Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 40
BLS. 8 | sirkus | 9. NÓVEMBER 2007
F riðrika Hjördís er að baka þegar Sirkus bankar upp á. Það er jóla-
ilmur í loftinu og ilmkerti með
kanillykt kemur manni í réttu stemn-
inguna. Það fer ekki fram hjá neinum
að húsmóðirin á Laufásveginum er
komin í jólaskap. „Ég held að þetta sé
einhver misskilningur, ég hefði átt að
fæðast 24. desember,“ segir hún og
hlær og heldur áfram að setja deig á
bökunarplötu. Í ár ætlar hún að halda
alvöru jól en í fyrra eyddu hún og
maður hennar, Stefán Hilmarsson
aðstoðarforstjóri Baugs, jólunum á
vökudeild Barnaspítalans. Hún segist
hafa þroskast heilmikið á þessu ári,
þetta hafi bæði verið erfiðasta ár sem
hún hefur lifað en á sama tíma það
skemmtilegasta. „Það líður varla sá
dagur að ég hugsi ekki um tímann á
spítalanum. Við búum rétt hjá Barna-
spítalanum og alltaf þegar ég keyri
fram hjá horfi ég upp í gluggann á
vökudeildinni og hugsa til þeirra sem
þar dvelja. Ég er mjög þakklát fyrir
hvað við vorum ofsalega heppin.“
Gunnar Helgi dvaldi á Barnaspítalan-
um fyrstu þrjá mánuðina í lífi sínu en
eftir að hann fékk að koma heim hefur
allt gengið eins og í sögu. Hann dafnar
og þroskast eins og ekkert hafi í skor-
ist. Það er þungt í honum pundið
enda hefur Friðrika lagt mikinn metn-
að í að gefa honum gott fæði. „Ég hef
búið til allan mat ofan í hann, gætt
þess vel að hann fái öll vítamín og haft
fæðuna mjög fjölbreytta. Ég er samt
ekki að segja að börn sem fái mat úr
krukku séu eitthvað verr á sig komin,“
segir hún og bætir því við að upp-
áhaldsmaturinn hans sé sætar kart-
öflur og gulrætur með smjörva og
kanil. Þegar hún er spurð að því hvað
hafi verið erfiðast á árinu nefnir hún
óvissuna. Þegar hún var lögð inn á
spítalann var hún komin 23 vikur á
leið og búin að vera með hríðir í
nokkra daga. Læknarnir náðu að
fresta ferlinu um tvær vikur en
Gunnari Helga lá mikið á að koma í
heiminn. „Eftir fæðinguna fannst mér
alveg hræðilegt að geta ekki fengið
barnið í fangið. Það var farið með
hann strax í glerkassa og ég átti bara
að fara að sofa eftir að ég fæddi hann.
Við sáum hann ekki almennilega fyrr
en daginn eftir.“ Friðrika dvaldi meira
og minna á spítalanum. Hún fylgdist
með umönnuninni og fékk að hjálpa
til. „Ég sat og horfði á hann, hugsaði
fallegar hugsanir og vonaði það besta.
Það var í rauninni ekkert annað sem
maður gat gert. Svo þurfti maður að
halda áfram að lifa venjulegu lífi,
borða, brosa og borga reikninga.“ Eftir
þessa reynslu finnst henni lífið mun
dýrmætara. „Mér finnst líka miklu
vænna um fólk og finn meiri þörf hjá
mér til að hjálpa öðru fólki. Ef ég væri
ekki að vinna við það sem ég er að
gera í dag þá væri ég örugglega í Afr-
íku að sinna hjálparstörfum. En von-
andi á ég það eftir, það er allavega á
langtímaplaninu.“
Óléttan er eins og haustflensan
Þrátt fyrir að hafa upplifað erfiðan
tíma við fæðingu Gunnars Helga eru
Friðrika og Stefán ekki hætt að eiga
börn. Nú er annað á leiðinni en hún er
komin fjóra mánuði á leið og verður
þetta fjórða barnið á heimilinu því
Stefán á tvö börn fyrir. „Ólétta mín er
að verða eins og haustflensan og
kemur á hverju ári. Ég er að verða eins
og útungunarvél. Ég kenni Svanhildi
Hólm og Ingu Lind um þetta, því um
leið og ég sest í þeirra stóla þá verð ég
ólétt. Ég ætti kannski að krefja þær
um að borga meðlag,“ segir hún og
hlær en tvö síðustu sumur hefur hún
leyst þær stöllur af í þættinum Ísland
í dag á Stöð 2. „Ég afþakka hér með
starf næsta sumar, held að þetta sé
orðið fínt í bili.“ Það er von á barninu
um miðjan apríl, en Friðrika segir að
hún megi búast við því frá janúar til
apríl ef eitthvað er að marka fyrri
meðgöngu. Hún er undir mjög miklu
eftirliti til að koma í veg fyrir að leik-
urinn endurtaki sig.
„Ég vona þó að það verði í apríl.
Gyða vinkona mín á afmæli 25. apríl
og yrði því mjög stolt ef barnið kæmi
þá.“ Meðgangan leggst vel í hana.
„Þetta var alls ekki planað, en ef ein-
hvern langar svona óskaplega að
koma til okkar þá er sá hinn sami
hjartanlega velkominn. Börnin verða
næstum því eins og tvíburar. Ég held
að það verði mjög gaman fyrir
Gunnar Helga að eiga félaga sem er á
svipuðum aldri. Það er ár á milli eldri
systkina minna og þau hafa alltaf
verið náin.“ Þegar hún er spurð að því
hvort hún sé ekkert hrædd um að
leikurinn endurtaki sig segist hún
hugsa lítið um það. „Það þýðir ekkert
að velta sér upp úr því. Ég verð bara
að vona það besta því það er of seint
að snúa við. Ef barnið okkar fæðist
fyrir tímann verðum við bara að taka
því þegar þar að kemur. Þá vitum við
allavega hvernig við eigum að bregð-
ast við.“ Hún segir að þessi meðganga
sé allt öðruvísi en sú fyrri. „Þegar ég
gekk með Gunnar Helga fannst mér
allt sætt ógeðslegt og gat ekki horft á
súkkulaði en núna er það þveröfugt.
