Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 44

Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 44
 9. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið heilsa & hreyfing Eitraða rotvarnarefnið buthylparaben finnst í flestum snyrti- og hreinlætis- vörum á íslenskum markaði, en Danir leggja nú ofuráherslu á að banna notkun þess. Þekkir þú þessi efni: methylparaben, ethylp- araben, propylparaben, isopropylparaben, sodium methylparaben, butylparaben og is- obutylparaben? Þetta eru misskaðleg rot- varnarefni sem finnast í mörgum snyrti- og hreinlætisvörum sem manneskjan notar á degi hverjum. „Ofantalin nöfn tilheyra parabensambönd- um sem eru framleidd úr 4-hýdroxýbensó- sýru og eru það esterar sýrunnar sem kölluð er paraben; svosem methyl-, propyl- eða butyl-paraben,“ segir Níels Br. Jónsson efna- sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um hið skaðlega paraben sem Danir hyggjast banna notkun á, fyrstir í heiminum. „Danir mældu rotvarnarefni í hópi kvenna á fertugsaldri sem allar höfðu notað snyrti- vörur að staðaldri frá því þær fóru á vinnu- markað um tvítugt. Í ljós kom mikið magn uppsafnaðra rotvarnarefna í vefjum, en þegar líkami nær ekki að losa sig við rotvarnar- og eiturefni fara menn að hafa áhyggjur af því sem gerist þegar frá líður,“ segir Níels, en nú er vitað að buthylparaben getur haft áhrif á hormónastarfsemi líkamans og einnig hefur paraben fundist í krabbameinsfrumum. „Í snyrtivörureglugerð er leyfilegt há- mark parabens 0,8 prósent, ef notuð er að- eins ein parabentegund, en 0,4 prósent ef notuð er blanda parabena. Leyfilegt er að nota meira magn parabena í til dæmis sótt- hreinsandi vörur, en þau paraben hafa svo- kallaða X-merkingu í snyrtivörureglugerð- inni. Þegar reglugerðin var skrifuð var ekki vitað hversu hættulegt efnið var. Það er vel þekkt í öllum iðnaði; efni sem áður voru talin skaðlaus reynast hættuleg eftir margra ára notkun, eins og skordýraeitrið DDT sem all- staðar er bannað núna,“ segir Níels sem tekur fram að enn sé talið að butylparaben sé talið skaðlegast paraben-rotvarnarefna. „Snyrtivörur er nauðsynlegt að rotverja því þær eru að stærstum hluta búnar til úr vatni og fituefnum sem annars mundu þrána og fyllast bakteríum við notkun, en nýjar reglur um geymsluþol snyrti- og hreinlætis- vara krefjast þess að mynd af opinni krukku með ákveðinni tölu skuli sjást á umbúð- um, eða best fyrir dagsetning. Sé talan 12 í krukkumerkinu, þýðir hún að notandi getur sér að skaðlausu notað krem í 12 mánuði eftir að krukka hefur verið opnuð, en þetta er gert svo hægt sé að framleiða minna rot- varna vöru,“ segir Níels og telur útilokað að sniðganga paraben eða önnur rotvarnarefni með öllu. „Á öllum snyrtivörum er innihaldslýsing þar sem efni eru talin upp eftir minnkandi magni. Vatn er oftast fyrst en rotvarnarefnin síðast og heita löngum leiðindanöfnum. Þjóð- félagið gengi tæpast upp án notkunar rot- varnarefna, en neytendur þurfa að taka sér tak, vera meðvitaðri og fara sér varlega. Evr- ópusambandið er fremur svifaseint og ekk- ert farið að gera í banni þessara efna þar, en Danir hafa dregið vagninn í flestum svona málum og ætla sér að fá buthylparabeni út- rýmt úr öllum snyrti- og hreinlætisvörum,“ segir Níels, en paraben er notað í barnavör- ur, sem og fullorðins sjampó, sápur, svita- lyktareyða, krem, snyrtivörur og fleira sem nútímamaðurinn telur ómissandi í daglegri umhirðu. „Við þurfum að hugsa okkur um; höfum við virkilega þörf fyrir þetta? Íslendingar af báðum kynjum lita á sér hárið, en hár- litunarefni eru afar sterk og misbjóða lík- amanum. Sjálfur skil ég ekki hvaða erindi sótthreinsandi handsápur og uppþvottaleg- ir eiga inn á heimili, því þess háttar efni eru hlaðin rotvarnarefnum. Jafnvel örlítill skammtur eyðist mjög hægt eða alls ekki úr líkamanum, og við eigum að forðast þessi efni sem mest í daglegu lífi.“ thordis@frettabladid.is Eitur í lokkandi krukkum Níels Jónsson, efnasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir rotvarnarefni finnast í flestum snyrti- og hreinlætisvörum á íslenskum markaði, en Danir leggja nú ofuráherslu á að banna notkun buthylparabens, og munu aðrar þjóðir Evrópusambandsins trúlega fylgja í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heilinn getur minnkað virkni sjónstöðva til að hjálpa fólki að hlusta betur á tónlist og flókin hljóð. Þetta kemur fram í banda- rískri rannsókn á tuttugu óþjálf- uðum nemendum og tuttugu hljómsveitarstjórum. Kom í ljós að virkni í sjónstöðvum beggja hópa minnkaði til muna þegar hlustað var á tónlist en jókst að sama skapi í heilastöðvum sem tengjast heyrn. Rannsakendurnir notuðu MRI-skanna til að mæla heila- starfsemi þátttakenda. Meðan á heilaskönnun stóð voru þátt- takendur beðnir um að hlusta á tvo mismunandi tóna sem voru spilaðir með mjög stuttu milli- bili og segja hvor tónninn kæmi á undan. Þrautin var höfð erfiðari fyrir tónlistarmennina en hina. Vísindamennirnir komust að því sem búist var við að virkni í heilastöðvum sem tengjast heyrn jókst, en að sama skapi minnkaði virkni sjónstöðva heilans, sem kom þeim að nokkru leyti á óvart. Eftir því sem þrautin þyngdist færðist æ meira af heilastarf- semi leikmannanna frá sjón- stöðvum til heyrnarstöðva. Raunin varð önnur hjá atvinnu- mönnunum. Eftir tiltekinn tíma komst á jafnvægi milli sjón- og heyrnarstöðva sem rannsak- endur telja áralangri þjálfun að þakka. Af vefriti BBC Minni virkni sjónstöðva við tónlistarhlustun Heilinn getur minnkað virkni sjónstöðva til að hjálpa fólki að hlusta betur á tónlist og flókin hljóð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.