupeys- um, buxum, leggings og kjólum. Fatnaður hennar er skreyttur munstrum sem hún hand- þrykkir á hverja flík og er því engin eins. „Uppistaðan í nýjustu flíkunum sem ég er að hanna núna er munstur sem ég þróaði út frá hnýtingaraðferð sem kallast macramé, en aðferðina rannsakaði ég á síðasta árinu mínu í Listaháskólanum.“ Til gamans má geta að macramé er aldagömul hnýtingaraðferð, í gamla daga notaðist fólk við þessa aðferð meðal annars til að festa niður tjöldin sín. Þetta er aðferð sem samanstendur af nokkr- um mismunandi gerðum af hnútum en sá sem er mest þekktur er einfaldur og hafa krakkar nota þá gerð af hnútum til að gera vinabönd. „Ég nota þessa aðferð við gerð munstranna sem ég laga síðan að sniðunum mínum svo að þau njóti sín. Ég hanna ekki með neinn sér- stakan aldurs- eða markaðshóp í huga enda virðist hönnunin mín falla að flestum aldurs- hópum. Ég hanna og sauma vegna þess að það er það sem mér finnst skemmtilegast að gera og hef hugsað mér að halda þessu áfram þangað til mér finnst það ekki gaman lengur,“ segir Helga Lilja, en fatnaður hennar verður eflaust á óskalistanum hjá mörgum fyrir jólin. http://www.helicopter-design.com/ bergthora@frettabladid.is HELGA LILJA MAGNÚSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR: FLÝGUR HÁTT MEÐ MERKIÐ SITT HELICOPTER ÞORSKURINN VAR ÓVINSÆLL KRINGLAN I SMÁRALIND I DEBENHAMS www.oasis-stores.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.