Ég get ekki beðið eftir að byrja að
baka fyrir jólin og gera konfekt. Ég
hugsa stanslaust um mat. Fyrri með-
gangan var líka erfiðari því þá var ég
veik fyrstu þrjá mánuðina en núna
uppgötvaði ég ekki að ég væri ólétt
fyrr en á níundu viku.“ Friðrika segist
vera mjög spennt yfir að vita kynið
en er á báðum áttum hvort hún eigi
að kíkja í pakkann. „Það er líka eitt-
hvað rómantískt við það að vita ekki
kynið og láta það koma sér á óvart.“
Hamingjusöm í draumahúsinu
Í febrúar 2006 keyptu Friðrika og
Stefán þrílyft einbýlishús við Laufás-
veg en þau fengu það ekki afhent fyrr
en í september sama ár. Síðan þá
hafa framkvæmdir staðið yfir, þau
létu hækka þakið og endurnýjuðu
húsið að innan og utan og byggðu við
það að hluta. „Húsið var mun verr
farið en okkur grunaði og það þurfti
að gera mikið fyrir það. Það fór miklu
meiri vinna í þetta en við ætluðum í
byrjun. Það var svolítið erfitt að
stjórna þessu því við vorum svo
mikið uppi á spítala og hugurinn var
fyrst og fremst þar. Svo er maður ekki
alltaf í sínu besta jafnvægi þegar
barnið manns er á spítala og þetta
var því svolítið stórt verkefni ofan á
allt hitt. En við erum ofsalega ánægð
með útkomuna,“ segir hún. Húsið
hefur glæsilegt yfirbragð, með gegn-
heilu parketi, granítflísum á gólfi og
vönduðum innréttingum. Friðrika
segir að þau hafi vitað nokkurn veg-
inn hvernig þau vildu hafa heimili
sitt og segir að þau Stefán hafi svip-
aðan smekk. „Okkur lenti aldrei
saman yfir því hvernig við vildum
hafa hlutina, nema kannski í ein-
hverjum smáhlutum. Það var mikill
kostur. Svo erum við að velja hús-
gögn í rólegheitunum, erum til
dæmis ekki komin með sófa því við
erum ekki búin að sjá draumasófann
og viljum ekki kaupa neinn til bráða-
birgða. Þá viljum við frekar hafa
engan sófa í stofunni.“ Þegar þau
voru að byrja að búa saman fyrir
tæpum þremur árum var Stefán
nýbúinn að fjárfesta í risastóru mál-
verki eftir íslenskan listamann.
„Skrímslið endaði á ganginum þang-
að til það fór í sölu. Ég vann þetta
mál og síðan höfum við verið sam-
mála.“
Bílprófsaldur á milli þeirra
Þegar Stefán og Friðrika byrjuðu að
rugla saman reytum voru miklar
gagnrýnisraddir á lofti varðandi ald-
ursmuninn en hann er 17 árum eldri
en hún. „Ég geri mér ekki grein fyrir
því hvað ég er gömul enda finnst mér
við alltaf jafn gömul. Ég á vini á öllum
FRIÐRIKA HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR, FJÖLMIÐLAKONA OG MATAR-
GÚRÚ ÍSLANDS, Á VON Á ÖÐRU BARNI SÍNU. HÚN SEGIR AÐ
ÓLÉTTAN SÉ ORÐIN EINS OG HAUSTFLENSAN EN FYRIR Á HÚN
GUNNAR HELGA SEM ER AÐ VERÐA ÁRS GAMALL. HONUM VAR
VART HUGAÐ LÍF ÞEGAR HANN FÆDDIST Á 26. VIKU.
Uppáhaldsmaturinn: Maturinn sem
ég fæ bara einu sinni á ári og fæ
aldrei nóg af: jólamatur.
Uppáhaldsveitingastaðurinn:
Austur-Indíafélagið hér á Íslandi en
annars hef ég hvergi smakkað eins
góðan mat og á Balí í Indónesíu.
Uppáhaldsverslunin: Whole Food
Store í New York er himnaríki á jörð.
Líkamsræktin: Sonur minn er
rúmlega 11 kíló, need I say more.Svo
er ég reyndar líka með yndislegan
einkaþjálfara í World Class sem heitir
Billi og er einstaklega þolinmóður, því
ég er ekki nógu dugleg að mæta.
Geisladiskurinn: Allt með Astrud
Gilberto, ítalska söngkonan Mina og
margir fleiri. Bestu íslensku tónlistar-
mennirnir eru tvímælalaust Sigur Rós.
Bíllinn minn er: Algjört æði, BMW-X5
jepplingur.
DRAUMAELDHÚSIÐ Innréttingin og tækin eru frá
Miele og granítborðplatan sómir sér vel við
hana og stálflísarnar á veggjunum.
MYNDIR/VALLI
DROTTNINGIN Á LAUFÁSVEGINUM HEFUR
ALLTAF HAFT UNUN AF ELDAMENNSKU
Þegar vinkonur hennar léku sér með
Barbie-dúkkur bakaði hún upp úr
uppskriftabók Mikka mús.
PLOTTAR YFIR POTTUNUM